Erlent

Þrír unglingspiltar ákærðir fyrir hryðjuverk

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Ólöglegir innflytjendur á Möltu. Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Ólöglegir innflytjendur á Möltu. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Getty/Marco Di Lauro
Þrír unglingspiltar, sem allir eru á flótta, hafa verið ákærðir af maltverskum yfirvöldum eftir að hafa tekið olíuskip á „sitt vald“, sem er skilgreint sem hryðjuverk samkvæmt Maltverskum lögum.

Tveir drengjanna eru frá Gíneu en þriðji frá Fílabeinsströndinni. Annar gínesku drengjanna er 19 ára gamall en hinir tveir 15 og 16 ára. Aðeins hefur nafn þessa 19 ára verið birt, en hann heitir Abdalla Bari. Allir þrír hafa neitað sök en verði þeir sakfelldir geta þeir átt yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisvist.

Á olíuskipinu, Elhiblu 1, voru meira en 100 flóttamenn þegar ránið á að hafa átt sér stað, en allir þeir sem voru um borð hafa verið settir í varðhald. Flóttafólkinu, sem var um borð, var bjargað af skipverjum en valdarán á að hafa átt sér stað á skipinu á miðvikudag, þegar flóttafólkinu var téð að siglt yrði aftur til Líbíu þar sem þau þyrftu að fara frá borði. Piltarnir þrír eiga þá að hafa látið skipstjórann snúa skipinu við í áttina að Möltu.

Forsætisráðherra Möltu, Joseph Muscat, hefur sagt að öllum alþjóðlegum reglum verði fylgt í rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×