Erlent

Rýma þorp vegna mannskæðra flóða í Íran

Kjartan Kjartansson skrifar
Bæjarhluti á kafi í Golestan-héraði í Íran. Skyndiflóð hafa valdið dauða tuga manna undanfarna daga.
Bæjarhluti á kafi í Golestan-héraði í Íran. Skyndiflóð hafa valdið dauða tuga manna undanfarna daga. Vísir/EPA
Að minnsta kosti 45 manns hafa farist af völdum flóða í suðvesturhluta Írans í vikunni. Yfirvöld vinna nú að því að rýma þorp þar sem enn er flóðahætta þar sem enn er spáð úrhellisrigningu. Búist er við skemmdum á þorpum og bújörðum nærri ám á svæðinu.

Rigningarnar í Íran í vikunni eru þær mestu sem mælst hafa í landinu í að minnsta kosti áratug, að sögn írönsku ríkisfréttastofunnar IRNA. Enn sér ekki fyrir endann á þeim því stormi er spáð í landinu vestan- og suðvestanverðu næstu daga.

Að minnsta kosti ellefu þor nærri ánum Dez og Karkheh í Khuzestan-héraði verða rýmd á meðan yfirvöld hleypa vatni úr tveimur stórum uppistöðulónum þar sem vatnsstaðan hefur hækkað verulega.

Reuters-fréttastofan hefur eftir írönsku ríkissjónvarpsstöðinni að búist sé við því að um þrír milljarðar rúmmetra vatns renni í uppistöðulón við stíflur í Khuzestan vegna rigningarinnar. Hleypa þurfi um 1,8 milljörðum rúmmetra úr lónunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×