„Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 12:45 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. fréttablaðið/sigtryggur ari Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. Viðbrögðin séu fullkomlega fyrirséð. Forseti Filippseyja hefur látið hafa eftir sér að hann íhugi af alvöru að slíta stjórnmálasambandi við Ísland vegna tillögu Íslendinga fyrir mannréttindaráði Sameinuðuþjóðanna að framkvæmd yrði óháð rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir snýst um að rannsaka baráttu gegn fíkniefnaneyslu Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gegn fíkniefnaneyslu þar í landi. Tillagan var samþykkt með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6000 til 20.000 manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem hið svokallaða fíkniefnastríð hefur staðið yfir á Filippseyjum. Salvador Panelo, talsmaður filippseysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um hvernig Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörðunarrétt þeirra til að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir forseta Filippseyja, þekktan fyrir að virða hvorki mannréttindi né borgaraleg réttindi. „Ég held að þessi viðbrögð séu fullkomlega fyrirséð. Ég held að utanríkisþjónusta Íslands hafi átt algerlega von á þeim en ég sé ekki að þau hafi neinar sérstakar afleiðingar fyrir Ísland þannig lagað. Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi. Þeir sem að gætu orðið fyrir óþægindum af málinu eru fyrst og fremst þeir fjölmörgu Filippseyingar sem búa á Íslandi,“ segir Eiríkur. Utanríkisráðherra Filippseyja mótmælti niðurstöðunni að samþykkt lokinni en tjáði sig síðar um málið á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir að ekki séu áform um að slíta stjórnmálasamstarfinu. „Nú þurfa menn líka að átta sig á því að Ísland er auðvitað ekki eitt þarna í þessu. Það eru Sameinuðu þjóðirnar sem standa að þessari ályktun, ekki Ísland, sem er þó þarna í forsvari. Það er í sjálfu sér nýtt og er töluvert merkilegt að Íslendingar beiti sér með þessum hætti í alþjóðlegum málum. Við höfum ekki áður gert það með svona hætti í mannréttindamálum.“ Fréttastofa leitaði viðbragða hjá utanríkisráðuneytinu sem tjáir sig ekki að svo stöddu. Engin formleg viðbrögð hafa borist ráðuneytinu frá stjórnvöldum á Filippseyjum.Fréttin hefur verið uppfærð. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. Viðbrögðin séu fullkomlega fyrirséð. Forseti Filippseyja hefur látið hafa eftir sér að hann íhugi af alvöru að slíta stjórnmálasambandi við Ísland vegna tillögu Íslendinga fyrir mannréttindaráði Sameinuðuþjóðanna að framkvæmd yrði óháð rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir snýst um að rannsaka baráttu gegn fíkniefnaneyslu Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gegn fíkniefnaneyslu þar í landi. Tillagan var samþykkt með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6000 til 20.000 manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem hið svokallaða fíkniefnastríð hefur staðið yfir á Filippseyjum. Salvador Panelo, talsmaður filippseysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um hvernig Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörðunarrétt þeirra til að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir forseta Filippseyja, þekktan fyrir að virða hvorki mannréttindi né borgaraleg réttindi. „Ég held að þessi viðbrögð séu fullkomlega fyrirséð. Ég held að utanríkisþjónusta Íslands hafi átt algerlega von á þeim en ég sé ekki að þau hafi neinar sérstakar afleiðingar fyrir Ísland þannig lagað. Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi. Þeir sem að gætu orðið fyrir óþægindum af málinu eru fyrst og fremst þeir fjölmörgu Filippseyingar sem búa á Íslandi,“ segir Eiríkur. Utanríkisráðherra Filippseyja mótmælti niðurstöðunni að samþykkt lokinni en tjáði sig síðar um málið á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir að ekki séu áform um að slíta stjórnmálasamstarfinu. „Nú þurfa menn líka að átta sig á því að Ísland er auðvitað ekki eitt þarna í þessu. Það eru Sameinuðu þjóðirnar sem standa að þessari ályktun, ekki Ísland, sem er þó þarna í forsvari. Það er í sjálfu sér nýtt og er töluvert merkilegt að Íslendingar beiti sér með þessum hætti í alþjóðlegum málum. Við höfum ekki áður gert það með svona hætti í mannréttindamálum.“ Fréttastofa leitaði viðbragða hjá utanríkisráðuneytinu sem tjáir sig ekki að svo stöddu. Engin formleg viðbrögð hafa borist ráðuneytinu frá stjórnvöldum á Filippseyjum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07
Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15