Flugfélagið þvertekur fyrir hefndaraðgerðir gegn Hatara Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2019 08:30 El Al vill ekki kannast við það að Höturum hafi verið raðað í léleg sæti á heimleiðinni frá Ísrael. Epa/ABIR SULTAN Ísraelska flugfélagið El Al, sem flaug íslenska Eurovisionhópnum frá Tel Aviv til Lundúna, segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að láta Hatara fá „verstu sætin“ í flugvélinni. Flugfélagið virði farþega sína, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Fréttaflutningur sem gefi annað í skyn sér rangur og eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Skjáskot af meintum hefndaraðgerðum starfsmanna flugfélagsins gegn Hatara, eftir að þeir drógu upp Palestínufána í Euoruvision, hafa vakið töluverða athygli og var haft eftir fararstjóra íslenska hópsins í gær að hann íhugi að kvarta formlega yfir hegðun starfsmannanna. Vísir sendi El Al ítarlega fyrirspurn um málið, með hlekkjum á umfjallanir um málið í ísraelskum miðlum og umrædd skjáskot sem virðast sýna óvild og aðgerðir flugfélagsstarfsmanna í garð Hatara. Meðal spurninga sem voru bornar undir flugfélagið var hvort það stangist ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um flugfarþega á netinu. Svarið sem barst frá flugfélaginu í morgun var hins vegar stutt:„El Al ber virðingu fyrir öllum farþegum sínum, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Því sem haldið hefur verið fram er rangt og á sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þrátt fyrir að skautað hafi verið framhjá flestum þeirra spurninga sem Vísir sendi er svar El Al nokkurn veginn í samræmi við annað sem flugfélagið hefur látið frá sér um málið. Þannig var haft eftir starfsmanni El Al á vef ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Reshet 13 að skjáskotin væru tekin úr samhengi.Sjá einnig: Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Þetta hafi einfaldlega verið góðlátlegt grín sem var birt á lokuðu Facebook-svæði fyrir starfsmenn flugfélagsins. Þar að auki hafi Hatarafólki ekki verið stíað í sundur, þvert á móti hafi þau setið í röð. Spurningar Vísis til El Al, í íslenskri þýðingu, má sjá hér að neðan:Eru fréttirnar sem vísað er til réttar? Úthlutuðu starfsmenn flugfélagsins, að yfirlögðu ráði, íslensku sendinefndinni „lélegum sætum“?Ef við skiljum þetta rétt var færslunum deilt inn í lokaðan Facebook-hóp fyrir starfsmenn flugfélagsins. Er það rétt? Stangast það ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um farþega? Hvaða augum lítur flugfélagið slík brot?Mun El Al gera einhverjar ráðstafanir eftir uppákomuna? Verða umræddir starfsmenn ávíttir?Er hefð fyrir því hjá flugfélaginu að útdeila lélegum sætum til þeirra sem taldir eru vera „óvinveittir Ísraelsríki“?Á öðrum nótum: Fylgdust þið með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva? Hver er afstaða flugfélagsins til uppátækis Hatara (að sýna Palestínufánann)?Eftir fall íslenska lággjaldaflugfélagsins WOW air flýgur ekkert flugfélag beint á milli Ísraels og Íslands. Hefur El Al í hyggju að grípa tækifærið og fylla upp í þetta tómarúm? Eurovision Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40 Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Ísraelska flugfélagið El Al, sem flaug íslenska Eurovisionhópnum frá Tel Aviv til Lundúna, segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að láta Hatara fá „verstu sætin“ í flugvélinni. Flugfélagið virði farþega sína, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Fréttaflutningur sem gefi annað í skyn sér rangur og eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Skjáskot af meintum hefndaraðgerðum starfsmanna flugfélagsins gegn Hatara, eftir að þeir drógu upp Palestínufána í Euoruvision, hafa vakið töluverða athygli og var haft eftir fararstjóra íslenska hópsins í gær að hann íhugi að kvarta formlega yfir hegðun starfsmannanna. Vísir sendi El Al ítarlega fyrirspurn um málið, með hlekkjum á umfjallanir um málið í ísraelskum miðlum og umrædd skjáskot sem virðast sýna óvild og aðgerðir flugfélagsstarfsmanna í garð Hatara. Meðal spurninga sem voru bornar undir flugfélagið var hvort það stangist ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um flugfarþega á netinu. Svarið sem barst frá flugfélaginu í morgun var hins vegar stutt:„El Al ber virðingu fyrir öllum farþegum sínum, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Því sem haldið hefur verið fram er rangt og á sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þrátt fyrir að skautað hafi verið framhjá flestum þeirra spurninga sem Vísir sendi er svar El Al nokkurn veginn í samræmi við annað sem flugfélagið hefur látið frá sér um málið. Þannig var haft eftir starfsmanni El Al á vef ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Reshet 13 að skjáskotin væru tekin úr samhengi.Sjá einnig: Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Þetta hafi einfaldlega verið góðlátlegt grín sem var birt á lokuðu Facebook-svæði fyrir starfsmenn flugfélagsins. Þar að auki hafi Hatarafólki ekki verið stíað í sundur, þvert á móti hafi þau setið í röð. Spurningar Vísis til El Al, í íslenskri þýðingu, má sjá hér að neðan:Eru fréttirnar sem vísað er til réttar? Úthlutuðu starfsmenn flugfélagsins, að yfirlögðu ráði, íslensku sendinefndinni „lélegum sætum“?Ef við skiljum þetta rétt var færslunum deilt inn í lokaðan Facebook-hóp fyrir starfsmenn flugfélagsins. Er það rétt? Stangast það ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um farþega? Hvaða augum lítur flugfélagið slík brot?Mun El Al gera einhverjar ráðstafanir eftir uppákomuna? Verða umræddir starfsmenn ávíttir?Er hefð fyrir því hjá flugfélaginu að útdeila lélegum sætum til þeirra sem taldir eru vera „óvinveittir Ísraelsríki“?Á öðrum nótum: Fylgdust þið með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva? Hver er afstaða flugfélagsins til uppátækis Hatara (að sýna Palestínufánann)?Eftir fall íslenska lággjaldaflugfélagsins WOW air flýgur ekkert flugfélag beint á milli Ísraels og Íslands. Hefur El Al í hyggju að grípa tækifærið og fylla upp í þetta tómarúm?
Eurovision Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40 Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40
Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00