Eiríkur hæfastur í Landsrétt Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2019 13:55 Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild HÍ, var einn fjögurra sem Sigríður Á. Andersen tók af lista dómnefndar. VÍSIR/EYÞÓR Eiríkur Jónsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er hæfasti umsækjandinn um stöðu Landréttardómara, að mati hæfnisnefndar. Þetta herma heimildir Kjarnans. Eiríkur var jafnframt á meðal 15 hæfustu umsækjendanna sem sóttu um dómarastöðu áður en Landsréttur tók til starfa. Hann var hins vegar í hópi þeirra fjögurra umsækjenda sem þáverandi dómsmálaráðherra skipti út. Umrædd dómarastaða, sem Eiríkur þykir hæfastur til að gegna, losnaði þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ákvað í maí að segja starfi sínu lausu og setjast í helgan stein. Alls sóttu átta einstaklingar um stöðu hans, þeirra á meðal voru þrjú af þeim fjórum sem dómsmálaráðherrann, Sigríður Á. Andersen, tók af lista hæfnisnefndar í aðdraganda þess að millidómstigið tók til starfa, ákvörðun sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Sigríður sagði af sér eftir að Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hefði ekki verið í samræmi við lög. Ráðherra hefði hundsað reglur og var dómurinn afdráttarlaus: Aðgerð hennar var sagt svívirðileg brot á reglum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, úr ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, tók við ráðuneyti Sigríðar.Sjá einnig: Eiríkur krefur íslenska ríkið um bætur Það var þó Alþingi sem samþykkti tillögur Sigríðar um 15 dómara við Landrétt, eftir að fjórar breytingar höfðu verið gerðar á tillögu hæfnisnefndar. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, fyrrnefndur Eiríkur Jónsson, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Athygli vakti fall Eiríks sem var metinn sjöundi hæfastur af dómnefndinni en hlaut ekki náð fyrir augum ráðherra. Þá vekur ris Jóns Finnbjörnssonar úr 30. sæti, því fjórða neðsta að mati dómnefndar, í dómarasæti athygli vegna tengsla hans við ráðherra. Sömuleiðis innkoma Arnfríðar Einarsdóttur sem er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29 Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05 Vilhjálmur eldri segir starfi sínu lausu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september 2019. 3. maí 2019 12:03 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Eiríkur Jónsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er hæfasti umsækjandinn um stöðu Landréttardómara, að mati hæfnisnefndar. Þetta herma heimildir Kjarnans. Eiríkur var jafnframt á meðal 15 hæfustu umsækjendanna sem sóttu um dómarastöðu áður en Landsréttur tók til starfa. Hann var hins vegar í hópi þeirra fjögurra umsækjenda sem þáverandi dómsmálaráðherra skipti út. Umrædd dómarastaða, sem Eiríkur þykir hæfastur til að gegna, losnaði þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ákvað í maí að segja starfi sínu lausu og setjast í helgan stein. Alls sóttu átta einstaklingar um stöðu hans, þeirra á meðal voru þrjú af þeim fjórum sem dómsmálaráðherrann, Sigríður Á. Andersen, tók af lista hæfnisnefndar í aðdraganda þess að millidómstigið tók til starfa, ákvörðun sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Sigríður sagði af sér eftir að Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hefði ekki verið í samræmi við lög. Ráðherra hefði hundsað reglur og var dómurinn afdráttarlaus: Aðgerð hennar var sagt svívirðileg brot á reglum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, úr ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, tók við ráðuneyti Sigríðar.Sjá einnig: Eiríkur krefur íslenska ríkið um bætur Það var þó Alþingi sem samþykkti tillögur Sigríðar um 15 dómara við Landrétt, eftir að fjórar breytingar höfðu verið gerðar á tillögu hæfnisnefndar. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, fyrrnefndur Eiríkur Jónsson, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Athygli vakti fall Eiríks sem var metinn sjöundi hæfastur af dómnefndinni en hlaut ekki náð fyrir augum ráðherra. Þá vekur ris Jóns Finnbjörnssonar úr 30. sæti, því fjórða neðsta að mati dómnefndar, í dómarasæti athygli vegna tengsla hans við ráðherra. Sömuleiðis innkoma Arnfríðar Einarsdóttur sem er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29 Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05 Vilhjálmur eldri segir starfi sínu lausu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september 2019. 3. maí 2019 12:03 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29
Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05
Vilhjálmur eldri segir starfi sínu lausu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september 2019. 3. maí 2019 12:03