Meta kröfu um endurupptöku í máli Styrmis Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. júlí 2019 12:30 Ragnar Halldór Hall hæstaréttarlögmaður. Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dag að íslenska ríkið hefði brotið á rétti Styrmis til réttlátrar málsmeðferðar með dómi Hæstaréttar Íslands í svokölluðu Exeter-máli. Þá komst Mannréttindadómstóllinn að sömu niðurstöðu í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar sem var starfsmaður Húsasmiðjunnar og hlaut dóm í Hæstarétti fyrir aðild sína að verðsamráði. Styrmir, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri MP fjárfestingarbanka, var dæmdur fyrir hlutdeild í umboðssvikum í svokölluðu Exeter-máli með dómi Hæstaréttar Íslands sem var kveðinn upp 31. október 2013. Brotið fólst því að talið var sannað að hann hefði í október 2008 lagt á ráðin um að Byr sparisjóður veitti lán til félagsins Exeter Holdings til að fjármagna kaup félagsins á stofnfjárbréfum sem meðal annars voru í eigu þáverandi stjórnarformanns og sparisjóðsstjóra Byrs. Með þeim viðskiptum, sem voru að langstærstum hluta fjármögnuð af Byr sparisjóði, var málum komið þannig fyrir að áhættu á tjóni vegna stofnfjárbréfanna, sem áður hafði hvílt á MP fjárfestingarbanka, var velt yfir á sparisjóðinn. Var Styrmir dæmdur í eins árs fangelsi en sparisjóðsstjóri og stjórnarformaður Byrs höfðu áður hlotið dóma fyrir umboðssvik vegna sömu viðskipta. Styrmir kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu eftir að dómur Hæstaréttar var kveðinn upp en hann taldi að hann hefði ekki notið réttlátrar málsmeðferðar í málinu í skilningi 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Styrmir hafði verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur en sýknudómi í málinu var snúið við í Hæstarétti án milliliðalausrar sönnunarfærslu. Hæstiréttur hafði aðeins fengið útprentanir af vitnisburðum en ekki hlýtt á þá milliliðalaust.Styrmir Þór Bragason í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð í máli hans fór fram þar. Hann var sýknaður í Héraðsdómi en Hæstiréttur sneri þeim dóm við og dæmdi hann í eins árs fangelsi hinn 31. október 2013. Vísir/StefánHæstiréttur átti að boða Styrmi og önnur vitni til skýrslugjafar Mannréttindasdómstóllinn byggir á því að sú niðurstaða Hæstaréttar að Styrmi „hafi ekki getað dulist“ að lánið, sem ákært var fyrir í málinu, hafi verið veitt með ólögmætum hætti, hafi í raun verið reist á breiðari grunni en niðurstaða héraðsdóms. Þá megi ráða af dómi Hæstaréttar að rétturinn hafi komist að þessari niðurstöðu með mati á gögnum málsins, þar á meðal útprentunum af skýrslu Styrmis sjálfs og annarra vitna fyrir héraðsdómi. Í ljósi þess að Hæstiréttur hafi komist að þessari niðurstöðu án þess að hlýða á framburð Styrmis hafi verið brotinn á honum réttur til réttlátrar málsmeðferðar. Mannréttindadómstóllinn telur að ekkert hafi réttlætt það að Styrmir og önnur vitni hafi ekki verið boðuð fyrir Hæstarétt til að gefa skýrslu milliliðalaust áður en dómur var kveðinn upp í málinu. Í því sambandi skipti engu máli þótt Hæstiréttur hafi haft afrit af skýrslum þessara vitna fyrir héraðsdómi. „Héraðsdómur tók skýrt fram að framburður Styrmis og annarra sem komu fyrir dóminn væru trúverðugir og sýknaði. Þetta er í raun alveg sambærilegt við málið sem kennt hefur verið við Vegas veitingastaðinn. Það var endurupptekið í Hæstarétti í framhaldi af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu og sá sem hafði verið sakfelldur áður var að lokum sýknaður,“ segir Ragnar Halldór Hall lögmaður Styrmis. Mun Styrmir krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar fyrir endurupptökunefnd núna þegar dómur Mannréttindadómstóls Evrópu liggur fyrir? „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það. Styrmir er erlendis. Ég á eftir að fara yfir það með honum hver viðbrögðin verða við þessum dómi,“ segir Ragnar. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða Styrmi 7.500 evrur í bætur. Í öðrum dómi sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp í morgun var því slegið föstu að íslenska ríkið hefði brotið á rétti Júlíusar Þórs Sigurþórssonar, fyrrverandi starfsmanni Húsasmiðjunnar. Júlíus var dæmdur í níu mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016 fyrir hlutdeild sína verðsamráði vegna starfa sinna fyrir Húsasmiðjuna á árunum 2010-2011. Niðurstaðan í máli Júlíusar var sú sama og í máli Styrmis. Mannaréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hefði verið brotin þegar Hæstiréttur endurmat munnlegan vitnisburð. Júlíusi voru hins vegar ekki dæmdar bætur. Milliðalaus sönnunarfærsla í sakamálum er ekki lengur vandamál á áfrýjunarstigi hér á landi eftir að Landsréttur tók til starfa hinn 1. janúar 2018. Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dag að íslenska ríkið hefði brotið á rétti Styrmis til réttlátrar málsmeðferðar með dómi Hæstaréttar Íslands í svokölluðu Exeter-máli. Þá komst Mannréttindadómstóllinn að sömu niðurstöðu í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar sem var starfsmaður Húsasmiðjunnar og hlaut dóm í Hæstarétti fyrir aðild sína að verðsamráði. Styrmir, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri MP fjárfestingarbanka, var dæmdur fyrir hlutdeild í umboðssvikum í svokölluðu Exeter-máli með dómi Hæstaréttar Íslands sem var kveðinn upp 31. október 2013. Brotið fólst því að talið var sannað að hann hefði í október 2008 lagt á ráðin um að Byr sparisjóður veitti lán til félagsins Exeter Holdings til að fjármagna kaup félagsins á stofnfjárbréfum sem meðal annars voru í eigu þáverandi stjórnarformanns og sparisjóðsstjóra Byrs. Með þeim viðskiptum, sem voru að langstærstum hluta fjármögnuð af Byr sparisjóði, var málum komið þannig fyrir að áhættu á tjóni vegna stofnfjárbréfanna, sem áður hafði hvílt á MP fjárfestingarbanka, var velt yfir á sparisjóðinn. Var Styrmir dæmdur í eins árs fangelsi en sparisjóðsstjóri og stjórnarformaður Byrs höfðu áður hlotið dóma fyrir umboðssvik vegna sömu viðskipta. Styrmir kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu eftir að dómur Hæstaréttar var kveðinn upp en hann taldi að hann hefði ekki notið réttlátrar málsmeðferðar í málinu í skilningi 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Styrmir hafði verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur en sýknudómi í málinu var snúið við í Hæstarétti án milliliðalausrar sönnunarfærslu. Hæstiréttur hafði aðeins fengið útprentanir af vitnisburðum en ekki hlýtt á þá milliliðalaust.Styrmir Þór Bragason í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð í máli hans fór fram þar. Hann var sýknaður í Héraðsdómi en Hæstiréttur sneri þeim dóm við og dæmdi hann í eins árs fangelsi hinn 31. október 2013. Vísir/StefánHæstiréttur átti að boða Styrmi og önnur vitni til skýrslugjafar Mannréttindasdómstóllinn byggir á því að sú niðurstaða Hæstaréttar að Styrmi „hafi ekki getað dulist“ að lánið, sem ákært var fyrir í málinu, hafi verið veitt með ólögmætum hætti, hafi í raun verið reist á breiðari grunni en niðurstaða héraðsdóms. Þá megi ráða af dómi Hæstaréttar að rétturinn hafi komist að þessari niðurstöðu með mati á gögnum málsins, þar á meðal útprentunum af skýrslu Styrmis sjálfs og annarra vitna fyrir héraðsdómi. Í ljósi þess að Hæstiréttur hafi komist að þessari niðurstöðu án þess að hlýða á framburð Styrmis hafi verið brotinn á honum réttur til réttlátrar málsmeðferðar. Mannréttindadómstóllinn telur að ekkert hafi réttlætt það að Styrmir og önnur vitni hafi ekki verið boðuð fyrir Hæstarétt til að gefa skýrslu milliliðalaust áður en dómur var kveðinn upp í málinu. Í því sambandi skipti engu máli þótt Hæstiréttur hafi haft afrit af skýrslum þessara vitna fyrir héraðsdómi. „Héraðsdómur tók skýrt fram að framburður Styrmis og annarra sem komu fyrir dóminn væru trúverðugir og sýknaði. Þetta er í raun alveg sambærilegt við málið sem kennt hefur verið við Vegas veitingastaðinn. Það var endurupptekið í Hæstarétti í framhaldi af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu og sá sem hafði verið sakfelldur áður var að lokum sýknaður,“ segir Ragnar Halldór Hall lögmaður Styrmis. Mun Styrmir krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar fyrir endurupptökunefnd núna þegar dómur Mannréttindadómstóls Evrópu liggur fyrir? „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það. Styrmir er erlendis. Ég á eftir að fara yfir það með honum hver viðbrögðin verða við þessum dómi,“ segir Ragnar. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða Styrmi 7.500 evrur í bætur. Í öðrum dómi sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp í morgun var því slegið föstu að íslenska ríkið hefði brotið á rétti Júlíusar Þórs Sigurþórssonar, fyrrverandi starfsmanni Húsasmiðjunnar. Júlíus var dæmdur í níu mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016 fyrir hlutdeild sína verðsamráði vegna starfa sinna fyrir Húsasmiðjuna á árunum 2010-2011. Niðurstaðan í máli Júlíusar var sú sama og í máli Styrmis. Mannaréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hefði verið brotin þegar Hæstiréttur endurmat munnlegan vitnisburð. Júlíusi voru hins vegar ekki dæmdar bætur. Milliðalaus sönnunarfærsla í sakamálum er ekki lengur vandamál á áfrýjunarstigi hér á landi eftir að Landsréttur tók til starfa hinn 1. janúar 2018.
Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12