Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. júlí 2019 06:15 Stjórnvöld á Filippseyjum gangast við því að 6600 hafi verið tekin af lífi í fíkniefnastríðinu á undanförnum þremur árum. Mannréttindasamtök segja töluna þrefalt hærri. Myndin er úr erlendum myndabanka og sýnir aðstandendur einstsaklings sem myrtur var í stríðinu, Getty/Ezra Acayan „Ef þú þekkir engan skaltu ekki fara til Filippseyja, það er ekki óhætt. Ég á þrettán ára frænda sem langar mikið til að fara til Filippseyja en ég sagði honum að gera það ekki fyrr en þessi hætta væri liðin hjá,“ segir Lilja Védís Hólmsdóttir. Hún er frá Filippseyjum en hefur búið á Íslandi í 20 ár. Hún er fulltrúi í Evrópusamtökum Filippseyinga og er ein þeirra sem fagnar ályktun Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. „Stjórnmál í Filippseyjum eru mjög svæðisbundin og það endurspeglast meðal Filippseyinga á Íslandi,“ segir Lilja.Sjá einnig: Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland „Marcos var frá Ilocos, eiginkona hans Imelda frá Leyte, og Duterte frá Davao. Þeir Íslendingar sem koma frá þessum stöðum styðja Duterte nær undantekningarlaust. Filippseyingar halda mikið upp á þá sem gera eitthvað fyrir sitt heimahérað. Eins og um kvikmynda- eða poppstjörnur væri að ræða.“ Donna Cruz segir Duterte njóta mests stuðnings í sveitum landsins.Aðsent Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar búa tæplega 1.900 Filippseyingar á Íslandi. Sumir þeirra eru mjög uggandi vegna ályktunarinnar. Margir af þeim sem Fréttablaðið ræddi við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. „Þetta er mjög viðkvæmt og maður verður að passa sig. Fólk hefur verið drepið út af þessu. Fólk í Filippseyjum getur alveg tjáð sig en það eru alltaf vandræði sem fylgja þessu,“ segir einn viðmælandi blaðsins. „Ég fer bráðum til Filippseyja og vil ekki vera stoppaður á flugvellinum fyrir það sem ég segi.“ Donna Cruz er einn þekktasti Filippseyingurinn á Íslandi en hún var áður í Áttunni. Donna er nýkomin frá Filippseyjum. „Ég var í Manila og fór svo í sveitina upp í fjöllin,“ segir Donna. „Í borginni finnst fólki hann vera spilltur. Það segir að hann sé að eyðileggja ímynd Filippseyja og eru harðir á móti honum. Svo í sveitinni nýtur hann stuðnings. Þau segja að hann standi sig vel og að það sé honum að þakka að það sé ekki jafn mikill eiturlyfjavandi. Það virðist vera þannig að því minna upplýsingaflæði, þeim mun vinsælli er hann.“ Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Innflytjendamál Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
„Ef þú þekkir engan skaltu ekki fara til Filippseyja, það er ekki óhætt. Ég á þrettán ára frænda sem langar mikið til að fara til Filippseyja en ég sagði honum að gera það ekki fyrr en þessi hætta væri liðin hjá,“ segir Lilja Védís Hólmsdóttir. Hún er frá Filippseyjum en hefur búið á Íslandi í 20 ár. Hún er fulltrúi í Evrópusamtökum Filippseyinga og er ein þeirra sem fagnar ályktun Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. „Stjórnmál í Filippseyjum eru mjög svæðisbundin og það endurspeglast meðal Filippseyinga á Íslandi,“ segir Lilja.Sjá einnig: Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland „Marcos var frá Ilocos, eiginkona hans Imelda frá Leyte, og Duterte frá Davao. Þeir Íslendingar sem koma frá þessum stöðum styðja Duterte nær undantekningarlaust. Filippseyingar halda mikið upp á þá sem gera eitthvað fyrir sitt heimahérað. Eins og um kvikmynda- eða poppstjörnur væri að ræða.“ Donna Cruz segir Duterte njóta mests stuðnings í sveitum landsins.Aðsent Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar búa tæplega 1.900 Filippseyingar á Íslandi. Sumir þeirra eru mjög uggandi vegna ályktunarinnar. Margir af þeim sem Fréttablaðið ræddi við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. „Þetta er mjög viðkvæmt og maður verður að passa sig. Fólk hefur verið drepið út af þessu. Fólk í Filippseyjum getur alveg tjáð sig en það eru alltaf vandræði sem fylgja þessu,“ segir einn viðmælandi blaðsins. „Ég fer bráðum til Filippseyja og vil ekki vera stoppaður á flugvellinum fyrir það sem ég segi.“ Donna Cruz er einn þekktasti Filippseyingurinn á Íslandi en hún var áður í Áttunni. Donna er nýkomin frá Filippseyjum. „Ég var í Manila og fór svo í sveitina upp í fjöllin,“ segir Donna. „Í borginni finnst fólki hann vera spilltur. Það segir að hann sé að eyðileggja ímynd Filippseyja og eru harðir á móti honum. Svo í sveitinni nýtur hann stuðnings. Þau segja að hann standi sig vel og að það sé honum að þakka að það sé ekki jafn mikill eiturlyfjavandi. Það virðist vera þannig að því minna upplýsingaflæði, þeim mun vinsælli er hann.“
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Innflytjendamál Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07
Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00