Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2019 21:09 Donald Trump vill sjá múrinn á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verða að veruleika. Getty/Alex Wong Demókratar segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi slegið í borðið og stormað út af fundi þar sem verið var að ræða fjárlagadeiluna í Bandaríkjunum í kvöld. Trump var þar að funda með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi, þeim Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Trump sagði frá því á Twitter að fundurinn hafi verið tímasóun. Sagðist hann hafa yfirgefið fundinn eftir að Pelosi hafi hafnað því að styðja við fjárveitingar til byggingar múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Ég sagði bless, bless. Ekkert annað virkar!“ sagði Trump.Just left a meeting with Chuck and Nancy, a total waste of time. I asked what is going to happen in 30 days if I quickly open things up, are you going to approve Border Security which includes a Wall or Steel Barrier? Nancy said, NO. I said bye-bye, nothing else works!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2019 Fjölda alríkisstofnana hafa verið lokaðar frá 22. desember, eða í nítján daga, vegna deilna Trump og Bandaríkjaþings um fjárveitingar til múrsins. Hundruð þúsunda opinberra alríkisstarfsmanna munu ekki fá greidd laun vegna deilunnar.5,7 milljarðar dala Trump hefur hótað því að lýsa yfir neyðarástandi vegna „krísunnar“ á landamærunum. Þannig gæti forsetinn sniðgengið þingið í þeim tilgangi að halda vinnu áfram við að reisa múr á landamærunum. Forsetinn segir að Bandaríkjunum stafi mikil ógn af þeim innflytjendum sem reyna að komast inn í landið. Trump hefur farið fram á að Bandaríkjaþing veiti 5,7 milljarða dollara til byggingar múrsins. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15 Trump lýsti ekki yfir neyðarástandi í sjónvarpsávarpi sínu Bandaríkjaforseti lýsti fólki sem kemur ólöglega yfir suðurlandamærin sem morðingjum og nauðgurum í fyrsta sjónvarpsávarpi sínu í nótt. 9. janúar 2019 07:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Demókratar segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi slegið í borðið og stormað út af fundi þar sem verið var að ræða fjárlagadeiluna í Bandaríkjunum í kvöld. Trump var þar að funda með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi, þeim Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Trump sagði frá því á Twitter að fundurinn hafi verið tímasóun. Sagðist hann hafa yfirgefið fundinn eftir að Pelosi hafi hafnað því að styðja við fjárveitingar til byggingar múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Ég sagði bless, bless. Ekkert annað virkar!“ sagði Trump.Just left a meeting with Chuck and Nancy, a total waste of time. I asked what is going to happen in 30 days if I quickly open things up, are you going to approve Border Security which includes a Wall or Steel Barrier? Nancy said, NO. I said bye-bye, nothing else works!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2019 Fjölda alríkisstofnana hafa verið lokaðar frá 22. desember, eða í nítján daga, vegna deilna Trump og Bandaríkjaþings um fjárveitingar til múrsins. Hundruð þúsunda opinberra alríkisstarfsmanna munu ekki fá greidd laun vegna deilunnar.5,7 milljarðar dala Trump hefur hótað því að lýsa yfir neyðarástandi vegna „krísunnar“ á landamærunum. Þannig gæti forsetinn sniðgengið þingið í þeim tilgangi að halda vinnu áfram við að reisa múr á landamærunum. Forsetinn segir að Bandaríkjunum stafi mikil ógn af þeim innflytjendum sem reyna að komast inn í landið. Trump hefur farið fram á að Bandaríkjaþing veiti 5,7 milljarða dollara til byggingar múrsins.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15 Trump lýsti ekki yfir neyðarástandi í sjónvarpsávarpi sínu Bandaríkjaforseti lýsti fólki sem kemur ólöglega yfir suðurlandamærin sem morðingjum og nauðgurum í fyrsta sjónvarpsávarpi sínu í nótt. 9. janúar 2019 07:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15
Trump lýsti ekki yfir neyðarástandi í sjónvarpsávarpi sínu Bandaríkjaforseti lýsti fólki sem kemur ólöglega yfir suðurlandamærin sem morðingjum og nauðgurum í fyrsta sjónvarpsávarpi sínu í nótt. 9. janúar 2019 07:49