Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. desember 2019 08:00 Í ört vaxandi sveitarfélagi eins og Garðabæ verða almenningssamgöngur veigameiri þáttur í allri uppbyggingu. Góðar samgöngur hafa áhrif á svo marga þætti samfélagsins. Vart þarf að nefna áhrif þeirra í baráttunni við loftslagsmál og minni mengun það ætti að vera öllum ljóst í dag. Aðrir veigamiklir áhrifaþættir er búseta fólks. Val um búsetu ungs fjölskyldufólks byggir á þeirri þjónustu sem boðið er upp á í sveitarfélaginu. Gott og metnaðrfullt skólastarf vegur þar einna þyngst en samhliða er það framboð á fjölbreyttu húsnæði, ódýru til eigu sem og leigu. Almenningssamgöngur er síðan sá þáttur sem ungt fólk aðhyllist meira og meira. Breytt lífssýn til umhverfismál og neysluhyggju gerir það að verkum að ungt fólk lítur alltaf nær og nær til þeirra þátta sem einfalda lífið í amstri dagsins. Í því felst að komast þokkalega hratt og örugglega á milli staða innan sveitarfélags sem og á milli staða utan búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Í stóra samhenginu þá eiga sveitarfélögin sér sameiginlega sýn þegar kemur að byggðaþróun og skipulag almenningssamgangna líkt og borgarlínan sýnir og sannar. En almenningssamgöngur þarf ekki síður að hugsa út frá börnum og ungmennum sem eru á faraldsfæti daginn út og inn í og úr skóla yfir í íþrótta- og tómstundastarf. Því þarf að huga sérstaklega að þeirra notendaþörf og horfa ekki framhjá þeirri mikilvægu þjónustu sem felst í almenningssamgöngum sem mæta einmitt þeirra þörfum. Þá þarf sérstaklega að huga að aðgengi íbúa sem fjærst eru frá þeirri þjónustu sem sótt er í eins og íþróttastarf eða annað tómstundastarf sem miðar ekki að samfellu skóladagsins. Í dag er raunveruleikinn sá að ungmenni hvort heldur sem eru staðsett á Álftanesi eða í Urriðaholti komast með talsverðum erfiðleikum á milli staða eftir hinn hefðbundna dagvinnutíma þar sem tíðni almenningssamgangna er takmörkuð. Að mörgu er að hyggja og það skiptir máli að Garðabær hafi skýra stefnu um öruggar samgöngur þegar kemur að börnum og ungmennum og þær séu greiðfærar og styðji við öll ungmenni til félagslegrar þátttöku óháð búsetu í sveitarfélaginu. Nýverið fór fram málþing um samgöngur barna og ungmenna sem einmitt var haldið í Garðabæ þar sem voru flutt áhugaverð erindi og góð brýning um að gleyma ekki þessum hópi notenda sem þurfa svo sannarlega á því að halda að komast á milli staða og mikilvægi þess að allir hafi jafnan aðgang að þeirri þjónustu. Við höfum til að mynda Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna sem kveða skýrt á um aðkomu barna og ungmenna þegar kemur að skipulagi samgangna. Á bæjarráðsfundi í vikunni flyt ég tillögu fyrir hönd Garðabæjarlistans um úttekt á samgöngum barna og ungmenna með það að leiðarljósi að varpa ljósi á þörfina og aðgengið sem og tillögu um að brugðist verði við þeirri niðurstöðu börnum og ungmennum til hagsbóta. Garðabær er ört vaxandi samfélag þar sem byggð er dreifð og íbúum fjölgar jafnt og þétt og því mál til komið að endurskoða fyrri umferðaröryggisstefnu Garðabæjar sem er frá árinu 2013 og því nokkuð ljóst að breytingar hafa orðið á þörf almenningsamgangna barna og ungmenna.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Strætó Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í ört vaxandi sveitarfélagi eins og Garðabæ verða almenningssamgöngur veigameiri þáttur í allri uppbyggingu. Góðar samgöngur hafa áhrif á svo marga þætti samfélagsins. Vart þarf að nefna áhrif þeirra í baráttunni við loftslagsmál og minni mengun það ætti að vera öllum ljóst í dag. Aðrir veigamiklir áhrifaþættir er búseta fólks. Val um búsetu ungs fjölskyldufólks byggir á þeirri þjónustu sem boðið er upp á í sveitarfélaginu. Gott og metnaðrfullt skólastarf vegur þar einna þyngst en samhliða er það framboð á fjölbreyttu húsnæði, ódýru til eigu sem og leigu. Almenningssamgöngur er síðan sá þáttur sem ungt fólk aðhyllist meira og meira. Breytt lífssýn til umhverfismál og neysluhyggju gerir það að verkum að ungt fólk lítur alltaf nær og nær til þeirra þátta sem einfalda lífið í amstri dagsins. Í því felst að komast þokkalega hratt og örugglega á milli staða innan sveitarfélags sem og á milli staða utan búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Í stóra samhenginu þá eiga sveitarfélögin sér sameiginlega sýn þegar kemur að byggðaþróun og skipulag almenningssamgangna líkt og borgarlínan sýnir og sannar. En almenningssamgöngur þarf ekki síður að hugsa út frá börnum og ungmennum sem eru á faraldsfæti daginn út og inn í og úr skóla yfir í íþrótta- og tómstundastarf. Því þarf að huga sérstaklega að þeirra notendaþörf og horfa ekki framhjá þeirri mikilvægu þjónustu sem felst í almenningssamgöngum sem mæta einmitt þeirra þörfum. Þá þarf sérstaklega að huga að aðgengi íbúa sem fjærst eru frá þeirri þjónustu sem sótt er í eins og íþróttastarf eða annað tómstundastarf sem miðar ekki að samfellu skóladagsins. Í dag er raunveruleikinn sá að ungmenni hvort heldur sem eru staðsett á Álftanesi eða í Urriðaholti komast með talsverðum erfiðleikum á milli staða eftir hinn hefðbundna dagvinnutíma þar sem tíðni almenningssamgangna er takmörkuð. Að mörgu er að hyggja og það skiptir máli að Garðabær hafi skýra stefnu um öruggar samgöngur þegar kemur að börnum og ungmennum og þær séu greiðfærar og styðji við öll ungmenni til félagslegrar þátttöku óháð búsetu í sveitarfélaginu. Nýverið fór fram málþing um samgöngur barna og ungmenna sem einmitt var haldið í Garðabæ þar sem voru flutt áhugaverð erindi og góð brýning um að gleyma ekki þessum hópi notenda sem þurfa svo sannarlega á því að halda að komast á milli staða og mikilvægi þess að allir hafi jafnan aðgang að þeirri þjónustu. Við höfum til að mynda Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna sem kveða skýrt á um aðkomu barna og ungmenna þegar kemur að skipulagi samgangna. Á bæjarráðsfundi í vikunni flyt ég tillögu fyrir hönd Garðabæjarlistans um úttekt á samgöngum barna og ungmenna með það að leiðarljósi að varpa ljósi á þörfina og aðgengið sem og tillögu um að brugðist verði við þeirri niðurstöðu börnum og ungmennum til hagsbóta. Garðabær er ört vaxandi samfélag þar sem byggð er dreifð og íbúum fjölgar jafnt og þétt og því mál til komið að endurskoða fyrri umferðaröryggisstefnu Garðabæjar sem er frá árinu 2013 og því nokkuð ljóst að breytingar hafa orðið á þörf almenningsamgangna barna og ungmenna.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun