Erlent

Forseti Íran í sína fyrstu heimsókn til Írak

Andri Eysteinsson skrifar
Hassan Rouhani, forseti Íran
Hassan Rouhani, forseti Íran Getty/Anadolu Agency
Forseti Íran, Hassan Rouhani, mun í vikunni halda í sína fyrstu opinberu heimsókn til nágrannalandsins Írak. Heimsókninni er ætlað að styrkja bönd ríkjanna tveggja sem báðum er stjórnað af síja múslimum. AP greinir frá.

Heimsóknin, sem írönsk yfirvöld segja vera sögu- og göfuglega, mun standa yfir í þrjá daga.Talið er að heimsóknin sé einhverskonar svar Rouhani við aðgerðum Donald Trump Bandaríkjaforseta. Trump sótti Írak óvænt heim í desember og lenti þá í skjóli nætur og hélt beint á herstöð Bandaríkjanna án þess að koma við í Bagdad.

Rouhani hefur gagnrýnt Trump fyrir þá heimsókn og velti því fyrir sér af hverju forsetinn hafi ekki farið í opinbera heimsókn í stað þess að „laumast“ inn í landið.

„Þú verður að ganga um stræti Bagdad ef þú vilt komast að því hvernig fólk tekur í þig“ sagði Rouhani af því tilefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×