Stjórnmál fyrir lengra komna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. september 2019 07:00 Á Íslandi er þetta auðvelt. Menn og konur semja hægri-vinstri og mynda stjórn. Farið er í sjóferð út í Viðey og svo landað stjórnarsamstarfi, eða Þingvallaferð og svo allt innsiglað með kossi eða wild boys partí í sumarbústað og svo game on. Hér á Spáni er þetta flóknara. Formenn tveggja vinstriflokka, sósalistinn Pedro Sanchez og Pablo Iglesías formaður Við getum, hafa frá því snemmsumars verið að máta málefnin sem fram að því voru jafn lík og lauf á sama tré. Þeir höfðu meira að segja skrifað undir plagg til að bindast tryggðarböndum þegar engin þörf var á. Hins vegar, nú þegar mikið liggur við, ná þeir engan veginn saman. Sósíalistinn sagðist meira að segja ekki geta sofið ef hann vissi af fyrrverandi vinum sínum á ráðherrastólum. Því eru öll sund lokuð og Spánverjar standa frammi fyrir kosningum sem eru að festast í sessi sem árlegur viðburður. Annar eins viðsnúningur hefur ekki sést hér syðra en ég kannast við hann af skemmtanalífinu í Reykjavík. Þar sá ég eitt sinn góðan vin minn á skemmtistað og var hann með föngulega konu í fanginu og fannst mér þá sem það hlyti að vera gaman að vera hann. Þegar út var komið kveikti hann sér í sígarettu en það hugnaðist frúnni ekki. Spurði hún mig þá hvort ég reykti. Svaraði ég neitandi og féll hún þá þegar heitfeng í fang mitt. Ég fór reyndar einn heim það kvöld en ég hef aldrei átt í neinum vanda með að skilja spænsk stjórnmál síðan þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Á Íslandi er þetta auðvelt. Menn og konur semja hægri-vinstri og mynda stjórn. Farið er í sjóferð út í Viðey og svo landað stjórnarsamstarfi, eða Þingvallaferð og svo allt innsiglað með kossi eða wild boys partí í sumarbústað og svo game on. Hér á Spáni er þetta flóknara. Formenn tveggja vinstriflokka, sósalistinn Pedro Sanchez og Pablo Iglesías formaður Við getum, hafa frá því snemmsumars verið að máta málefnin sem fram að því voru jafn lík og lauf á sama tré. Þeir höfðu meira að segja skrifað undir plagg til að bindast tryggðarböndum þegar engin þörf var á. Hins vegar, nú þegar mikið liggur við, ná þeir engan veginn saman. Sósíalistinn sagðist meira að segja ekki geta sofið ef hann vissi af fyrrverandi vinum sínum á ráðherrastólum. Því eru öll sund lokuð og Spánverjar standa frammi fyrir kosningum sem eru að festast í sessi sem árlegur viðburður. Annar eins viðsnúningur hefur ekki sést hér syðra en ég kannast við hann af skemmtanalífinu í Reykjavík. Þar sá ég eitt sinn góðan vin minn á skemmtistað og var hann með föngulega konu í fanginu og fannst mér þá sem það hlyti að vera gaman að vera hann. Þegar út var komið kveikti hann sér í sígarettu en það hugnaðist frúnni ekki. Spurði hún mig þá hvort ég reykti. Svaraði ég neitandi og féll hún þá þegar heitfeng í fang mitt. Ég fór reyndar einn heim það kvöld en ég hef aldrei átt í neinum vanda með að skilja spænsk stjórnmál síðan þá.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun