Fiskeldið er orðin kærkomin búbót Einar K. Guðfinnsson skrifar 24. september 2019 07:00 Fiskeldi er kærkomin búbót hér á landi. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs nemur útflutningsverðmætið um 13,7 milljörðum króna. Það er 75 prósent aukning frá fyrra ári. Ætla má að útflutningsverðmæti fiskeldis á þessu ári verði yfir 20 milljarðar króna. Það svipar til árlegs útflutningsverðmætis loðnunnar að jafnaði, sé litið yfir tíu ára tímabil. Þetta skiptir máli, ekki síst núna þegar slegið hefur í bakseglin í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Það minnir okkur á mikilvægi fjölbreytninnar í atvinnulífinu. Flestum er ljóst að fiskeldið er orðið burðarás í heilum landshlutum. En áhrifanna gætir um allt land. Fiskeldið þarfnast margs konar þjónustu og fyrirtæki á því sviði hafa eflst og ný sprottið upp víðs vegar um landið. Auk fiskeldis á Austfjörðum og Vestfjörðum má nefna seiðaeldi og fiskeldi á Norðausturlandi, stórtækt seiðaeldi í sveitarfélaginu Ölfusi, hrognaframleiðslu og fjölbreytt fiskeldi á Suðurnesjum, fjölþætt skóla- og vísindastarf og áfram má telja. Laxeldi vex ekki einasta hér á landi. Sömu sögu er að segja frá öðrum löndum. Laxeldi í heiminum jókst um 500 þúsund tonn frá árinu 2012. Áætlað er að fram til ársins 2022 vaxi það um önnur 500 þúsund tonn. Heimsframleiðslan á laxi mun því aukast um eina milljón tonna á 10 árum; einum áratug. Nær öll þessi framleiðsla á sér stað í sjókvíum. Vísustu menn telja að framboð og spurn eftir laxaafurðum muni á næstu árum aukast árlega um 5 til 6 prósent á heimsvísu. Og það þarf að framleiða gott prótín með litlu kolefnisspori, fyrir heim þar sem mannfjöldi eykst um 220 þúsund á degi hverjum! Fiskeldi – ekki síst laxeldið – er þegar orðin atvinnugrein sem um munar hér á landi. Framundan eru enn frekari tækifæri sem styrkjastoðir efnahagslífsins, auka við flóruna í atvinnulífinu, treysta byggðir og skapa ný og fjölbreyttari störf.Höfundur starfar að fiskeldismálum hjá SFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Fiskeldi Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Sjá meira
Fiskeldi er kærkomin búbót hér á landi. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs nemur útflutningsverðmætið um 13,7 milljörðum króna. Það er 75 prósent aukning frá fyrra ári. Ætla má að útflutningsverðmæti fiskeldis á þessu ári verði yfir 20 milljarðar króna. Það svipar til árlegs útflutningsverðmætis loðnunnar að jafnaði, sé litið yfir tíu ára tímabil. Þetta skiptir máli, ekki síst núna þegar slegið hefur í bakseglin í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Það minnir okkur á mikilvægi fjölbreytninnar í atvinnulífinu. Flestum er ljóst að fiskeldið er orðið burðarás í heilum landshlutum. En áhrifanna gætir um allt land. Fiskeldið þarfnast margs konar þjónustu og fyrirtæki á því sviði hafa eflst og ný sprottið upp víðs vegar um landið. Auk fiskeldis á Austfjörðum og Vestfjörðum má nefna seiðaeldi og fiskeldi á Norðausturlandi, stórtækt seiðaeldi í sveitarfélaginu Ölfusi, hrognaframleiðslu og fjölbreytt fiskeldi á Suðurnesjum, fjölþætt skóla- og vísindastarf og áfram má telja. Laxeldi vex ekki einasta hér á landi. Sömu sögu er að segja frá öðrum löndum. Laxeldi í heiminum jókst um 500 þúsund tonn frá árinu 2012. Áætlað er að fram til ársins 2022 vaxi það um önnur 500 þúsund tonn. Heimsframleiðslan á laxi mun því aukast um eina milljón tonna á 10 árum; einum áratug. Nær öll þessi framleiðsla á sér stað í sjókvíum. Vísustu menn telja að framboð og spurn eftir laxaafurðum muni á næstu árum aukast árlega um 5 til 6 prósent á heimsvísu. Og það þarf að framleiða gott prótín með litlu kolefnisspori, fyrir heim þar sem mannfjöldi eykst um 220 þúsund á degi hverjum! Fiskeldi – ekki síst laxeldið – er þegar orðin atvinnugrein sem um munar hér á landi. Framundan eru enn frekari tækifæri sem styrkjastoðir efnahagslífsins, auka við flóruna í atvinnulífinu, treysta byggðir og skapa ný og fjölbreyttari störf.Höfundur starfar að fiskeldismálum hjá SFS
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar