Talsmaður Ólafs segir ákvörðun MDE vera viðurkenning á alvarlegum athugasemdum við málsmeðferð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2019 12:55 Talsmaður Ólafs segir að málið sé mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild. Fréttablaðið/Vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka fyrir kæru Ólafs Ólafssonar, fjárfestis sem var einn af aðaleigendum Kaupþings, vegna fjármálaumsvifa tveggja hæstaréttardómara, þeirra Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta dómsins og Árna Kolbeinssonar í aðdraganda hrunsins.Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, greindi frá þessu í morgun. Blaðið hefur undir höndum bréf frá MDE til íslenska ríkisins þar sem lagðar eru fyrir þrjár spurningar um meðferð málsins og óskað eftir því að málsaðilar nái sáttum í málinu sem gætu þá meðal annars grundvallast á skaða – og miskabótum vegna dóms í svonefndu Al-Thani máli fyrir 2. Desember. Nái málsaðilar ekki sáttum mun dómurinn taka málið til efnislegrar meðferðar. Sjá nánar: Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Ekki náðist í Ólaf Ólafsson við gerð fréttarinnar en talsmaður hans Björgvin Guðmundsson, meðeigandi KOM, segir ákvörðun MDE sýna að tilefni sé til að taka málið fyrir. „Þótt í því felist í sjálfu sér engin afstaða réttarins til málsins á þessu stigi er það ákveðin viðurkenning á þeim alvarlegu athugasemdum sem Ólafur setur fram í kærunni og sýna fram á fjárhagslega hagsmuni dómara í málum sem þeir dæmdu í,“ segir Björgvin. Krafa Ólafs, sem og allra annarra landsmanna, sé að vera dæmdur af óvilhöllum dómstólum. „Þar sem ekki er tilefni til að efast um hæfi dómara eins og í umræddu máli.“ Björgvin segir mál Ólafs vera mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild sinni. „Þar sem almenningur þarf að geta treyst því að dómarar gæti að hæfi sínu og að hlutleysi dómsins sé tryggt.“ Dómstólar Hrunið Tengdar fréttir Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00 Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka fyrir kæru Ólafs Ólafssonar, fjárfestis sem var einn af aðaleigendum Kaupþings, vegna fjármálaumsvifa tveggja hæstaréttardómara, þeirra Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta dómsins og Árna Kolbeinssonar í aðdraganda hrunsins.Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, greindi frá þessu í morgun. Blaðið hefur undir höndum bréf frá MDE til íslenska ríkisins þar sem lagðar eru fyrir þrjár spurningar um meðferð málsins og óskað eftir því að málsaðilar nái sáttum í málinu sem gætu þá meðal annars grundvallast á skaða – og miskabótum vegna dóms í svonefndu Al-Thani máli fyrir 2. Desember. Nái málsaðilar ekki sáttum mun dómurinn taka málið til efnislegrar meðferðar. Sjá nánar: Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Ekki náðist í Ólaf Ólafsson við gerð fréttarinnar en talsmaður hans Björgvin Guðmundsson, meðeigandi KOM, segir ákvörðun MDE sýna að tilefni sé til að taka málið fyrir. „Þótt í því felist í sjálfu sér engin afstaða réttarins til málsins á þessu stigi er það ákveðin viðurkenning á þeim alvarlegu athugasemdum sem Ólafur setur fram í kærunni og sýna fram á fjárhagslega hagsmuni dómara í málum sem þeir dæmdu í,“ segir Björgvin. Krafa Ólafs, sem og allra annarra landsmanna, sé að vera dæmdur af óvilhöllum dómstólum. „Þar sem ekki er tilefni til að efast um hæfi dómara eins og í umræddu máli.“ Björgvin segir mál Ólafs vera mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild sinni. „Þar sem almenningur þarf að geta treyst því að dómarar gæti að hæfi sínu og að hlutleysi dómsins sé tryggt.“
Dómstólar Hrunið Tengdar fréttir Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00 Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00
Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30
Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45
Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00