Íslendingur slapp naumlega í ógnvænlegu bílslysi í Liverpool Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2019 21:00 Aníka stóð á þessum gatnamótum þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum. Skjáskot úr öryggismyndavél Aníka Eyrún Sigurðardóttir slapp með naumindum þegar bíl var nærri því ekið á hóp fólks í Liverpool í gær. Bíllinn hafnaði á ljósastaur og hliði með þeim afleiðingum að ljósastaurinn brotnaði og féll á fólkið. Aníka var í þessum hóp en slapp þó undan ljósastaurnum en það mátti ekki miklu muna. Hún hefur búið í Liverpool undanfarin þrjú og hálft ár ásamt manni sínum og tveimur börnum. Þegar klukkan var um korter yfir þrjú í gær var hún stödd á gatnamótum á Warbeck Moor götu á leið sinni að sækja börnin sín í skóla. Aníka segir jafnan mikla umferð á gatnamótunum á þessum tíma dags enda margir að sækja börn úr skóla. Ökumaðurinn bílsins hafði tekið fram úr allri umferðinni og ók utan í leigubíl skammt frá þeim stað þar sem Aníka stóð. Reyndi ökumaðurinn að flýja vettvang og beygði upp hjá barnum Black Bull en ók þá á móti umferð.Hér fyrir neðan má sjá myndband úr öryggismyndavél af slysinu sem dagblaðið Liverpool Echo birti á vef sínum. Hann missti stjórn á bílnum og fór beint á umræddan ljósastaur og hlið. Aníka segir manninn ekki hafa staldrað við og athugað með slys á fólki heldur stokkið úr bílnum og hlaupið af vettvangi.Mynd sem Aníka tók af bílnum á slysstað.Þrír slösuðust þegar ljósastaurinn hafnaði á þeim. Ein kona fékk heilahristing, annar maður fékk ljósastaurinn í fótinn og önnur kona slasaðist á hendi þegar ljósastaurinn hafnaði á hendi hennar. „Ef ég hefði verið tveimur skrefum framar hefði ég endað undir þessum bíl,“ segir Aníka sem slapp ómeidd en varð fyrir miklu áfalli. Hún þurfti að aka fram hjá þessum gatnamótum í dag en áfallið var svo mikið að hún efast um að hún muni gera það aftur. „Ég held ég fari bara lengri leið til að sækja börnin,“ segir hún. Hún segist ekki vita til þess að búið sé að hafa uppi á ökumanninum en telur það afar líklegt. Á vettvangi var fólk sem þekkti til mannsins og sagði lögreglu hver það væri. Aníka segist hafa hugsað oft til þess síðastliðinn sólarhring hversu litlu mátti muna í þessu slysi. Maðurinn sem slasaðist á fæti hafði staðið fyrir framan hana í biðröð í bakaríi nokkrum mínútum áður og hefði hún staðið tveimur skrefum framar væri hún jafnvel ekki á lífi í dag.Aníka ásamt manni sínum Arnari Pétri Stefánssyni og börnum þeirra tveggja.AðsendHún segir að ekki hafi verið veitt áfallahjálp á vettvangi en kerfið virki þannig í Bretlandi að þeir sem vilja áfallahjálp geti leitað hennar á sjúkrahúsi. Bretland England Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Aníka Eyrún Sigurðardóttir slapp með naumindum þegar bíl var nærri því ekið á hóp fólks í Liverpool í gær. Bíllinn hafnaði á ljósastaur og hliði með þeim afleiðingum að ljósastaurinn brotnaði og féll á fólkið. Aníka var í þessum hóp en slapp þó undan ljósastaurnum en það mátti ekki miklu muna. Hún hefur búið í Liverpool undanfarin þrjú og hálft ár ásamt manni sínum og tveimur börnum. Þegar klukkan var um korter yfir þrjú í gær var hún stödd á gatnamótum á Warbeck Moor götu á leið sinni að sækja börnin sín í skóla. Aníka segir jafnan mikla umferð á gatnamótunum á þessum tíma dags enda margir að sækja börn úr skóla. Ökumaðurinn bílsins hafði tekið fram úr allri umferðinni og ók utan í leigubíl skammt frá þeim stað þar sem Aníka stóð. Reyndi ökumaðurinn að flýja vettvang og beygði upp hjá barnum Black Bull en ók þá á móti umferð.Hér fyrir neðan má sjá myndband úr öryggismyndavél af slysinu sem dagblaðið Liverpool Echo birti á vef sínum. Hann missti stjórn á bílnum og fór beint á umræddan ljósastaur og hlið. Aníka segir manninn ekki hafa staldrað við og athugað með slys á fólki heldur stokkið úr bílnum og hlaupið af vettvangi.Mynd sem Aníka tók af bílnum á slysstað.Þrír slösuðust þegar ljósastaurinn hafnaði á þeim. Ein kona fékk heilahristing, annar maður fékk ljósastaurinn í fótinn og önnur kona slasaðist á hendi þegar ljósastaurinn hafnaði á hendi hennar. „Ef ég hefði verið tveimur skrefum framar hefði ég endað undir þessum bíl,“ segir Aníka sem slapp ómeidd en varð fyrir miklu áfalli. Hún þurfti að aka fram hjá þessum gatnamótum í dag en áfallið var svo mikið að hún efast um að hún muni gera það aftur. „Ég held ég fari bara lengri leið til að sækja börnin,“ segir hún. Hún segist ekki vita til þess að búið sé að hafa uppi á ökumanninum en telur það afar líklegt. Á vettvangi var fólk sem þekkti til mannsins og sagði lögreglu hver það væri. Aníka segist hafa hugsað oft til þess síðastliðinn sólarhring hversu litlu mátti muna í þessu slysi. Maðurinn sem slasaðist á fæti hafði staðið fyrir framan hana í biðröð í bakaríi nokkrum mínútum áður og hefði hún staðið tveimur skrefum framar væri hún jafnvel ekki á lífi í dag.Aníka ásamt manni sínum Arnari Pétri Stefánssyni og börnum þeirra tveggja.AðsendHún segir að ekki hafi verið veitt áfallahjálp á vettvangi en kerfið virki þannig í Bretlandi að þeir sem vilja áfallahjálp geti leitað hennar á sjúkrahúsi.
Bretland England Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira