Rosalegur dagur hjá Dortmund á markaðnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 07:30 Julian Brandt í búningi Borussia Dortmund. Mynd/Twittersíða Borussia Dortmund Borussia Dortmund missti af þýska meistaratitlinum eftir hrun á lokasprettinum og Bayern München fagnað sigri í þýsku Bundesligunni sjöunda árið í röð. Grátleg niðurstaða fyrir lið Dortmund eftir frábært tímabil. Dortmund var meðal annars með níu stiga forystu á Bæjara í janúar en allt kom fyrir ekki. Ekkert annað lið en Bayern hefur unnið titilinn síðan að Dortmund vann hann síðast tvö ár í röð undir stjórn Jürgen Klopp frá 2011 til 2012. Það er aftur á móti enginn uppgjafartónn í herbúðum Borussia Dortmund sem sést á flugeldasýningu félagsins þegar félagsskiptamarkaðurinn opnaði á ný.Big signings made! It's been a busy day in the transfer market for Borussia Dortmund. More: https://t.co/RNHERwlJFlpic.twitter.com/pYi54zFlU2 — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019Borussia Dortmund keypti nefnilega þrjá öfluga leikmenn í gær. Liðið keypti bakvörðinn Nico Schulz frá Hoffenheim, miðjumaninn Julian Brandt frá Bayer Leverkusen og Thorgan Hazard sem er bróðir Eden Hazard hjá Chelsea. Dortmund keypti Thorgan Hazard frá Borussia Mönchengladbach. Nico Schulz er sókndjarfur bakvörður sem ætti að henta leikstíl Borussia Dortmund vel og fyllir líka í stöðu sem hefur verið veik hjá liðinu. Thorgan Hazard átti mjög flott tímabil með Gladbach þar sem hann var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í 33 leikjum. Hann var besti leikmaður síns liðs og ætti að vera detta inn á sín bestu ár í boltanum. Flestir bjuggust við að sjá Julian Brandt enda hjá Bayern München en Dortmund var á undan og fékk hann líka fyrir aðeins 25 milljónir evra sem þykir ekki mikill peningur í dag. Brandt hefur ekki viljað fara frá Leverkusen undanfarin ár en ensk stórlið eins og Liverpool, Tottenham, og Manchester United höfðu áhuga á þessum 23 ára þýska landsliðsmanni. Hjá Dortmund hafa margir leikmenn sprungið út á síðustu árum, menn eins og Robert Lewandowski, Marco Reus, Shinji Kagawa og Ousmane Dembélé. Það verður því fróðlegt að sjá hvað þeir Nico Schulz, Thorgan Hazard og Julian Brandt gera í býflugnabúningnum á næstu leiktíð.Busy 's pic.twitter.com/0tyKQjVBZl — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019BRANDT pic.twitter.com/PDfpF9Nb28 — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019HAARD pic.twitter.com/1tQniD6gkP — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019They don't call him Trgen for nothing : (@Bundesliga_EN) pic.twitter.com/LEN1kDQkQm — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019An offensive and defensive force for both club and country, welcome Nico! pic.twitter.com/n3RowSeI4c — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019 Þýski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Sjá meira
Borussia Dortmund missti af þýska meistaratitlinum eftir hrun á lokasprettinum og Bayern München fagnað sigri í þýsku Bundesligunni sjöunda árið í röð. Grátleg niðurstaða fyrir lið Dortmund eftir frábært tímabil. Dortmund var meðal annars með níu stiga forystu á Bæjara í janúar en allt kom fyrir ekki. Ekkert annað lið en Bayern hefur unnið titilinn síðan að Dortmund vann hann síðast tvö ár í röð undir stjórn Jürgen Klopp frá 2011 til 2012. Það er aftur á móti enginn uppgjafartónn í herbúðum Borussia Dortmund sem sést á flugeldasýningu félagsins þegar félagsskiptamarkaðurinn opnaði á ný.Big signings made! It's been a busy day in the transfer market for Borussia Dortmund. More: https://t.co/RNHERwlJFlpic.twitter.com/pYi54zFlU2 — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019Borussia Dortmund keypti nefnilega þrjá öfluga leikmenn í gær. Liðið keypti bakvörðinn Nico Schulz frá Hoffenheim, miðjumaninn Julian Brandt frá Bayer Leverkusen og Thorgan Hazard sem er bróðir Eden Hazard hjá Chelsea. Dortmund keypti Thorgan Hazard frá Borussia Mönchengladbach. Nico Schulz er sókndjarfur bakvörður sem ætti að henta leikstíl Borussia Dortmund vel og fyllir líka í stöðu sem hefur verið veik hjá liðinu. Thorgan Hazard átti mjög flott tímabil með Gladbach þar sem hann var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í 33 leikjum. Hann var besti leikmaður síns liðs og ætti að vera detta inn á sín bestu ár í boltanum. Flestir bjuggust við að sjá Julian Brandt enda hjá Bayern München en Dortmund var á undan og fékk hann líka fyrir aðeins 25 milljónir evra sem þykir ekki mikill peningur í dag. Brandt hefur ekki viljað fara frá Leverkusen undanfarin ár en ensk stórlið eins og Liverpool, Tottenham, og Manchester United höfðu áhuga á þessum 23 ára þýska landsliðsmanni. Hjá Dortmund hafa margir leikmenn sprungið út á síðustu árum, menn eins og Robert Lewandowski, Marco Reus, Shinji Kagawa og Ousmane Dembélé. Það verður því fróðlegt að sjá hvað þeir Nico Schulz, Thorgan Hazard og Julian Brandt gera í býflugnabúningnum á næstu leiktíð.Busy 's pic.twitter.com/0tyKQjVBZl — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019BRANDT pic.twitter.com/PDfpF9Nb28 — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019HAARD pic.twitter.com/1tQniD6gkP — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019They don't call him Trgen for nothing : (@Bundesliga_EN) pic.twitter.com/LEN1kDQkQm — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019An offensive and defensive force for both club and country, welcome Nico! pic.twitter.com/n3RowSeI4c — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019
Þýski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Sjá meira