Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. mars 2019 07:00 Hundruð misstu vinnuna þegar WOW air flaug í þrot og munu leita í Ábyrgðasjóðinn. Fréttablaðið/Ernir Staða Ábyrgðasjóðs launa er góð eftir góðæri síðustu ára að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar en gjaldþrot WOW air gæti fljótt snúið þeirri góðu stöðu við. Línur Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær eftir tíðindi fimmtudagsins af WOW air. Í gær var stofnunin einnig með opið hús fyrir þá sem misstu vinnuna í vikunni. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur aldrei í sögunni eins fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma. Strax í gær tilkynntu þessu til viðbótar mörg fyrirtæki að þau hefðu þurft að grípa til hópuppsagna þar sem tugir einstaklinga hafa misst vinnuna til viðbótar. Ábyrgðasjóður launa ábyrgist hins vegar greiðslu vinnulaunakröfu launþega og kröfu lífeyrissjóðs vegna lífeyrisiðgjalda á hendur vinnuveitanda við gjaldþrotaskipti. Árið 2016 námu heildarlaunagreiðslur úr sjóðnum 482 milljónum, 605 milljónum 2017 en tölur síðasta árs liggja ekki fyrir. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar sem fer með Ábyrgðasjóð launa, segir ákveðna útreikninga hafa verið gerða vegna stöðunnar sem upp kom á fimmtudaginn en þeir séu með öllum fyrirvörum, enda sé mjög erfitt að segja til um hversu mikið þurfi til að dekka höggið nú. Ef í ljós kemur að bitinn reynist of stór þá verði leitað eftir viðbótarframlagi frá ríkissjóði. „Stærsti óvissuþátturinn er lífeyrisiðgjöldin því það er ekkert hámark á þeim og þau miðast við raunlaun einstaklinga. Það er mesti óvissuþátturinn og stærsti útgjaldaliðurinn í þessum sjóði.“ Unnur segir aðspurð að staða sjóðsins sé þó góð. „Staðan á Ábyrgðasjóðnum er ljómandi góð því það hefur auðvitað verið góðæri og safnast í hann undanfarin ár. En það gæti verið fljótt að fara núna, ég ætla ekki að draga fjöður yfir það.“ Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, tilkynnti í gær að Vinnumálastofnun yrði veitt 80 milljóna viðbótarframlag til að mæta auknum verkefnum vegna falls WOW. Verja á 65 milljónum króna til að styrkja þjónustuver stofnunarinnar í Reykjavík og 15 milljónum til að styrkja þjónustuskrifstofuna í Reykjanesbæ. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Staða Ábyrgðasjóðs launa er góð eftir góðæri síðustu ára að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar en gjaldþrot WOW air gæti fljótt snúið þeirri góðu stöðu við. Línur Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær eftir tíðindi fimmtudagsins af WOW air. Í gær var stofnunin einnig með opið hús fyrir þá sem misstu vinnuna í vikunni. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur aldrei í sögunni eins fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma. Strax í gær tilkynntu þessu til viðbótar mörg fyrirtæki að þau hefðu þurft að grípa til hópuppsagna þar sem tugir einstaklinga hafa misst vinnuna til viðbótar. Ábyrgðasjóður launa ábyrgist hins vegar greiðslu vinnulaunakröfu launþega og kröfu lífeyrissjóðs vegna lífeyrisiðgjalda á hendur vinnuveitanda við gjaldþrotaskipti. Árið 2016 námu heildarlaunagreiðslur úr sjóðnum 482 milljónum, 605 milljónum 2017 en tölur síðasta árs liggja ekki fyrir. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar sem fer með Ábyrgðasjóð launa, segir ákveðna útreikninga hafa verið gerða vegna stöðunnar sem upp kom á fimmtudaginn en þeir séu með öllum fyrirvörum, enda sé mjög erfitt að segja til um hversu mikið þurfi til að dekka höggið nú. Ef í ljós kemur að bitinn reynist of stór þá verði leitað eftir viðbótarframlagi frá ríkissjóði. „Stærsti óvissuþátturinn er lífeyrisiðgjöldin því það er ekkert hámark á þeim og þau miðast við raunlaun einstaklinga. Það er mesti óvissuþátturinn og stærsti útgjaldaliðurinn í þessum sjóði.“ Unnur segir aðspurð að staða sjóðsins sé þó góð. „Staðan á Ábyrgðasjóðnum er ljómandi góð því það hefur auðvitað verið góðæri og safnast í hann undanfarin ár. En það gæti verið fljótt að fara núna, ég ætla ekki að draga fjöður yfir það.“ Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, tilkynnti í gær að Vinnumálastofnun yrði veitt 80 milljóna viðbótarframlag til að mæta auknum verkefnum vegna falls WOW. Verja á 65 milljónum króna til að styrkja þjónustuver stofnunarinnar í Reykjavík og 15 milljónum til að styrkja þjónustuskrifstofuna í Reykjanesbæ.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira