Froskar í suðupotti! Elliði Vignisson skrifar 24. júlí 2019 08:00 Dæmisagan um hvernig best sé að sjóða frosk lifandi er á þann veg að það sé röng leið að setja hann beint í sjóðandi vatn. Þá skynji hann hættuna og hoppi upp úr. Sé hann hins vegar settur í volgt vatn og hitastig þess svo hækkað hægt og rólega upp í suðumark, þá liggi hann rólegur allt þar til að hann er í senn dauður og mauksoðinn. Stundum velti ég því fyrir mér hvort aðildin að EES-samningnum sé í raun hið ylvolga vatn sem endar við suðumark aðildar að ESB. Sá hluti EES-samningsins sem snýr að aðlögun að ESB er að verða meira áberandi eftir því sem tímanum fram vindur. Geta þingmanna til að stjórna í sínu landi sé að verða frekar táknræn en raunveruleg. Alþingi sé stimpilstofnun á tilskipanir. Þetta sést ekki hvað síst í umræðu um hinn blessaða Orkupakka 3. Þar, og víðar, birtist það sem ætíð lá í augum uppi, að EES-samningurinn er hreinlega undirbúningur að inngöngu í ESB. Hugsaður þannig af ESB, hannaður þannig af sambandinu og undirritaður af fulltrúum okkar. Um þetta þarf í raun ekki að efast. Á vefsíðu ESB segir að samningurinn sé: „…?hannaður sem eins konar biðstofa fyrir hlutlaus EFTA-ríki“ („Designed as a sort of waiting-room for the neutral EFTA states?…“). ESB skilgreinir samninginn enda ekki sem viðskiptasamning heldur „association agreement“. Eðlileg þýðing á því orði væri „sambandssamningur“ en utanríkisráðuneytið þýðir það af einhverjum ástæðum sem „samstarfssamning“. Það er auðvelt að bera virðingu fyrir afstöðu þeirra sem ganga vilja í ESB. Fyrir því eru mörg sterk rök. Það er ekki síður auðvelt að virða gagnstæða afstöðu enda liggja ekki síður sterk rök þar að baki. Það sem ekki er hægt að þola er hins vegar að storma þjóðinni í fang yfirþjóðlegs valds á fölskum forsendum. Íslendingar eru ekki froskar í suðupotti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Elliði Vignisson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Dæmisagan um hvernig best sé að sjóða frosk lifandi er á þann veg að það sé röng leið að setja hann beint í sjóðandi vatn. Þá skynji hann hættuna og hoppi upp úr. Sé hann hins vegar settur í volgt vatn og hitastig þess svo hækkað hægt og rólega upp í suðumark, þá liggi hann rólegur allt þar til að hann er í senn dauður og mauksoðinn. Stundum velti ég því fyrir mér hvort aðildin að EES-samningnum sé í raun hið ylvolga vatn sem endar við suðumark aðildar að ESB. Sá hluti EES-samningsins sem snýr að aðlögun að ESB er að verða meira áberandi eftir því sem tímanum fram vindur. Geta þingmanna til að stjórna í sínu landi sé að verða frekar táknræn en raunveruleg. Alþingi sé stimpilstofnun á tilskipanir. Þetta sést ekki hvað síst í umræðu um hinn blessaða Orkupakka 3. Þar, og víðar, birtist það sem ætíð lá í augum uppi, að EES-samningurinn er hreinlega undirbúningur að inngöngu í ESB. Hugsaður þannig af ESB, hannaður þannig af sambandinu og undirritaður af fulltrúum okkar. Um þetta þarf í raun ekki að efast. Á vefsíðu ESB segir að samningurinn sé: „…?hannaður sem eins konar biðstofa fyrir hlutlaus EFTA-ríki“ („Designed as a sort of waiting-room for the neutral EFTA states?…“). ESB skilgreinir samninginn enda ekki sem viðskiptasamning heldur „association agreement“. Eðlileg þýðing á því orði væri „sambandssamningur“ en utanríkisráðuneytið þýðir það af einhverjum ástæðum sem „samstarfssamning“. Það er auðvelt að bera virðingu fyrir afstöðu þeirra sem ganga vilja í ESB. Fyrir því eru mörg sterk rök. Það er ekki síður auðvelt að virða gagnstæða afstöðu enda liggja ekki síður sterk rök þar að baki. Það sem ekki er hægt að þola er hins vegar að storma þjóðinni í fang yfirþjóðlegs valds á fölskum forsendum. Íslendingar eru ekki froskar í suðupotti.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun