Þessar tölur miðast við nýskráningu nemenda haustið 2011 en þá voru 2.405 nýnemar skráðir í háskóla á Íslandi. Til nýnema teljast þeir sem skráðir eru í þriggja ára nám til Bachelorgráðu í fyrsta skipti og eru þeir allir íslenskir ríkisborgarar sem skráðir eru í fullt nám, eða 75% þeirra eininga eða meira sem telst fullt nám.

Þá höfðu 67,2% þeirra sem hófu nám haustið 2011 brautskráðst sex árum eftir innritun.
Þá höfðu 18,3% þeirra sem hófu nám haustið 2011 hætt námi á fyrsta námsári og 0,4% skipt yfir í annað háskólanám.