Tæplega 20 milljónir barna óbólusettar Heimsljós kynnir 16. júlí 2019 16:00 Ljósmynd frá Malaví. gunnisal Rúmlega eitt af hverjum tíu börnum í heiminum eða tæplega 20 milljónir barna voru ekki bólusett á síðasta ári gegn lífshættulegum sjúkdómum. Ástæðurnar eru af ýmsum toga, meðal annars svæðisbundin átök, kostnaður og andúð á bólusetningum. Þetta kemur fram í sameiginlegri rannsókn tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna, WHO og UNICEF. Flest óbólusettu barnanna búa í tíu þjóðríkjum, eða 11,7 milljónir þeirra 19,4 milljóna sem voru ekki bólusett. Flest barnanna eru í Nígeríu, Indlandi og Pakistan. Rannsóknin leiðir enn fremur í ljós að bólusetningar á heimsvísu gegn fjórum skaðlegustu sjúkdómunum hefur ekkert breyst frá árinu 2010 og stendur í stað í 86 prósentum. Um er að ræða sjúkdóma í hálsi og öndunarvegi (difteríu), stífkrampa, kíghósta og mislinga. Að mati fulltrúa fyrrnefndra stofnana er brýnt að auka bólusetningar gegn sjúkdómum þar sem bóluefni er á annað borð til og koma þannig í veg fyrir faraldra. Alls tókst 118 þjóðum að ná 90 prósenta hlutfalli bólusettra barna í árslok 2018 en sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja æskilegast að hlutfallið sé 95 prósent í heiminum öllum. „Bólusetningar eru eitt mikilvægasta verkfæri okkar til að koma í veg fyrir útbreiðslu og halda heiminum öruggum," er haft eftir Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, á fréttaveitu Sameinuðu þjóðanna. Mörg óbólusettu barnanna eru í hvað mestri hættu á fá sjúkdóma, segir í fréttinni, eins og börn á átakasvæðum og börn fátækra foreldra. Mesta þekjun bólusetninga var í Evrópu á síðasta ári, rúmlega 90 prósent, 18 prósentustigum ofar en Afríka, sem er sú heimsálfa þar sem fæst börn eru bólusett. Utanríkisráðuneytið lagði alþjóðlega bólusetningarsjóðnum GAVI til 120 milljónir króna í ársbyrjun í þeim tilgangi að herða á bólusetningum malavískra barna. Framlagið verður nýtt á þriggja ára tímabili en þekjun bólusetninga í Malaví er enn innan við 90 prósent. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent
Rúmlega eitt af hverjum tíu börnum í heiminum eða tæplega 20 milljónir barna voru ekki bólusett á síðasta ári gegn lífshættulegum sjúkdómum. Ástæðurnar eru af ýmsum toga, meðal annars svæðisbundin átök, kostnaður og andúð á bólusetningum. Þetta kemur fram í sameiginlegri rannsókn tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna, WHO og UNICEF. Flest óbólusettu barnanna búa í tíu þjóðríkjum, eða 11,7 milljónir þeirra 19,4 milljóna sem voru ekki bólusett. Flest barnanna eru í Nígeríu, Indlandi og Pakistan. Rannsóknin leiðir enn fremur í ljós að bólusetningar á heimsvísu gegn fjórum skaðlegustu sjúkdómunum hefur ekkert breyst frá árinu 2010 og stendur í stað í 86 prósentum. Um er að ræða sjúkdóma í hálsi og öndunarvegi (difteríu), stífkrampa, kíghósta og mislinga. Að mati fulltrúa fyrrnefndra stofnana er brýnt að auka bólusetningar gegn sjúkdómum þar sem bóluefni er á annað borð til og koma þannig í veg fyrir faraldra. Alls tókst 118 þjóðum að ná 90 prósenta hlutfalli bólusettra barna í árslok 2018 en sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja æskilegast að hlutfallið sé 95 prósent í heiminum öllum. „Bólusetningar eru eitt mikilvægasta verkfæri okkar til að koma í veg fyrir útbreiðslu og halda heiminum öruggum," er haft eftir Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, á fréttaveitu Sameinuðu þjóðanna. Mörg óbólusettu barnanna eru í hvað mestri hættu á fá sjúkdóma, segir í fréttinni, eins og börn á átakasvæðum og börn fátækra foreldra. Mesta þekjun bólusetninga var í Evrópu á síðasta ári, rúmlega 90 prósent, 18 prósentustigum ofar en Afríka, sem er sú heimsálfa þar sem fæst börn eru bólusett. Utanríkisráðuneytið lagði alþjóðlega bólusetningarsjóðnum GAVI til 120 milljónir króna í ársbyrjun í þeim tilgangi að herða á bólusetningum malavískra barna. Framlagið verður nýtt á þriggja ára tímabili en þekjun bólusetninga í Malaví er enn innan við 90 prósent. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent