Erfitt að bíða á biðstofunni eftir að hafa orðið fyrir heimilisofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. desember 2019 20:30 Konum, sem leita á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi, finnst erfitt að segja frá því sem gerðist í móttökunni og bíða ásamt öðrum á biðstofunni. Framkvæmdastýra kvennaathvarfsins vill að sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis verði sett á fót. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina gerist það annan hvern dag að kona leitar á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi. Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmdastýra kvennaathvarfsins, segir tölurnar ekki koma á óvart enda heimilisofbeldi stórt vandamál í íslensku samfélagi. Sjá einnig: Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis „Mín reynsla segir mér og sýnir að konur leita yfirleitt ekki á bráðamóttöku nema það sé þörf fyrir að fara þangað. Það eru mjög margar líka sem fara aldrei á bráðamóttöku en hafa oft fengið mjög alvarlega áverka.“ Ekki er til sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis á Landspítalanum og vill Hildur að bætt verði úr því. „Við myndum gjarnan vilja sá að það væri samskonar móttaka eins og neyðarmóttaka fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Að það yrði svipað ferli sem konunar okkar fengi aðgang að.“ Í sumum tilfellum hafi kvennaathvarfið samband við spítalann áður en konurnar mæta. „Þannig að þá hafa þær ekki þurft að bíða á biðstofu frammi.“ Athvarfið viti þó alls ekki af öllum tilfellunum. Það sé mjög óþægilegt að segja frá því sem hefur gerst fyrir framan alla á biðstofunni. Með sérstakri neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldi væri hægt að hlúa vel að þolendum frá upphafi. „Þarna ertu að koma því það var ráðist á þig á heimili af nákomnum og það eru aðstæður sem þú ert ekki bara með skrámur á líkamanum, þú ert að glíma við sár á sálinni og til þess til dæmis að hjálpa konum að koma sér út úr þessum aðstæðum þá skiptir máli hvernig móttökur þær fá.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. 30. nóvember 2019 20:00 Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Átta þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða. 22. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Konum, sem leita á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi, finnst erfitt að segja frá því sem gerðist í móttökunni og bíða ásamt öðrum á biðstofunni. Framkvæmdastýra kvennaathvarfsins vill að sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis verði sett á fót. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina gerist það annan hvern dag að kona leitar á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi. Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmdastýra kvennaathvarfsins, segir tölurnar ekki koma á óvart enda heimilisofbeldi stórt vandamál í íslensku samfélagi. Sjá einnig: Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis „Mín reynsla segir mér og sýnir að konur leita yfirleitt ekki á bráðamóttöku nema það sé þörf fyrir að fara þangað. Það eru mjög margar líka sem fara aldrei á bráðamóttöku en hafa oft fengið mjög alvarlega áverka.“ Ekki er til sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis á Landspítalanum og vill Hildur að bætt verði úr því. „Við myndum gjarnan vilja sá að það væri samskonar móttaka eins og neyðarmóttaka fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Að það yrði svipað ferli sem konunar okkar fengi aðgang að.“ Í sumum tilfellum hafi kvennaathvarfið samband við spítalann áður en konurnar mæta. „Þannig að þá hafa þær ekki þurft að bíða á biðstofu frammi.“ Athvarfið viti þó alls ekki af öllum tilfellunum. Það sé mjög óþægilegt að segja frá því sem hefur gerst fyrir framan alla á biðstofunni. Með sérstakri neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldi væri hægt að hlúa vel að þolendum frá upphafi. „Þarna ertu að koma því það var ráðist á þig á heimili af nákomnum og það eru aðstæður sem þú ert ekki bara með skrámur á líkamanum, þú ert að glíma við sár á sálinni og til þess til dæmis að hjálpa konum að koma sér út úr þessum aðstæðum þá skiptir máli hvernig móttökur þær fá.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. 30. nóvember 2019 20:00 Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Átta þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða. 22. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. 30. nóvember 2019 20:00
Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Átta þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða. 22. nóvember 2019 06:00