Elís er uppalinn í Árbænum og á að baki 75 leiki í efstu deild með Fylkismönnum. Hann fór í Garðabæinn í vetur en kom ekki við sögu í fyrstu þremur deildarleikjum Stjörnunnar.
Elís Rafn Björnsson í Fjölni!
Elís Rafn er genginn til liðs við Fjölni á láni frá Stjörnunni. Elís Rafn er 27 ára fjölhæfur leikmaður og á að baki yfir 100 leiki í efstu tveim deildunum.
Við bjóðum Elís hjartanlega velkominn í #FélagiðOkkarpic.twitter.com/WjSWjYneX6
— Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) May 13, 2019
Fjölnir féll úr efstu deild síðasta haust og spilar í Inkassodeildinni í sumar.
Eftir tvær umferðir er Fjölnir með þrjú stig, Fjölnismenn unnu Hauka í fyrstu umferðinni en töpuðu fyrir Fram í Safamýrinni á föstudagskvöld.
Næsti leikur Fjölnis er við Magna á laugardaginn.