Enski boltinn

Annasamur janúar framundan hjá Manchester United?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ed Woodward, stjórnarformaður Man. Utd, fær verðugt verkefni í janúar.
Ed Woodward, stjórnarformaður Man. Utd, fær verðugt verkefni í janúar. vísir/getty
Það gæti dregið til tíðinda í janúar hjá Manchester United en Manchester Evening News greinir frá því að United séu líklegir til þess að fjárfesta í leikmönnum í janúar.

United var þrálátlega orðað við Paulo Dybala og Christan Eriksen í sumar en ekkert kom út úr því. Þeir enduðu á því að láta Romelu Lukaku og Alexis Sanchez frá sér en fengu engan í stað þeirra.

Miðillinn Manchester Evening News segir nú frá því að það séu tveir menn sem eru ofarlega á lista United fyrir janúargluggann; miðjumaðurinn Sean Longstaff og framherjinn efnilegi Erling Braut Håland.

Longstaff leikur með Newcastle en þeir eru taldir vilja fá 50 milljónir punda fyrir Longstaff. Håland fer svo á kostum í Austurríki þar sem hann eikur með Red Bull Salzburg.

Njósnarar United fylgdust með honum í síðustu viku er hann gerði þrjú mörk í Meistaradeildinni en fróðlegt verður að sjá hvort forráðamenn Man. Utd rífi upp veskið í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×