Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 09:23 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. Vísir/getty ITV hefur nú staðfest að frá og með árinu 2020 verði tvær þáttaraðir á ári af stefnumótaþættinum Love Island sem hefur notið talsverðra vinsælda hjá ungu kynslóðinni. Þátturinn er vinsælasta sjónvarpsefnið hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröð Love Island sló áhorfsmet. „Eftir metár er gaman að geta tilkynnt um aðra þáttaröð til viðbótar árið 2020,“ sagði Paul Mortimer yfirmaður nýmiðla hjá ITV. „Love Island hefur enn á ný sannað að þátturinn er hin fullkomin formúla sem laðar að unga áhorfendur,“ segir Mortimer. Á næsta ári fara tökur á Love Island fram í glæsihýsi í Suður-Afríku.Tveir svipt sig lífi eftir Love Island Þrátt fyrir að raunveruleikaþátturinn hafi notið vinsælda hefur hann einnig verið harðlega gagnrýndur og áhorfendur látið í ljós áhyggjur sínar af sálarlífi þátttakenda og illri meðferð á þeim. Sophie Gradon svipti sig lífi ári eftir að hún tók þátt í Love Island og síðastliðinn mars svipti annar fyrrverandi þátttakandi sig lífi, knattspyrnumaðurinn Mike Thalassitis.Bjóða upp á sálfræðimeðferð að tökum loknum Carolyn McCall, framkvæmdastjóri ITV, var spurð hvort ekki væri ástæða til að hætta með þættina í ljósi þessa. Sjónvarpsstöðinni þætti greinilega ástæða til að bjóða þátttakendum Love Island sálfræðimeðferð að tökum loknum. „Við bjóðum upp á það vegna þess að okkur finnst það mikilvægt. Þú yfirgefur glæsihýsið eftir átta vikur – eftir að hafa lifað allt öðruvísi lífi og ert núna að taka þátt í alvöru heiminum,“ segir McCall sem þvertekur fyrir illa meðferð á þátttakendum. „Það getur reynst mörgum afar erfitt að aðlaga sig að hinum raunverulega heimi og það er þess vegna sem við bjóðum upp á sálfræðimeðferð.“Sannfærð um samfélagslegt gildi þáttanna McCall segist sjálf horfa á þáttinn á hverju kvöldi og er sannfærð um samfélagslegt gildi Love Island.„Málið með Love Island er að þetta er stefnumótaþáttur. Það veitir manni gleði að horfa á hann en hann sýnir líka hversdagslegar hæstu hæðir og lægstu lægðir hvers sambands,“ sagði McCall. „Þau [þátttakendurnir] eru líka vingjarnleg, veita hvert öðru stuðning og ræða sín á milli um málefni sem margt fólk kann að meta því þetta eru málefni sem varða hversdagsleikann í nútímaástarsamböndum.“ View this post on InstagramThanks for the fun challenge, lads! #LoveIsland A post shared by Love Island (@loveisland) on Jul 11, 2019 at 1:49pm PDT Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Love Island-stjarna og kærasti hennar létust með nokkurra vikna millibili Armstrong lést á þriðjudag en Gradon lést þann 20. júní síðastliðinn. 11. júlí 2018 11:29 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
ITV hefur nú staðfest að frá og með árinu 2020 verði tvær þáttaraðir á ári af stefnumótaþættinum Love Island sem hefur notið talsverðra vinsælda hjá ungu kynslóðinni. Þátturinn er vinsælasta sjónvarpsefnið hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröð Love Island sló áhorfsmet. „Eftir metár er gaman að geta tilkynnt um aðra þáttaröð til viðbótar árið 2020,“ sagði Paul Mortimer yfirmaður nýmiðla hjá ITV. „Love Island hefur enn á ný sannað að þátturinn er hin fullkomin formúla sem laðar að unga áhorfendur,“ segir Mortimer. Á næsta ári fara tökur á Love Island fram í glæsihýsi í Suður-Afríku.Tveir svipt sig lífi eftir Love Island Þrátt fyrir að raunveruleikaþátturinn hafi notið vinsælda hefur hann einnig verið harðlega gagnrýndur og áhorfendur látið í ljós áhyggjur sínar af sálarlífi þátttakenda og illri meðferð á þeim. Sophie Gradon svipti sig lífi ári eftir að hún tók þátt í Love Island og síðastliðinn mars svipti annar fyrrverandi þátttakandi sig lífi, knattspyrnumaðurinn Mike Thalassitis.Bjóða upp á sálfræðimeðferð að tökum loknum Carolyn McCall, framkvæmdastjóri ITV, var spurð hvort ekki væri ástæða til að hætta með þættina í ljósi þessa. Sjónvarpsstöðinni þætti greinilega ástæða til að bjóða þátttakendum Love Island sálfræðimeðferð að tökum loknum. „Við bjóðum upp á það vegna þess að okkur finnst það mikilvægt. Þú yfirgefur glæsihýsið eftir átta vikur – eftir að hafa lifað allt öðruvísi lífi og ert núna að taka þátt í alvöru heiminum,“ segir McCall sem þvertekur fyrir illa meðferð á þátttakendum. „Það getur reynst mörgum afar erfitt að aðlaga sig að hinum raunverulega heimi og það er þess vegna sem við bjóðum upp á sálfræðimeðferð.“Sannfærð um samfélagslegt gildi þáttanna McCall segist sjálf horfa á þáttinn á hverju kvöldi og er sannfærð um samfélagslegt gildi Love Island.„Málið með Love Island er að þetta er stefnumótaþáttur. Það veitir manni gleði að horfa á hann en hann sýnir líka hversdagslegar hæstu hæðir og lægstu lægðir hvers sambands,“ sagði McCall. „Þau [þátttakendurnir] eru líka vingjarnleg, veita hvert öðru stuðning og ræða sín á milli um málefni sem margt fólk kann að meta því þetta eru málefni sem varða hversdagsleikann í nútímaástarsamböndum.“ View this post on InstagramThanks for the fun challenge, lads! #LoveIsland A post shared by Love Island (@loveisland) on Jul 11, 2019 at 1:49pm PDT
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Love Island-stjarna og kærasti hennar létust með nokkurra vikna millibili Armstrong lést á þriðjudag en Gradon lést þann 20. júní síðastliðinn. 11. júlí 2018 11:29 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21
Love Island-stjarna og kærasti hennar létust með nokkurra vikna millibili Armstrong lést á þriðjudag en Gradon lést þann 20. júní síðastliðinn. 11. júlí 2018 11:29