Tónlist

Hatari frumsýnir myndband við Hatrið mun sigra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hatari ætlar sér alla leið.
Hatari ætlar sér alla leið.
Sveitin Hatari mun taka þátt í Söngvakeppninni með lagið Hatrið mun sigra. Sveitin stígur á svið í Háskólabíói og flytur lagið á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni.

Nú hefur sveitin gefið út tónlistarmyndband við lagið Hatrið mun sigra en myndbandinu er leikstýrt af Baldvini Vernharðssyni og Klemens Hannigan.

Það er Svikamylla Ehf. sem gefur það út en hér að neðan má sjá útkomuna.

Viltu frumsýna myndband á Vísi? Hafðu samband á ritstjorn(hja)visir.is og segðu okkur frá.


Tengdar fréttir

Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2019

Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. Tíu lög keppa í ár og hefst keppnin þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 9. febrúar en þá munu fimm lög keppa. Þetta kemur fram í tilkynningu RÚV.

Vill að keppendur ráði sjálfir tungumálinu

FÁSES, félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem aðstandendur Söngvakeppninnar eru hvattir til að endurskoða tungumálaregluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.