Elta sauðfé í þjóðgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. febrúar 2019 06:45 Frá Þingvöllum. „Það er væntanlega einhvers staðar gat á girðingu,“ segir Gunnar Þórir Þorkelsson héraðsdýralæknir sem sendi á dögunum bréf til Bláskógabyggðar vegna kinda í þjóðgarðinum á Þingvöllum. „Matvælastofnun hafa borist ábendingar um, að innan þjóðgarðs á Þingvöllum gangi hópur sauðfjár sjálfala og aðgæslulaus,“ sagði í bréfi héraðsdýralæknisins sem vitnaði í lög um velferð dýra. Þau skuli að vetri til hafa skjól fyrir öllum veðrum og þörfum þeirra á að sinna einu sinni á dag. „Auk ofangreinds er einnig brýnt að ná til þessa fjár þar sem Matvælastofnun hefur borist tilkynning um að fé sé að sleppa milli varnarhólfa Landnámshólfs og Grímsness- og Laugardalshólfs,“ skrifaði Gunnar Þórir. „Nauðsynlegt er að athuga hvort þetta fé sé í röngu varnarhólfi. Eins er mikilvægt að staðfest sé hver sé umráðamaður fjárins, svo unnt sé að kanna almennan aðbúnað fjár í hans umsjá verði þörf talin á.“ Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir nokkuð hafa verið um lausagöngu sauðfjár í þjóðgarðinum undanfarin ár. Ástæðan sé að hluta sú að viðhaldi þjóðgarðsgirðingar að austanverðu sé ábótavant. Úr því hafi loks verið bætt í fyrra og fé í þjóðgarðinum þá fækkað eitthvað. „Hins vegar er girðingin fyrir ofan Almannagjá nokkuð lek. Einnig eru þar nokkur hlið sem ferðamenn skilja oft eftir opin. Þar fyrir utan er eitthvert fé sem mögulega hefur komist þar inn vegna framkvæmda á Haki á síðasta ári,“ útskýrir Einar. Laga eigi girðinguna við Almannagjá fyrir vorið. „Girðingin fyrir ofan Almannagjá er sauðfjárveikigirðing og því eiga þær kindur sem koma ofan af niður í sigdældina ekki afturkvæmt til síns heima samkvæmt laganna hljóðan.“ Einar segir nú áætlað að um tíu kindur séu í þjóðgarðinum vestanverðum og að einhverjar kindur séu líka austanmegin. „Það er mikill snjór núna og jarðbönn þó að þær geti nærst nokkuð á birkigróðri,“ segir þjóðgarðsvörður. Hægt sé að rekja spor þeirra í snjónum og stefnt sé að því að ná skepnunum á næstu dögum. „Féð verður handsamað næstu daga,“ staðfestir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Dýraheilbrigði Landbúnaður Þjóðgarðar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Það er væntanlega einhvers staðar gat á girðingu,“ segir Gunnar Þórir Þorkelsson héraðsdýralæknir sem sendi á dögunum bréf til Bláskógabyggðar vegna kinda í þjóðgarðinum á Þingvöllum. „Matvælastofnun hafa borist ábendingar um, að innan þjóðgarðs á Þingvöllum gangi hópur sauðfjár sjálfala og aðgæslulaus,“ sagði í bréfi héraðsdýralæknisins sem vitnaði í lög um velferð dýra. Þau skuli að vetri til hafa skjól fyrir öllum veðrum og þörfum þeirra á að sinna einu sinni á dag. „Auk ofangreinds er einnig brýnt að ná til þessa fjár þar sem Matvælastofnun hefur borist tilkynning um að fé sé að sleppa milli varnarhólfa Landnámshólfs og Grímsness- og Laugardalshólfs,“ skrifaði Gunnar Þórir. „Nauðsynlegt er að athuga hvort þetta fé sé í röngu varnarhólfi. Eins er mikilvægt að staðfest sé hver sé umráðamaður fjárins, svo unnt sé að kanna almennan aðbúnað fjár í hans umsjá verði þörf talin á.“ Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir nokkuð hafa verið um lausagöngu sauðfjár í þjóðgarðinum undanfarin ár. Ástæðan sé að hluta sú að viðhaldi þjóðgarðsgirðingar að austanverðu sé ábótavant. Úr því hafi loks verið bætt í fyrra og fé í þjóðgarðinum þá fækkað eitthvað. „Hins vegar er girðingin fyrir ofan Almannagjá nokkuð lek. Einnig eru þar nokkur hlið sem ferðamenn skilja oft eftir opin. Þar fyrir utan er eitthvert fé sem mögulega hefur komist þar inn vegna framkvæmda á Haki á síðasta ári,“ útskýrir Einar. Laga eigi girðinguna við Almannagjá fyrir vorið. „Girðingin fyrir ofan Almannagjá er sauðfjárveikigirðing og því eiga þær kindur sem koma ofan af niður í sigdældina ekki afturkvæmt til síns heima samkvæmt laganna hljóðan.“ Einar segir nú áætlað að um tíu kindur séu í þjóðgarðinum vestanverðum og að einhverjar kindur séu líka austanmegin. „Það er mikill snjór núna og jarðbönn þó að þær geti nærst nokkuð á birkigróðri,“ segir þjóðgarðsvörður. Hægt sé að rekja spor þeirra í snjónum og stefnt sé að því að ná skepnunum á næstu dögum. „Féð verður handsamað næstu daga,“ staðfestir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Dýraheilbrigði Landbúnaður Þjóðgarðar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira