Uppgjör: Auðvelt hjá Hamilton í síðustu keppni áratugsins Bragi Þórðarson skrifar 2. desember 2019 21:30 Nú þarf ekki að nota vélbúnaðinn aftur, þá má loksins spóla í hringi. Vísir/Getty Síðasti kappakstur áratugsins í Formúlu 1 fór fram á Yas Marina brautinni í Abu Dhabi á sunnudag. Lítið hefur gengið hjá Mercedes lokahluta tímabilsins en það heldur betur snérist við í furstadæminu. Hamilton náði öruggum ráspól og var Mercedes bíllinn meðal annars næstum sekúndu hraðari en allir aðrir, einungis á síðasta hluta brautarinnar. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á Yas Marina brautinni síðastliðin fimm ár og hefur liðið alltaf verið í fyrsta og öðru sæti í tímatökum. Engin breyting varð á því um helgina er Valtteri Bottas náði næstbesta tímanum á eftir Hamilton. En þar sem skipta þurfti um vél í bíl Bottas ræsti hann aftastur. Þrátt fyrir það endaði Finninn fjórði á sunnudaginn. Hamilton hefur 17 sinnum endað á verðlaunapalli í ár.GettyHamilton einfaldlega í annari deildLewis Hamilton ræsti á ráspól og leiddi alla hringi kappakstursins. Hann jafnaði þar með met hetjunar sinnar, Ayrton Senna, um að hafa leitt alla hringi í keppni alls 19 sinnum á ferlinum. Það var ekki eina metið sem Hamilton náði um helgina. Með því að ljúka tímabilinu með 413 sló hann metið yfir hæsta stigafjölda á einu tímabili. Auk þess fékk Bretinn stig í öllum keppnum sumarsins og er því eini ökuþórinn í sögunni til að ná þeim árangri tvisvar, fyrra skiptið var árið 2017. Mercedes hefur nú unnið allar keppnirnar í Abu Dhabi frá árinu 2014, þegar að turbo-hybrid bílarnir komu fyrst inn í Formúlu 1. Max Verstappen kom annar í mark og tryggði sér þar með þriðja sætið í heimsmeistaramóti ökumanna og undan Ferrari ökuþórunum Charles Leclerc og Sebastian Vettel. Formúla Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Síðasti kappakstur áratugsins í Formúlu 1 fór fram á Yas Marina brautinni í Abu Dhabi á sunnudag. Lítið hefur gengið hjá Mercedes lokahluta tímabilsins en það heldur betur snérist við í furstadæminu. Hamilton náði öruggum ráspól og var Mercedes bíllinn meðal annars næstum sekúndu hraðari en allir aðrir, einungis á síðasta hluta brautarinnar. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á Yas Marina brautinni síðastliðin fimm ár og hefur liðið alltaf verið í fyrsta og öðru sæti í tímatökum. Engin breyting varð á því um helgina er Valtteri Bottas náði næstbesta tímanum á eftir Hamilton. En þar sem skipta þurfti um vél í bíl Bottas ræsti hann aftastur. Þrátt fyrir það endaði Finninn fjórði á sunnudaginn. Hamilton hefur 17 sinnum endað á verðlaunapalli í ár.GettyHamilton einfaldlega í annari deildLewis Hamilton ræsti á ráspól og leiddi alla hringi kappakstursins. Hann jafnaði þar með met hetjunar sinnar, Ayrton Senna, um að hafa leitt alla hringi í keppni alls 19 sinnum á ferlinum. Það var ekki eina metið sem Hamilton náði um helgina. Með því að ljúka tímabilinu með 413 sló hann metið yfir hæsta stigafjölda á einu tímabili. Auk þess fékk Bretinn stig í öllum keppnum sumarsins og er því eini ökuþórinn í sögunni til að ná þeim árangri tvisvar, fyrra skiptið var árið 2017. Mercedes hefur nú unnið allar keppnirnar í Abu Dhabi frá árinu 2014, þegar að turbo-hybrid bílarnir komu fyrst inn í Formúlu 1. Max Verstappen kom annar í mark og tryggði sér þar með þriðja sætið í heimsmeistaramóti ökumanna og undan Ferrari ökuþórunum Charles Leclerc og Sebastian Vettel.
Formúla Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira