Bíó og sjónvarp

Jesse Pinkman losar sig við lík í nýrri stiklu úr Breaking Bad myndinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það bíða margir eftir þessari kvikmynd.
Það bíða margir eftir þessari kvikmynd.
Þann 11. október kemur út kvikmyndin El Camino sem er framhald af Breaking Bad þáttunum vinsælu.

Breaking Bad hófu göngu sína árið 2008 á sjónvarpsstöðinni AMC, fimm þáttaraðir voru framleiddar og lauk þeim haustið 2013. Þættirnir hafa verið fádæma vinsælir en honum féllu í skaut alls 16 Emmy-verðlaun og tvö Golden Globe verðlaun.

Þættirnir fjölluðu um efnafræðikennarann Walter White og fyrrum nemanda hans Jesse Pinkman sem lenda í ýmsu eftir að þeir demba sér í eiturlyfjaframleiðslu.

Í aðalhlutverkum voru þeir Bryan Cranston, sem leikur Walter White, og Aaron Paul, sem lék Jesse Pinkman. Hann heldur áfram í því hlutverki. Nú er komin út glæný og ítarleg stikla frá Netflix sem framleiðir kvikmyndina.

Í stiklunni er greinilega lýst eftir Jesse Pinkman af lögregluyfirvöldum og hann er á flótta. Í stiklunni kemur fram að Pinkman þarf að losa sig við lík en hér að neðan má sjá hana í fullri lengd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.