Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 11:56 Mueller þegar hann mætti í þinghúsið nú í morgun. AP/Susan Walsh Fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins svarar í fyrsta skipti spurningum bandarískra þingmanna um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og tilraunum hans til að hindra framgang réttvísinnar í dag. Hægt er að fylgjast með vitnisburði Roberts Mueller í beinni útsendingu á Vísi. Vitnisburður Mueller hjá dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hóst klukkan 12:30 að íslenskum tíma. Hann kemur fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Í upphafsávarpi sínu sagði Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós „umfangsmiklar og kerfisbundnar“ tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og ekki hafi verið sýnt fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump. Ransóknin á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið „einstaklega mikilvæg“. „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið,“ sagði Mueller. Spurður að því hvort hægt væri að ákæra Trump þegar hann léti af embætti svaraði Mueller því játandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Mueller hefur þurft að svara spurningum um rannsóknina. Hann hefur aðeins tjáð sig einu sinni áður opinberlega um niðurstöður hennar. Það gerði hann á blaðamannafundi 29. maí þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi ekki þurfa bera vitni fyrir þingnefnd og vísaði til skýrslunnar sem vitnisburðar síns. Mueller hefur að minnsta kosti í tvígang ítrekað þann skilning sinn að þó að álit dómsmálaráðuneytisins þýddi að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta þá væri hægt að sækja hann til saka eftir að hann lætur af embætti. Demókratar hafa fram að þessu reynt að fá Mueller til að staðfesta skilning sinn á hlutum skýrslunnar um hindrun framgang rannsóknarinnar. Repúblikanar hafa aftur á móti reynt að kasta rýrð á trúverðugleika Mueller og rannsóknarinnar. Mueller hefur á móti nær algerlega haldið sig við að vísa til þess sem stendur í skýrslu hans, staðfest atriði sem koma fram í henni eða sagst ekki geta tjáð sig um einstök atriði. Niðurstaða skýrslu Mueller var að ekki væri sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Lagalegt álit dómsmálaráðuneytisins segði að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta og því hefði það ekki komið til skoðunar. Lýsti Mueller í staðinn ellefu atriðum sem gætu túlkast sem lögbrot forsetans. Alls ákærði Mueller 26 manns og nokkur fyrirtæki í tengslum við rannsóknina. Þar á meðal voru fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri hans og aðstoðarkosningastjóri, fyrrverandi utanríkisráðgjafi auk Rússa sem voru sakaðir um að standa fyrir samfélagsmiðlaherferð til að hafa áhrif á bandaríska kjósendur í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins svarar í fyrsta skipti spurningum bandarískra þingmanna um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og tilraunum hans til að hindra framgang réttvísinnar í dag. Hægt er að fylgjast með vitnisburði Roberts Mueller í beinni útsendingu á Vísi. Vitnisburður Mueller hjá dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hóst klukkan 12:30 að íslenskum tíma. Hann kemur fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Í upphafsávarpi sínu sagði Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós „umfangsmiklar og kerfisbundnar“ tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og ekki hafi verið sýnt fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump. Ransóknin á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið „einstaklega mikilvæg“. „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið,“ sagði Mueller. Spurður að því hvort hægt væri að ákæra Trump þegar hann léti af embætti svaraði Mueller því játandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Mueller hefur þurft að svara spurningum um rannsóknina. Hann hefur aðeins tjáð sig einu sinni áður opinberlega um niðurstöður hennar. Það gerði hann á blaðamannafundi 29. maí þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi ekki þurfa bera vitni fyrir þingnefnd og vísaði til skýrslunnar sem vitnisburðar síns. Mueller hefur að minnsta kosti í tvígang ítrekað þann skilning sinn að þó að álit dómsmálaráðuneytisins þýddi að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta þá væri hægt að sækja hann til saka eftir að hann lætur af embætti. Demókratar hafa fram að þessu reynt að fá Mueller til að staðfesta skilning sinn á hlutum skýrslunnar um hindrun framgang rannsóknarinnar. Repúblikanar hafa aftur á móti reynt að kasta rýrð á trúverðugleika Mueller og rannsóknarinnar. Mueller hefur á móti nær algerlega haldið sig við að vísa til þess sem stendur í skýrslu hans, staðfest atriði sem koma fram í henni eða sagst ekki geta tjáð sig um einstök atriði. Niðurstaða skýrslu Mueller var að ekki væri sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Lagalegt álit dómsmálaráðuneytisins segði að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta og því hefði það ekki komið til skoðunar. Lýsti Mueller í staðinn ellefu atriðum sem gætu túlkast sem lögbrot forsetans. Alls ákærði Mueller 26 manns og nokkur fyrirtæki í tengslum við rannsóknina. Þar á meðal voru fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri hans og aðstoðarkosningastjóri, fyrrverandi utanríkisráðgjafi auk Rússa sem voru sakaðir um að standa fyrir samfélagsmiðlaherferð til að hafa áhrif á bandaríska kjósendur í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23