Viðskipti innlent

Kjartan bætir við sig í Arnarlaxi

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax.
Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax.
Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, hefur aukið við hlut sinn í laxeldinu. Hlutur Gyðu, fjárfestingafélags hans, jókst úr 2,4 prósentum í 4,8 prósent.

Þetta má lesa úr nýjum hluthafalista, sem er sá fyrsti sem birtist eftir að norski laxeldisrisinn SalMar eignaðist meirihluta í Arnarlaxi með kaupum á bréfum TM og Fiskisunds. SalMar á 59 ­prósenta hlut í Arnarlaxi, samkvæmt hluthafalistanum.

Fjárfesting TM í Arnarlaxi skilaði tryggingafélaginu árlegri ávöxtun upp á ríflega fimmtíu prósent, að því er fram í kom í fjárfestakynningu.

Á sama tíma seldi Fiskisund, sem er í eigu Einars Arnar Ólafssonar, Höllu Sigrúnar Hjartardóttur og Kára Þórs Guðjónssonar, 8,4 prósenta hlut fyrir 1,7 milljarða króna.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×