Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2019 10:34 Ærslabelgurinn er við hlið Safnahússins í hjarta bæjarins. Ísafjarðarbær Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. Ærslabelgurinn, sem komið var fyrir við hlið Safnahússins síðastliðið haust, er að sögn starfandi minjavarðar svæðsins innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum og lögum samkvæmt verði Minjastofnun því að gefa grænt ljóst á endurbæturnar. Skiptar skoðanir voru um uppsetningu belgsins meðal íbúa Ísafjarðar á sínum tíma. Þrátt fyrir að hverfisráð Eyrar og Efribyggðar hafi sammælst um staðsetninguna við Safnahúsið, sem er eitt helsta kennileiti bæjarins, voru ekki allir á eitt sáttir. Einhverjum þótti ærslabelgurinn fullnálægt íbúðarhúsum og veltu fyrir sér hvort ekki giltu sérstakar reglur um uppsetningu slíkra leiktækja, enda oft læti í skoppandi börnum sem geta raskað svefnfriði. Hverfisráðið sagði þó að svæðið væri skipulagt í aðalskipulagi og því heimilt að setja belginn upp. Þá voru jafnframt sett tímamörk á tækið í sumar til að girða fyrir næturskopp. Loftdælan hættir nú að blása klukkan 21.30. Því fór svo að lokum að belgurinn var settur upp og var áætlaður kostnaður um 3 milljónir króna. Hins vegar þurfti að slökkva á belgnum síðastliðinn fimmtudag vegna „viðhalds og viðgerða“ og voru áætluð verklok í upphafi þessarar viku. „Þetta mun eflaust kalla fram mismunandi viðbrögð hjá krökkunum sem skemmta sér frábærlega þarna alla daga og munum við drífa í þessu eins og unnt verður,“ eins og segir í færslu Ísafjarðarbæjar. Nú er hins vegar ljóst að áætluð verklok munu frestast eitthvað enda hefur Minjastofnun farið þess á leit við bæjarfélagið að viðgerðirnar verði stöðvaðar. Fram kemur á vef BB að Ísafjarðarbær hafi orðið við þessum tilmælum stofnunarinnar. Það er þó ekki allsendis rétt sem kemur fram á vef héraðsmiðilsins að sögn Ingu Sóleyjar Kristjönudóttir, starfandi minjavarðar svæðisins. Ekki sé búið að banna belginn heldur þess aðeins krafist að viðgerðirnar verði stöðvaðar þangað til að fulltrúar Minjastofnunar mæta á svæðið og gefa grænt ljóst. Hún útskýrir að samkvæmt lögum um minjavernd þurfi að sækja um leyfi til stofnunarinnar ef til stendur að ráðast í framkvæmdir innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum. Það eigi við í tilfelli viðgerðanna á ærslabelgnum sem stendur skammt frá bæjarhólnum við Eyri, sem er friðlýstur. Eyri var höfuðból í Skutulsfirði og hefur í gegnum tíðina verið talin landnámsjörð. Þannig er minnst á Odd Örlygsson í Gísla sögu Súrssonar, sem sagður var búa á Eyri. Inga hjá Minjastofnun segist vona að fulltrúar stofnunarinnar geti tekið út framkvæmdirnar strax í þessari viku. Haft er eftir bæjarritara Ísafjarðar á vef BB að það sé ekki vilji bæjarfélagsins að hrófla við fornminjum. „Við vonumst sannarlega til þess að ungmenni okkar fái að njóta ærslabelgsins það sem eftir lifi sumars og að Minjastofnun geri ekki athugasemd við lagfæringar á honum sem nú standa yfir,“ segir bæjarritari. Fornminjar Ísafjarðarbær Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. Ærslabelgurinn, sem komið var fyrir við hlið Safnahússins síðastliðið haust, er að sögn starfandi minjavarðar svæðsins innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum og lögum samkvæmt verði Minjastofnun því að gefa grænt ljóst á endurbæturnar. Skiptar skoðanir voru um uppsetningu belgsins meðal íbúa Ísafjarðar á sínum tíma. Þrátt fyrir að hverfisráð Eyrar og Efribyggðar hafi sammælst um staðsetninguna við Safnahúsið, sem er eitt helsta kennileiti bæjarins, voru ekki allir á eitt sáttir. Einhverjum þótti ærslabelgurinn fullnálægt íbúðarhúsum og veltu fyrir sér hvort ekki giltu sérstakar reglur um uppsetningu slíkra leiktækja, enda oft læti í skoppandi börnum sem geta raskað svefnfriði. Hverfisráðið sagði þó að svæðið væri skipulagt í aðalskipulagi og því heimilt að setja belginn upp. Þá voru jafnframt sett tímamörk á tækið í sumar til að girða fyrir næturskopp. Loftdælan hættir nú að blása klukkan 21.30. Því fór svo að lokum að belgurinn var settur upp og var áætlaður kostnaður um 3 milljónir króna. Hins vegar þurfti að slökkva á belgnum síðastliðinn fimmtudag vegna „viðhalds og viðgerða“ og voru áætluð verklok í upphafi þessarar viku. „Þetta mun eflaust kalla fram mismunandi viðbrögð hjá krökkunum sem skemmta sér frábærlega þarna alla daga og munum við drífa í þessu eins og unnt verður,“ eins og segir í færslu Ísafjarðarbæjar. Nú er hins vegar ljóst að áætluð verklok munu frestast eitthvað enda hefur Minjastofnun farið þess á leit við bæjarfélagið að viðgerðirnar verði stöðvaðar. Fram kemur á vef BB að Ísafjarðarbær hafi orðið við þessum tilmælum stofnunarinnar. Það er þó ekki allsendis rétt sem kemur fram á vef héraðsmiðilsins að sögn Ingu Sóleyjar Kristjönudóttir, starfandi minjavarðar svæðisins. Ekki sé búið að banna belginn heldur þess aðeins krafist að viðgerðirnar verði stöðvaðar þangað til að fulltrúar Minjastofnunar mæta á svæðið og gefa grænt ljóst. Hún útskýrir að samkvæmt lögum um minjavernd þurfi að sækja um leyfi til stofnunarinnar ef til stendur að ráðast í framkvæmdir innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum. Það eigi við í tilfelli viðgerðanna á ærslabelgnum sem stendur skammt frá bæjarhólnum við Eyri, sem er friðlýstur. Eyri var höfuðból í Skutulsfirði og hefur í gegnum tíðina verið talin landnámsjörð. Þannig er minnst á Odd Örlygsson í Gísla sögu Súrssonar, sem sagður var búa á Eyri. Inga hjá Minjastofnun segist vona að fulltrúar stofnunarinnar geti tekið út framkvæmdirnar strax í þessari viku. Haft er eftir bæjarritara Ísafjarðar á vef BB að það sé ekki vilji bæjarfélagsins að hrófla við fornminjum. „Við vonumst sannarlega til þess að ungmenni okkar fái að njóta ærslabelgsins það sem eftir lifi sumars og að Minjastofnun geri ekki athugasemd við lagfæringar á honum sem nú standa yfir,“ segir bæjarritari.
Fornminjar Ísafjarðarbær Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira