Leggur hið þögla kyn árar í bát? Arnar Sverrisson skrifar 2. desember 2019 11:00 Áratugum saman hafa drengir og karlar átt á brattann að sækja í mannlífinu. Skrímslun karla og sérstaklega kynhvatar þeirra og kynlífs, hefur náð áður óþekktum hæðum. Kvenfrelsarar segja það jafnvel líknarverk að taka þá af lífi, þótt ótrúlega hljómi. Skrímslunin bylur á þjóðinni. Í RÚV er hún stundum sérsniðin fyrir börn og unglinga, sbr. framreikning á launum kvenna á grundvelli vanvirðingar áróðurmanna kvenfrelsara á tölulegum staðreyndum (gildra) rannsókna. Kanadísku fræðimennirnir, Katherine Young og Paul Nathanson, sem hafa rannsakað fjölmiðlamenninguna í áratugi segja m.a.: [K[arlfæðin hefur grópast svo kyrfilega í menningu vora, að fáir – heldur ekki karlar – veita henni athygli.“ Ástralski fjölmiðlafræðingurinn, Jim Macnamara (f. 1951) segir: „Áberandi neikvæð umfjöllun um karla og samsemd þeirra hefur fátt að bjóða drengjum, hvort heldur um er að ræða jákvæðar fyrirmyndir eða efnivið til að glöggva sig á, hvað felst í því að vera karlmaður og öðlast sjálfsvirðingu. ... Þegar upp er staðið gæti slík túlkun karlmennskunnar haft vondar félagslegar afleiðingar og jafnvel fjárhagslega byrði fyrir samfélagið á sviðum eins og heilbrigði karlmanna, stuðlað að aukningu sjálfsmorða og upplausn fjölskyldna.“ Það er ekki bara svo, að máttur kvenhollrar menningar hellist yfir drengi (og stúlkur) í fjölmiðlum. Það á einnig við um skólakerfið frá fyrstu kynnum. Þar er einnig kvenfrelsunarspjótunum gegn drengjum haldið á lofti. Norður-ameríski fræðimaðurinn, Christina Hoff Sommers, hefur um langa hríð rannsakað stöðu drengja. Hún segir: „[Í] skólum gætir þeirrar tilhneigingar, að þeim sé stýrt af konum í þágu stúlkna. Kennslustofur geta boðið uppá fjandsamlegt umhverfi fyrir drengi. Þeir hafa áhuga á sögum, þrungnum fjörugum hasa, samkeppni og ævintýrum. Þær eiga ekki uppá pallborðið. ... [K]arlhetjur hafa vikið fyrir telpnavaldinu (girl power).“ Það er væntanlega alkunna, að drengir standi sig almennt verr náms- og félagslega, heldur en stúlkur, bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Þá síðarnefndu yfirgefa þeir umvörpum. Hver gæti orsökin verið? Norður-ameríski sálfræðingurinn, Helen Smith, útskýrir og beinir orðum sínum til drengsins: „Lungann af æsku þinni hefur þú hefur alist upp við það, að stúlkur hafi klæðst bolum með áletruninni: „Strákar eru heimskir.“ Í heilsufræðinni [kynfræðinni] var þér kennt, að þú sért líklegur nauðgari. Þú heyrðir stelpurnar umhugsunarlaust tala um að skera ætti undan þér, vitaskuld, án þess að talað væri um fyrir þeim. Þegar í framhaldskóla kom var fjandskapurinn hnífstungu líkastur.“ Í háskólum er umhverfið einnig karlfjandsamlegt. Þar eru konur í miklum meirihluta, t.d um sjötíu af hundraði í Háskóla Íslands. Í háskólum Bandaríkja Norður-Ameríku (BNA) og miklu víðar, eru karlnemendur litnir hornauga sem kynþrjótar og líklegir kynofbeldismenn. Sums staðar er þeim gert að taka námskeið eins og „Hún hræðist þig,“ og/eða horfa á „Eintal skuðsins“ (Vagina Monolouges), leikrit kvenfrelsarans og leikritahöfundarins, Eve Ensler (f. 1953), og tileinka sér kvenfrelsunarboðskap hennar um flest það, er að kynlífi lýtur. Í sumum háskóla felst „vígsla“ karla í því að sverja kvenfrelsurum hollustueiða. Hann er á þessa leið: Ég viðurkenni forréttindi mín sem karlvera og heiti að gera iðrun og yfirbót. Karlnemendum, sem vilja leita skjóls og eiga stundir með hinum „forréttindaverunum,“ er meinað um rými til þess – enda þótt lögð sé blessun yfir samsvarandi þarfir kvennemenda. Sama á við um sérstakan félagskap karla eða réttindabaráttu þeirra. Þeir eru umsvifalaust kveðnir í kútinn með tilvísun til þeirrar „staðreyndar,“ að lög og siðir séu þeim hliðhollir. Þyki kvennemenda sér kynferðislega misboðið er karlkynsnemandi (einn eða fleiri), dreginn fyrir „dómstól“ háskólans í jafnréttismálum. Dómar þessara utandómskerfisdómstóla hafa leitt til margvíslegra hörmunga fyrir karlnemendur (sem of langt mál yrði að telja upp hér). Sú hugsun er lögð til grundvallar starfsemi þeirra, að konan sé kynlífsfórnarlamb, sbr. orð tveggja nafntogaðra kvenfrelsunarfræðimanna: „Samræði fólks af gagnstæðu kyn felur í sér hreina og beina (formalized) fyrirlitningu á kvenlíkamanum. ... Sonur sérhverrar konu í feðraveldinu situr hugsanlega á svikráðum við móður sína. Hann er óhjákvæmilega nauðgari eða kúgari annarra kvenna.“ (Andrea Dworkin (1946-2005)) Og: „Að mínum dómi er ævinlega um nauðgun að ræða, eigi kona kynlíf og þyki sér misboðið. [S]amfarir gagnkynhneigðra er nauðgun, þar eð konur almennt hafa ekki nægan styrk til að gefa merkingarbært samþykki [til þess arna].“ (Catherine MacKinnon, f. 1946) Dómar umræddra gervidómstóla er liður í frelsun kvenna, fórnarlambanna, undan kúgunaroki „feðraveldisins“: „[F]órnarlambskvenfrelsun lýsir kynlífi kvenna þrungnu af hreinleika og goðsagnakenndri aðhlynningu. Lögð er áhersla á, að í öllu hinu illa, sem þessar „góðu“ konur hafa mátt þola, sé fólgin réttindabænaskrá þeirra.“ (Naomi Wolf, f. 1962) Undir þetta tekur annar norður-amerískur kvenrithöfundur: „Þetta er goðsögn um fórnarlömb. Endurskilgreiningar á nauðgun og kvenfrelsunarfræðin um „feðraveldið“ eru eins konar neðanmálsgreinar við [kvenfrelsunar-]hreyfinguna.“ (Rene Denfeld, f. 1966) Öfgakvenfrelsarar í háskólunum fara – eins og hinir utan þeirra - hvergi í launkofa með siðferðilega, kynferðislega og námslega yfirburði kvenkynsins - þeirra sjálfra sérstaklega. Í slíkum öfgum er rökréttri hugsun hætta búin: „Hugmyndin um kvenyfirburði og skyldar hugmyndir þrífast í samfélögum, þar sem fólk hefur glutrað niður hæfileikanum til hugsunar og til að vega og meta vitneskju með sjálfstæðum hætti ... [Hlutaðeigendur] tileinka sér sérhverjar þær hugmyndir, sem höfða til tilfinninga þeirra ...“ (Peter Ryan) Robert Weissberg (f. 1941), prófessor í stjórnmálafræðum við háskólann í Illinois í Bandaríkjum Norður-Ameríku, segir um ástandið: „Í háskólunum svífur í auknum mæli kvenandi yfir vötnum og margir karlar [...] hafa óbeit á fjandsamlegu vinnuumhverfi. ... [K]örlum líður í auknum mæli eins og vanaðir séu í háskólum um þessar mundir.“ Karlmenn eiga einnig á brattann að sækja í fjölskyldunni. Fjölskyldulíf og barneignir hugnast körlum stöðugt verr samtímis því, að konur sækjast eftir hnappheldunni. „Síðustu áratugina hefur hlutfall kvenna á aldrinum átján til þrjátíu og þriggja vetra, sem lítur á hjónaband sem einn af þýðingarmestu þáttum í lífi sínu, aukist úr tuttugu og átta af hundraði í þrjátíu og sjö af hundraði. Þróunin er þveröfug hjá körlum. Áður áttu þrjátíu og fimm af hundraði sama draum og kynsystur þeirra, en einungis tuttugu og níu af hundraði nú.“ (Helen Smith) Hver gæti verið skýringin á hnappheldutregðu karla? Norður-amerísku fræðimennirnir, Dianna Thompson og Glen Sacks, útskýra: „Giftingartíðni í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur fallið um fjörtíu af hundraði síðustu fjóra áratugina. Hún hefur aldrei verið lægri. Það eru margar sennilegar skýringar á þessu, en sú [skýring] er sjaldan á borð borin, að norður-amerískir karlar hafa af óyfirlögðu ráði farið í giftingarandóf, sökum fjölskylduréttar, sem er ákveðið andsnúinn þeim.“ Kanadísku fræðimennirnir, Katherine Young og Paul Nathanson, benda á örlög nútímafeðra sem orsök: „[F]öðurhlutverkið getur umhverfst í martröð – hvað varðar löggjöf, fjárhag og tilfinningar – sökum laga um skilnað, forræði yfir börnum og samvistir við þau. Nefnd lög munu ekki að öllu leyti fæla karla frá fjölskyldulífi, örugglega ekki þá, sem líta á giftingu sem trúarlegan sáttmála. En nú þegar hugsa margir karlar sig um tvisvar, áður en þeir steypa sér kollhnís inn í [hnappheldu], sem auðveldlega getur valdið þeim tjóni. Hví, þegar allt kemur til alls, [skyldu karlar] leggja svo gríðarlega af mörkum í lífi fjölskyldu, ef svo auðveldlega má nema börnin á brott eða gera þau andsnúin honum?.“ Í BNA eru einungis átján af hundraði skilinna feðra, sem hafa forsjá barna sinna. Ætli feður sem slíkir séu orðir ónauðsynlegir? „Það er ekki einungis svo, að fjöldi vestrænna samfélaga hafi tekið þá ákvörðun, að feður séu ónauðsynlegir, heldur einnig, að flestir karla séu öfuguggar, óargadýr eða kjánagrey, sem þurfi að hafa eftirlit með, hvort tveggja í opinberu rými og á vettvangi einkalífsins.“ (Helen Smith) (Sbr. íslensku jólasveinana og Bakkabræður.) Einn af áhrifamestu hugsuðum Ástrala, heimspekingurinn, Leslie Cannold (f. 1965), telur dáðadrengja vant. Frelsi kvenna til að gerast mæður sé í húfi. Hún lýsir eftir feðrum: „Það er skortur á náungum, sem selja ekki upp við tilhugsunina um ást eða jafnvel skuldbindingu, heldur hafa burði til hvors tveggja, beri nauðsyn til.“ Það skal ósagt látið, hvort umrædd tregða lýsi sjúkri karlmennsku. En allavega telur Leslie, að eftirlýst tegund karlmanna þurfi á meðferð að halda, þar eð þeir bjóði sig ekki fram, svo að móðurdraumur kvenna megi rætast. Það er ekki bara svo, að karlar kæri sig ekki um hjónaband, kynlíf, háskólamenntun og börn. Áhugi á vinnu minnkar stöðugt. Í Bretlandi er skráð atvinnuþátttaka karla tæp sjötíu af hundraði, sú minnsta nokkru sinni. Í BNA hefur hlutfall karla í fullri vinnu minnkað úr áttatíu af hundraði 1971 til sextíu og sex af hundraði nú. Meðan karlar draga sig í hlé, ala konur enn með sér óra um endurreisn hins ímyndaða kvenveldis. Ísraelsk-hollenski sagnfræðingurinn, Martin Van Creveld (f. 1946), lýsir þessu svo: Í aldingarðinum, á dýrðartíma mildilegrar stjórnar kvenna, lifðu karlar og konur af landinu í ást og friðsemd, dýrkuðu frjósemisgyðjuna og höfðu ekki hugmynd um þátt karla í fjölgun mannkyns. Svo kom skrattinn úr sauðarleggnum. Karlar tóku sig saman um stofnun feðraveldisins, innleiddu virðingarstiga, samkeppni og efnishyggju, hófu stríðsrekstur og gerðu konum lífið leitt. Það hillir undir hið nýja kvennaríki, sem Christine de Pizan (1364-1430?) dreymdi um, þegar á fimmtándu öldinni (á framfæri Loðvíks Frakkakonungs - eða öllu heldur franskra skattgreiðenda). Í kvenveldinu gerir réttur kvenna til fóstureyðinga þeim kleift að granda fóstrum að vild – og velja kyn fósturs. Kona er á engan hátt bundin siðferði eða samningi gagnvart þeim, sem lét í té sæðið, hvort heldur með samþykki, blekkingum eða þjófnaði. Tækifærum til kynvals hefur enn fjölgað, þar sem vísindakarlar hafa nú fundið leið til að velja sæði eftir tegund kynlitninga. Samkvæmt upplýsingum frá hlutaðeigandi frjósemisfyrirtækjum eru pantanir kvenlitnings miklu fleiri – allt að tvöfalt fleiri. Forsvarsmaður eins þeirra segir: „Það eru konurnar, sem taka allar ákvarðanir [í þessum efnum].“ Eiginlegt vald kvenna yfir tímgun stofnsins er svo magnað, að fjölmargir læknar neita að framkvæma frjósemisaðgerð á eiginkörlum þeirra, nema fyrir liggi skriflegt samþykki makans. Kanadísku fræðimennirnir, Katherine Young og Paul Nathanson: „Við stefnum hraðbyri í átt að samfélagi, þar sem konur hafa yfirtekið tímgun stofnsins og uppeldi ungviðisins. Uppörvun til karlmanna til fullrar þátttöku í fjölskyldulífi þverr stöðugt og viðurlögum gagnvart þeim fjölgar, komi babb í bátinn.“ Smánun karla dregur margvíslegan dilk á eftir sér. „Þriggja áratuga óhróður í fjölmiðlum, föðurandsnúnir dómstólar og kvenþrungnar kennslustofur, hefur haft það í för með sér, að karldrottnarar hafa milljónum saman lagt árar í bát – í menntun, hjónabandi, föðurhlutverki og jafnvel á vinnustaðnum.“ (Christina Hoff Sommers) Karlar draga sig einnig í hlé bókstaflega. „Sjálfsmorðsfaraldur karla, lægri atvinnuþátttaka þeirra, lakur menntunarárangur, lægri frjósemi, upplausn fjölskyldunnar, ásamt hægt vaxandi og stigbundnu hruni vestrænna samfélaga, má í hvívetna - að hluta til eða að öllu leyti - rekja til hraklegrar meðferðar (disposable) á körlum og niðurníðslu mennsku þeirra.“ (Peter Ryan) Helen Smith er svipaðrar skoðunar: „Synir, bræður, feður, frændur og eiginkarlar munu lifa í samfélagi, þar sem þeir munu ekki njóta réttarverndar, þar sem karl má fangelsa fyrir það, að konu þætti hann hækka róminn gagnvart sér eða teldi sér misboðið með öðrum hætti; þar sem dæma má hann í þá ánauð að greiða meðlag með annars karls barni.“ Hafa karlar valkost annan, en leggja upp laupana? Þeir berjast alla vega ekki, svo um muni, fyrir tilveru kyns síns. Kynfræðingar benda reyndar á óbrigðula leið. Karlar geta gerst konur: „[K]ynsérfræðingar í Harvard, Wellesley og Tufts [háskólum] og meiriháttar kvenfrelsunarhreyfingum, trúa því, að drengir muni áfram vera kynfautar (og sennilega hættulegir), nema hefðbundin karlmennska verði taminn af þeim ... Sú trúa, að rangri karlmennsku hafi verið haldið að dengjum, hefur orðið hvatinn að hreyfingu til „að deyfa samkeppnisanda þeirra, bæta tilfinningalega tjáningu og auka umhyggjusemi – í hnotskurn að kvenkenna þá í meira mæli.“ (Christina Hoff Sommers)Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Áratugum saman hafa drengir og karlar átt á brattann að sækja í mannlífinu. Skrímslun karla og sérstaklega kynhvatar þeirra og kynlífs, hefur náð áður óþekktum hæðum. Kvenfrelsarar segja það jafnvel líknarverk að taka þá af lífi, þótt ótrúlega hljómi. Skrímslunin bylur á þjóðinni. Í RÚV er hún stundum sérsniðin fyrir börn og unglinga, sbr. framreikning á launum kvenna á grundvelli vanvirðingar áróðurmanna kvenfrelsara á tölulegum staðreyndum (gildra) rannsókna. Kanadísku fræðimennirnir, Katherine Young og Paul Nathanson, sem hafa rannsakað fjölmiðlamenninguna í áratugi segja m.a.: [K[arlfæðin hefur grópast svo kyrfilega í menningu vora, að fáir – heldur ekki karlar – veita henni athygli.“ Ástralski fjölmiðlafræðingurinn, Jim Macnamara (f. 1951) segir: „Áberandi neikvæð umfjöllun um karla og samsemd þeirra hefur fátt að bjóða drengjum, hvort heldur um er að ræða jákvæðar fyrirmyndir eða efnivið til að glöggva sig á, hvað felst í því að vera karlmaður og öðlast sjálfsvirðingu. ... Þegar upp er staðið gæti slík túlkun karlmennskunnar haft vondar félagslegar afleiðingar og jafnvel fjárhagslega byrði fyrir samfélagið á sviðum eins og heilbrigði karlmanna, stuðlað að aukningu sjálfsmorða og upplausn fjölskyldna.“ Það er ekki bara svo, að máttur kvenhollrar menningar hellist yfir drengi (og stúlkur) í fjölmiðlum. Það á einnig við um skólakerfið frá fyrstu kynnum. Þar er einnig kvenfrelsunarspjótunum gegn drengjum haldið á lofti. Norður-ameríski fræðimaðurinn, Christina Hoff Sommers, hefur um langa hríð rannsakað stöðu drengja. Hún segir: „[Í] skólum gætir þeirrar tilhneigingar, að þeim sé stýrt af konum í þágu stúlkna. Kennslustofur geta boðið uppá fjandsamlegt umhverfi fyrir drengi. Þeir hafa áhuga á sögum, þrungnum fjörugum hasa, samkeppni og ævintýrum. Þær eiga ekki uppá pallborðið. ... [K]arlhetjur hafa vikið fyrir telpnavaldinu (girl power).“ Það er væntanlega alkunna, að drengir standi sig almennt verr náms- og félagslega, heldur en stúlkur, bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Þá síðarnefndu yfirgefa þeir umvörpum. Hver gæti orsökin verið? Norður-ameríski sálfræðingurinn, Helen Smith, útskýrir og beinir orðum sínum til drengsins: „Lungann af æsku þinni hefur þú hefur alist upp við það, að stúlkur hafi klæðst bolum með áletruninni: „Strákar eru heimskir.“ Í heilsufræðinni [kynfræðinni] var þér kennt, að þú sért líklegur nauðgari. Þú heyrðir stelpurnar umhugsunarlaust tala um að skera ætti undan þér, vitaskuld, án þess að talað væri um fyrir þeim. Þegar í framhaldskóla kom var fjandskapurinn hnífstungu líkastur.“ Í háskólum er umhverfið einnig karlfjandsamlegt. Þar eru konur í miklum meirihluta, t.d um sjötíu af hundraði í Háskóla Íslands. Í háskólum Bandaríkja Norður-Ameríku (BNA) og miklu víðar, eru karlnemendur litnir hornauga sem kynþrjótar og líklegir kynofbeldismenn. Sums staðar er þeim gert að taka námskeið eins og „Hún hræðist þig,“ og/eða horfa á „Eintal skuðsins“ (Vagina Monolouges), leikrit kvenfrelsarans og leikritahöfundarins, Eve Ensler (f. 1953), og tileinka sér kvenfrelsunarboðskap hennar um flest það, er að kynlífi lýtur. Í sumum háskóla felst „vígsla“ karla í því að sverja kvenfrelsurum hollustueiða. Hann er á þessa leið: Ég viðurkenni forréttindi mín sem karlvera og heiti að gera iðrun og yfirbót. Karlnemendum, sem vilja leita skjóls og eiga stundir með hinum „forréttindaverunum,“ er meinað um rými til þess – enda þótt lögð sé blessun yfir samsvarandi þarfir kvennemenda. Sama á við um sérstakan félagskap karla eða réttindabaráttu þeirra. Þeir eru umsvifalaust kveðnir í kútinn með tilvísun til þeirrar „staðreyndar,“ að lög og siðir séu þeim hliðhollir. Þyki kvennemenda sér kynferðislega misboðið er karlkynsnemandi (einn eða fleiri), dreginn fyrir „dómstól“ háskólans í jafnréttismálum. Dómar þessara utandómskerfisdómstóla hafa leitt til margvíslegra hörmunga fyrir karlnemendur (sem of langt mál yrði að telja upp hér). Sú hugsun er lögð til grundvallar starfsemi þeirra, að konan sé kynlífsfórnarlamb, sbr. orð tveggja nafntogaðra kvenfrelsunarfræðimanna: „Samræði fólks af gagnstæðu kyn felur í sér hreina og beina (formalized) fyrirlitningu á kvenlíkamanum. ... Sonur sérhverrar konu í feðraveldinu situr hugsanlega á svikráðum við móður sína. Hann er óhjákvæmilega nauðgari eða kúgari annarra kvenna.“ (Andrea Dworkin (1946-2005)) Og: „Að mínum dómi er ævinlega um nauðgun að ræða, eigi kona kynlíf og þyki sér misboðið. [S]amfarir gagnkynhneigðra er nauðgun, þar eð konur almennt hafa ekki nægan styrk til að gefa merkingarbært samþykki [til þess arna].“ (Catherine MacKinnon, f. 1946) Dómar umræddra gervidómstóla er liður í frelsun kvenna, fórnarlambanna, undan kúgunaroki „feðraveldisins“: „[F]órnarlambskvenfrelsun lýsir kynlífi kvenna þrungnu af hreinleika og goðsagnakenndri aðhlynningu. Lögð er áhersla á, að í öllu hinu illa, sem þessar „góðu“ konur hafa mátt þola, sé fólgin réttindabænaskrá þeirra.“ (Naomi Wolf, f. 1962) Undir þetta tekur annar norður-amerískur kvenrithöfundur: „Þetta er goðsögn um fórnarlömb. Endurskilgreiningar á nauðgun og kvenfrelsunarfræðin um „feðraveldið“ eru eins konar neðanmálsgreinar við [kvenfrelsunar-]hreyfinguna.“ (Rene Denfeld, f. 1966) Öfgakvenfrelsarar í háskólunum fara – eins og hinir utan þeirra - hvergi í launkofa með siðferðilega, kynferðislega og námslega yfirburði kvenkynsins - þeirra sjálfra sérstaklega. Í slíkum öfgum er rökréttri hugsun hætta búin: „Hugmyndin um kvenyfirburði og skyldar hugmyndir þrífast í samfélögum, þar sem fólk hefur glutrað niður hæfileikanum til hugsunar og til að vega og meta vitneskju með sjálfstæðum hætti ... [Hlutaðeigendur] tileinka sér sérhverjar þær hugmyndir, sem höfða til tilfinninga þeirra ...“ (Peter Ryan) Robert Weissberg (f. 1941), prófessor í stjórnmálafræðum við háskólann í Illinois í Bandaríkjum Norður-Ameríku, segir um ástandið: „Í háskólunum svífur í auknum mæli kvenandi yfir vötnum og margir karlar [...] hafa óbeit á fjandsamlegu vinnuumhverfi. ... [K]örlum líður í auknum mæli eins og vanaðir séu í háskólum um þessar mundir.“ Karlmenn eiga einnig á brattann að sækja í fjölskyldunni. Fjölskyldulíf og barneignir hugnast körlum stöðugt verr samtímis því, að konur sækjast eftir hnappheldunni. „Síðustu áratugina hefur hlutfall kvenna á aldrinum átján til þrjátíu og þriggja vetra, sem lítur á hjónaband sem einn af þýðingarmestu þáttum í lífi sínu, aukist úr tuttugu og átta af hundraði í þrjátíu og sjö af hundraði. Þróunin er þveröfug hjá körlum. Áður áttu þrjátíu og fimm af hundraði sama draum og kynsystur þeirra, en einungis tuttugu og níu af hundraði nú.“ (Helen Smith) Hver gæti verið skýringin á hnappheldutregðu karla? Norður-amerísku fræðimennirnir, Dianna Thompson og Glen Sacks, útskýra: „Giftingartíðni í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur fallið um fjörtíu af hundraði síðustu fjóra áratugina. Hún hefur aldrei verið lægri. Það eru margar sennilegar skýringar á þessu, en sú [skýring] er sjaldan á borð borin, að norður-amerískir karlar hafa af óyfirlögðu ráði farið í giftingarandóf, sökum fjölskylduréttar, sem er ákveðið andsnúinn þeim.“ Kanadísku fræðimennirnir, Katherine Young og Paul Nathanson, benda á örlög nútímafeðra sem orsök: „[F]öðurhlutverkið getur umhverfst í martröð – hvað varðar löggjöf, fjárhag og tilfinningar – sökum laga um skilnað, forræði yfir börnum og samvistir við þau. Nefnd lög munu ekki að öllu leyti fæla karla frá fjölskyldulífi, örugglega ekki þá, sem líta á giftingu sem trúarlegan sáttmála. En nú þegar hugsa margir karlar sig um tvisvar, áður en þeir steypa sér kollhnís inn í [hnappheldu], sem auðveldlega getur valdið þeim tjóni. Hví, þegar allt kemur til alls, [skyldu karlar] leggja svo gríðarlega af mörkum í lífi fjölskyldu, ef svo auðveldlega má nema börnin á brott eða gera þau andsnúin honum?.“ Í BNA eru einungis átján af hundraði skilinna feðra, sem hafa forsjá barna sinna. Ætli feður sem slíkir séu orðir ónauðsynlegir? „Það er ekki einungis svo, að fjöldi vestrænna samfélaga hafi tekið þá ákvörðun, að feður séu ónauðsynlegir, heldur einnig, að flestir karla séu öfuguggar, óargadýr eða kjánagrey, sem þurfi að hafa eftirlit með, hvort tveggja í opinberu rými og á vettvangi einkalífsins.“ (Helen Smith) (Sbr. íslensku jólasveinana og Bakkabræður.) Einn af áhrifamestu hugsuðum Ástrala, heimspekingurinn, Leslie Cannold (f. 1965), telur dáðadrengja vant. Frelsi kvenna til að gerast mæður sé í húfi. Hún lýsir eftir feðrum: „Það er skortur á náungum, sem selja ekki upp við tilhugsunina um ást eða jafnvel skuldbindingu, heldur hafa burði til hvors tveggja, beri nauðsyn til.“ Það skal ósagt látið, hvort umrædd tregða lýsi sjúkri karlmennsku. En allavega telur Leslie, að eftirlýst tegund karlmanna þurfi á meðferð að halda, þar eð þeir bjóði sig ekki fram, svo að móðurdraumur kvenna megi rætast. Það er ekki bara svo, að karlar kæri sig ekki um hjónaband, kynlíf, háskólamenntun og börn. Áhugi á vinnu minnkar stöðugt. Í Bretlandi er skráð atvinnuþátttaka karla tæp sjötíu af hundraði, sú minnsta nokkru sinni. Í BNA hefur hlutfall karla í fullri vinnu minnkað úr áttatíu af hundraði 1971 til sextíu og sex af hundraði nú. Meðan karlar draga sig í hlé, ala konur enn með sér óra um endurreisn hins ímyndaða kvenveldis. Ísraelsk-hollenski sagnfræðingurinn, Martin Van Creveld (f. 1946), lýsir þessu svo: Í aldingarðinum, á dýrðartíma mildilegrar stjórnar kvenna, lifðu karlar og konur af landinu í ást og friðsemd, dýrkuðu frjósemisgyðjuna og höfðu ekki hugmynd um þátt karla í fjölgun mannkyns. Svo kom skrattinn úr sauðarleggnum. Karlar tóku sig saman um stofnun feðraveldisins, innleiddu virðingarstiga, samkeppni og efnishyggju, hófu stríðsrekstur og gerðu konum lífið leitt. Það hillir undir hið nýja kvennaríki, sem Christine de Pizan (1364-1430?) dreymdi um, þegar á fimmtándu öldinni (á framfæri Loðvíks Frakkakonungs - eða öllu heldur franskra skattgreiðenda). Í kvenveldinu gerir réttur kvenna til fóstureyðinga þeim kleift að granda fóstrum að vild – og velja kyn fósturs. Kona er á engan hátt bundin siðferði eða samningi gagnvart þeim, sem lét í té sæðið, hvort heldur með samþykki, blekkingum eða þjófnaði. Tækifærum til kynvals hefur enn fjölgað, þar sem vísindakarlar hafa nú fundið leið til að velja sæði eftir tegund kynlitninga. Samkvæmt upplýsingum frá hlutaðeigandi frjósemisfyrirtækjum eru pantanir kvenlitnings miklu fleiri – allt að tvöfalt fleiri. Forsvarsmaður eins þeirra segir: „Það eru konurnar, sem taka allar ákvarðanir [í þessum efnum].“ Eiginlegt vald kvenna yfir tímgun stofnsins er svo magnað, að fjölmargir læknar neita að framkvæma frjósemisaðgerð á eiginkörlum þeirra, nema fyrir liggi skriflegt samþykki makans. Kanadísku fræðimennirnir, Katherine Young og Paul Nathanson: „Við stefnum hraðbyri í átt að samfélagi, þar sem konur hafa yfirtekið tímgun stofnsins og uppeldi ungviðisins. Uppörvun til karlmanna til fullrar þátttöku í fjölskyldulífi þverr stöðugt og viðurlögum gagnvart þeim fjölgar, komi babb í bátinn.“ Smánun karla dregur margvíslegan dilk á eftir sér. „Þriggja áratuga óhróður í fjölmiðlum, föðurandsnúnir dómstólar og kvenþrungnar kennslustofur, hefur haft það í för með sér, að karldrottnarar hafa milljónum saman lagt árar í bát – í menntun, hjónabandi, föðurhlutverki og jafnvel á vinnustaðnum.“ (Christina Hoff Sommers) Karlar draga sig einnig í hlé bókstaflega. „Sjálfsmorðsfaraldur karla, lægri atvinnuþátttaka þeirra, lakur menntunarárangur, lægri frjósemi, upplausn fjölskyldunnar, ásamt hægt vaxandi og stigbundnu hruni vestrænna samfélaga, má í hvívetna - að hluta til eða að öllu leyti - rekja til hraklegrar meðferðar (disposable) á körlum og niðurníðslu mennsku þeirra.“ (Peter Ryan) Helen Smith er svipaðrar skoðunar: „Synir, bræður, feður, frændur og eiginkarlar munu lifa í samfélagi, þar sem þeir munu ekki njóta réttarverndar, þar sem karl má fangelsa fyrir það, að konu þætti hann hækka róminn gagnvart sér eða teldi sér misboðið með öðrum hætti; þar sem dæma má hann í þá ánauð að greiða meðlag með annars karls barni.“ Hafa karlar valkost annan, en leggja upp laupana? Þeir berjast alla vega ekki, svo um muni, fyrir tilveru kyns síns. Kynfræðingar benda reyndar á óbrigðula leið. Karlar geta gerst konur: „[K]ynsérfræðingar í Harvard, Wellesley og Tufts [háskólum] og meiriháttar kvenfrelsunarhreyfingum, trúa því, að drengir muni áfram vera kynfautar (og sennilega hættulegir), nema hefðbundin karlmennska verði taminn af þeim ... Sú trúa, að rangri karlmennsku hafi verið haldið að dengjum, hefur orðið hvatinn að hreyfingu til „að deyfa samkeppnisanda þeirra, bæta tilfinningalega tjáningu og auka umhyggjusemi – í hnotskurn að kvenkenna þá í meira mæli.“ (Christina Hoff Sommers)Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun