Skilaði 15 prósenta ávöxtun í fyrra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. janúar 2019 09:00 Ray Dalio, stofnandi Bridgewater Associates. Nordicphotos/Getty Sjóður í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Bridgewater Associates skilaði 14,6 prósenta ávöxtun á síðasta ári, samkvæmt heimildum Financial Times, á sama tíma og vogunarsjóðir skiluðu að meðaltali neikvæðri ávöxtun upp á 6,7 prósent. Árleg ávöxtun sjóðsins, Pure Alpha Strategy, hefur verið 12 prósent að meðaltali frá því hann var settur á laggirnar árið 1991. Ávöxtun sjóðsins á síðasta ári var sú besta í fimm ár. Bridgewater, sem milljarðamæringurinn Ray Dalio stýrir, er stærsti vogunarsjóður í heimi með eignir í stýringu upp á 160 milljarða dala. Sjóðurinn hefur hagnast um ríflega 50 milljarða dala á líftíma sínum, samkvæmt gögnum frá LCH Investments. Stjórnendur vogunarsjóðsins hafa um nokkurt skeið lýst yfir áhyggjum sínum af minni vexti í heimshagkerfinu og sagt marga fjárfesta vera andvaralausa gagnvart aðhaldsaðgerðum seðlabanka víða um heim. „Við eigum eftir að horfa fram á töluvert veikari hagvöxt árið 2019, miðað við okkar greiningar, og fjárfestar eru almennt ekki að taka mið af því í verðlagningu sinni,“ sagði Greg Jensen, sjóðsstjóri hjá Bridgewater, í samtali við Reuters í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aukin áhersla á framtaksfjárfestingar Bandaríski vogunarsjóðurinn Elliott Management hefur ráðist í nokkrar umfangsmiklar framtaksfjárfestingar í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu misserum. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sjóður í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Bridgewater Associates skilaði 14,6 prósenta ávöxtun á síðasta ári, samkvæmt heimildum Financial Times, á sama tíma og vogunarsjóðir skiluðu að meðaltali neikvæðri ávöxtun upp á 6,7 prósent. Árleg ávöxtun sjóðsins, Pure Alpha Strategy, hefur verið 12 prósent að meðaltali frá því hann var settur á laggirnar árið 1991. Ávöxtun sjóðsins á síðasta ári var sú besta í fimm ár. Bridgewater, sem milljarðamæringurinn Ray Dalio stýrir, er stærsti vogunarsjóður í heimi með eignir í stýringu upp á 160 milljarða dala. Sjóðurinn hefur hagnast um ríflega 50 milljarða dala á líftíma sínum, samkvæmt gögnum frá LCH Investments. Stjórnendur vogunarsjóðsins hafa um nokkurt skeið lýst yfir áhyggjum sínum af minni vexti í heimshagkerfinu og sagt marga fjárfesta vera andvaralausa gagnvart aðhaldsaðgerðum seðlabanka víða um heim. „Við eigum eftir að horfa fram á töluvert veikari hagvöxt árið 2019, miðað við okkar greiningar, og fjárfestar eru almennt ekki að taka mið af því í verðlagningu sinni,“ sagði Greg Jensen, sjóðsstjóri hjá Bridgewater, í samtali við Reuters í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aukin áhersla á framtaksfjárfestingar Bandaríski vogunarsjóðurinn Elliott Management hefur ráðist í nokkrar umfangsmiklar framtaksfjárfestingar í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu misserum. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Aukin áhersla á framtaksfjárfestingar Bandaríski vogunarsjóðurinn Elliott Management hefur ráðist í nokkrar umfangsmiklar framtaksfjárfestingar í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu misserum. 9. janúar 2019 09:00