Kristaps Porzingis til Dallas eftir sjö manna skipti í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 10:30 Kristaps Porzingis. Getty/Abbie Parr Lettinn Kristaps Porzingis átti að vera framtíðarstjarna New York Knicks liðsins í NBA-deildinni en sú framtíðarsýn varð að engu í gær. Porzingis er nefnilega kominn til Dallas Mavericks eftir risa leikmannaskipti. Dallas Mavericks sér fyrir sér framtíðar dúndursamvinnu á milli Evrópubúanna Luka Doncic og Kristaps Porzingis sem munu nú í sameiningu væntanlega taka við liðinu af Þjóðverjanum Dirk Nowitzki.pic.twitter.com/rTCUW6qLzt — Kristaps Porzingis (@kporzee) February 1, 2019 Luka Doncic hefur slegið í gegn á fyrsta tímabili og sýnt fram á það að það er vel hægt að byggja NBA-lið í kringum hann. Kristaps Porzingis er enn að ná sér eftir krossbandsslit og var ekki byrjaður að spila með New York Knicks á tímabilinu. Í gær fréttir af óánægju hans með hversu illa gekk hjá New York Knicks liðinu og að hann vildi helst komast annað. Skömmu seinna var búið að skipta honum til Dallas Mavericks.From one young Mavs duo to the next. (via @ramonashelburne) pic.twitter.com/xdXFQE3Maq — NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 1, 2019This is why the #Knicks can't have nice things They had a future star in Kristaps Porzingis and they ruined it, writes @SBondyNYDN: https://t.co/8FurTjG4rIpic.twitter.com/j3jd8TERGd — NY Daily News Sports (@NYDNSports) February 1, 2019Dallas Mavericks fær Kristaps Porzingis og að auki leikmennina Trey Burke, Courtney Lee og Tim Hardaway Jr. en í staðinn fær New York Knicks nýliðann efnilega Dennis Smith Jr., reynsluboltana Wesley Matthews og DeAndre Jordan og svo tvo framtíðarvalrétti í fyrstu umferð. Samingar þeirra Wesley Matthews og DeAndre Jordan eru að renna út og það getur vel farið svo að New York Knicks kaupi þá út. Matthews og Jordan myndu þá eflaust reyna að komast til liðs í titilbaráttu. Það efast enginn um það að Kristaps Porzingis var frábær leikmaður áður en hann meiddist og hann er enn þá bara 23 ára gamall. Porzingis var með 22,7 stig og 6,6 fráköst að meðaltali í fyrra en þessi 221 sentímetra maður var með 39,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu.Kristaps Porzingis is already over his breakup with the #Knicks He didn't even give fans time to mourn: https://t.co/Zray9grdcipic.twitter.com/cjZNVKe6FN — NY Daily News Sports (@NYDNSports) February 1, 2019 NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Lettinn Kristaps Porzingis átti að vera framtíðarstjarna New York Knicks liðsins í NBA-deildinni en sú framtíðarsýn varð að engu í gær. Porzingis er nefnilega kominn til Dallas Mavericks eftir risa leikmannaskipti. Dallas Mavericks sér fyrir sér framtíðar dúndursamvinnu á milli Evrópubúanna Luka Doncic og Kristaps Porzingis sem munu nú í sameiningu væntanlega taka við liðinu af Þjóðverjanum Dirk Nowitzki.pic.twitter.com/rTCUW6qLzt — Kristaps Porzingis (@kporzee) February 1, 2019 Luka Doncic hefur slegið í gegn á fyrsta tímabili og sýnt fram á það að það er vel hægt að byggja NBA-lið í kringum hann. Kristaps Porzingis er enn að ná sér eftir krossbandsslit og var ekki byrjaður að spila með New York Knicks á tímabilinu. Í gær fréttir af óánægju hans með hversu illa gekk hjá New York Knicks liðinu og að hann vildi helst komast annað. Skömmu seinna var búið að skipta honum til Dallas Mavericks.From one young Mavs duo to the next. (via @ramonashelburne) pic.twitter.com/xdXFQE3Maq — NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 1, 2019This is why the #Knicks can't have nice things They had a future star in Kristaps Porzingis and they ruined it, writes @SBondyNYDN: https://t.co/8FurTjG4rIpic.twitter.com/j3jd8TERGd — NY Daily News Sports (@NYDNSports) February 1, 2019Dallas Mavericks fær Kristaps Porzingis og að auki leikmennina Trey Burke, Courtney Lee og Tim Hardaway Jr. en í staðinn fær New York Knicks nýliðann efnilega Dennis Smith Jr., reynsluboltana Wesley Matthews og DeAndre Jordan og svo tvo framtíðarvalrétti í fyrstu umferð. Samingar þeirra Wesley Matthews og DeAndre Jordan eru að renna út og það getur vel farið svo að New York Knicks kaupi þá út. Matthews og Jordan myndu þá eflaust reyna að komast til liðs í titilbaráttu. Það efast enginn um það að Kristaps Porzingis var frábær leikmaður áður en hann meiddist og hann er enn þá bara 23 ára gamall. Porzingis var með 22,7 stig og 6,6 fráköst að meðaltali í fyrra en þessi 221 sentímetra maður var með 39,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu.Kristaps Porzingis is already over his breakup with the #Knicks He didn't even give fans time to mourn: https://t.co/Zray9grdcipic.twitter.com/cjZNVKe6FN — NY Daily News Sports (@NYDNSports) February 1, 2019
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum