Erfitt að bíða á biðstofunni eftir að hafa orðið fyrir heimilisofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. desember 2019 20:30 Konum, sem leita á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi, finnst erfitt að segja frá því sem gerðist í móttökunni og bíða ásamt öðrum á biðstofunni. Framkvæmdastýra kvennaathvarfsins vill að sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis verði sett á fót. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina gerist það annan hvern dag að kona leitar á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi. Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmdastýra kvennaathvarfsins, segir tölurnar ekki koma á óvart enda heimilisofbeldi stórt vandamál í íslensku samfélagi. Sjá einnig: Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis „Mín reynsla segir mér og sýnir að konur leita yfirleitt ekki á bráðamóttöku nema það sé þörf fyrir að fara þangað. Það eru mjög margar líka sem fara aldrei á bráðamóttöku en hafa oft fengið mjög alvarlega áverka.“ Ekki er til sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis á Landspítalanum og vill Hildur að bætt verði úr því. „Við myndum gjarnan vilja sá að það væri samskonar móttaka eins og neyðarmóttaka fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Að það yrði svipað ferli sem konunar okkar fengi aðgang að.“ Í sumum tilfellum hafi kvennaathvarfið samband við spítalann áður en konurnar mæta. „Þannig að þá hafa þær ekki þurft að bíða á biðstofu frammi.“ Athvarfið viti þó alls ekki af öllum tilfellunum. Það sé mjög óþægilegt að segja frá því sem hefur gerst fyrir framan alla á biðstofunni. Með sérstakri neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldi væri hægt að hlúa vel að þolendum frá upphafi. „Þarna ertu að koma því það var ráðist á þig á heimili af nákomnum og það eru aðstæður sem þú ert ekki bara með skrámur á líkamanum, þú ert að glíma við sár á sálinni og til þess til dæmis að hjálpa konum að koma sér út úr þessum aðstæðum þá skiptir máli hvernig móttökur þær fá.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. 30. nóvember 2019 20:00 Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Átta þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða. 22. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Konum, sem leita á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi, finnst erfitt að segja frá því sem gerðist í móttökunni og bíða ásamt öðrum á biðstofunni. Framkvæmdastýra kvennaathvarfsins vill að sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis verði sett á fót. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina gerist það annan hvern dag að kona leitar á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi. Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmdastýra kvennaathvarfsins, segir tölurnar ekki koma á óvart enda heimilisofbeldi stórt vandamál í íslensku samfélagi. Sjá einnig: Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis „Mín reynsla segir mér og sýnir að konur leita yfirleitt ekki á bráðamóttöku nema það sé þörf fyrir að fara þangað. Það eru mjög margar líka sem fara aldrei á bráðamóttöku en hafa oft fengið mjög alvarlega áverka.“ Ekki er til sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis á Landspítalanum og vill Hildur að bætt verði úr því. „Við myndum gjarnan vilja sá að það væri samskonar móttaka eins og neyðarmóttaka fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Að það yrði svipað ferli sem konunar okkar fengi aðgang að.“ Í sumum tilfellum hafi kvennaathvarfið samband við spítalann áður en konurnar mæta. „Þannig að þá hafa þær ekki þurft að bíða á biðstofu frammi.“ Athvarfið viti þó alls ekki af öllum tilfellunum. Það sé mjög óþægilegt að segja frá því sem hefur gerst fyrir framan alla á biðstofunni. Með sérstakri neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldi væri hægt að hlúa vel að þolendum frá upphafi. „Þarna ertu að koma því það var ráðist á þig á heimili af nákomnum og það eru aðstæður sem þú ert ekki bara með skrámur á líkamanum, þú ert að glíma við sár á sálinni og til þess til dæmis að hjálpa konum að koma sér út úr þessum aðstæðum þá skiptir máli hvernig móttökur þær fá.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. 30. nóvember 2019 20:00 Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Átta þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða. 22. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. 30. nóvember 2019 20:00
Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Átta þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða. 22. nóvember 2019 06:00