Elti fyrrverandi sambýliskonu uppi og hótaði henni lífláti er þau óku samsíða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2019 14:00 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og hættubrot gegn fyrrverandi sambýliskonu hans og barnsmóður. Hótaði hann meðal annars konunni lífláti með því að draga fingur yfir háls sér á meðan hann horfði á hana, er þau óku samsíða á Langholtsvegi eftir að hann hafði ekið hana uppi.Alls var maðurinn ákærður í sex liðum fyrir ýmsar hótanir í garð konunnar og hættubrot. Þar á meðal var honum gefið að sök að hafa stofnað lífi og heilsu konunnar í augljósan háska með því að hafa ekið bíl sínum að konunni og systur hennar, sem hafi naumlega tekist að forða árekstri með því að aka upp á gangstétt og eftir Langholtsvegi. Þar hafi hann reynt að þvinga bíl þeirra út af veginum, áður en hann horfði á barnsmóðir sína og dró fingur yfir háls sér.Maðurinn neitaði sök í öllum liðum og um umrætt atvik sagðist hann hafa verið á vettvangi en hafi ekki haft neitt illt í hyggju. Hann hafi séð barnsmóður sína fyrir tilviljun, viljað ná tali af henni og beðið hana um að aka inn á bílastæði bensínstöðvar. Eftir að hún hafi hins vegar ekið eftir Langholtsvegi, hafi hann ekið samsíða henni, séð að hún væri í símanum og við það farið aftur í vinnuna.Hann viðurkenndi að hafa verið sár og reiður vegna umgengistálmunar sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu barnsmóður hans. Lögregla hafði afskipti af manninum.Vísir/vilhelmSagði hann hafa verið hlæjandi Konan og systir hennar sögðu hins vegar aðra sögu af umræddu atviki. Sagðist konan hafa séð sambýlismann sinn fyrrverandi koma „á fleygiferð á bíl“. Hann hafi margreynt að „koma inn í hliðina“ á bílnum og sagði konan að maðurinn hefði verið „hlæjandi allan tímann“ er hann ók meðfram bíl hennar. Eftir að hún ók inn á bensínstöðina hafi hann komið á fullri ferð á móti henni þannig að hún hafi þurft að sveigja upp á gangstétt. „[V]ið ákveðum að halda áfram og förum upp Langholtsveginn og þar kemur hann aftur á fleygiferð fyrir aftan okkur og reynir aftur að reyna að koma okkur út af, kemur svo upp að bílnum við hliðina og dregur fingur um háls sér og brunar svo áfram á fleygiferð á Langholtsveginum,“ sagði konan fyrir dómi. Konurnar tilkynntu manninn til lögreglunnar sem brást skjótt við og fyrstur á vettvang var yfirlögregluþjónn sem lýsti því að konan og systir hennar hefðu verið mjög skelfdar. Í lögregluskýrslu kemur fram að eftirlitsmyndavélar bensínstöðvarinnar hafi verið skoðaðar. Þar megi sjá að maðurinn hafi ekið á eftir konunni og systur hans, en hins vegar sjáist ekkert saknæmt á upptökum öryggismyndavéla. Í dómi héraðsdóms segir að umrædd athugasemd í lögregluskýrslunni veki skynsamlegan vafa um þau brot sem manninum var gefið að sök að hafa framið á bílastæði bensínstöðvarinnar, þrátt fyrir að framburður kvennanna tveggja væri metinn trúanlegur. Ekki hafi verið færð lögfull sönnun fyrir því að hann hafi stofnað lífi og heilsu konunnar í hættu með akstrinum. Yfirlögregluþjónn á mótorhjóli var fyrstur á vettvang.Vísir/VilhelmSýknaður af hótunum og ærumeiðingum Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir að hafa reynt að þvinga þvær út af Langholtsvegi og þannig stefnt heilsu barnsmóður sinnar í hættu með ófyrirleitnum hætti. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa hótað konunni lífláti með því að draga fingur að hálsi sér á meðan hann horfði á hana, er þau óku samsíða eftir Langholtsvegi.Þótti framburður kvennanna tveggja, sem og framburður yfirlögregluþjónsins, renna verulegum stoðum undir það að maðurinn hafi gerst sekur um þau brot.Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa viðhaft hótanir og ærumeiðingar gegn konunni sem voru til þess fallin að hafa vakið ótta hjá henni um líf sitt og heilbrigði.Þá var hann einnig ákærður fyrir að hringja í konuna og senda henni skilaboð, þrátt fyrir að vera í nálgunarbanni sem meinaði honum að setja sig í samband við hana með nokkrum hætti, auk þess sem hann var ákærður fyrir að hafa ítrekað sagt við lögreglumenn er hann var handtekinn í ágúst 2017 að að hann ætlaði að „ganga frá fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóðir“ fengi hann ekki umgengnisrétt yfir barni þeirra.Ekki þótti sannað að maðurinn hefði viðhaft hótanirnar og ærumeiðingarnar en fyrir dómi viðurkenndi hann hins vegar að hafa hringt í hana þrisvar auk þess sem að hann rengdi það ekki að hafa sent konunni þau skilaboð sem greint var frá í ákærunni.Sagði málið snúast um tálmun Þá þótti framburður lögreglumanna um þau ummæli sem honum var gefið að sök að hafa viðhaft við handtökuna sanna að hann hafi látið slík ummæli falla. Var hann því sakfelldur fyrir þann ákærulið. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að maðurinn hafi ítrekað sagt að málið snerist fyrst og fremst um tálmun sem hann væri beittur. Þá segir einnig að ljóst hafi verið að miklar deilur hafi verið milli mannsins og barnsmóður hans og að ljóst væri að maðurinn væri undir miklu álagi vegna þeirra. Þá hafi hann glímt við heilsufarslega erfiðleika og leitað sér aðstoðar á geðdeild, þá eigi hann ekki sakaferil sem máli skiptir. Var maðurinn dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi sem fellur niður haldi hann skilorði í tvö ár. Þá þarf hann að greiða konunni 500 þúsund krónur í miskabætur, auk helmings málsvarnarþóknunar verjanda og réttargæslumanns konunnar, alls 1,7 milljónir til hvors, en ríkissjóður greiðir hinn helminginn. Dómsmál Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og hættubrot gegn fyrrverandi sambýliskonu hans og barnsmóður. Hótaði hann meðal annars konunni lífláti með því að draga fingur yfir háls sér á meðan hann horfði á hana, er þau óku samsíða á Langholtsvegi eftir að hann hafði ekið hana uppi.Alls var maðurinn ákærður í sex liðum fyrir ýmsar hótanir í garð konunnar og hættubrot. Þar á meðal var honum gefið að sök að hafa stofnað lífi og heilsu konunnar í augljósan háska með því að hafa ekið bíl sínum að konunni og systur hennar, sem hafi naumlega tekist að forða árekstri með því að aka upp á gangstétt og eftir Langholtsvegi. Þar hafi hann reynt að þvinga bíl þeirra út af veginum, áður en hann horfði á barnsmóðir sína og dró fingur yfir háls sér.Maðurinn neitaði sök í öllum liðum og um umrætt atvik sagðist hann hafa verið á vettvangi en hafi ekki haft neitt illt í hyggju. Hann hafi séð barnsmóður sína fyrir tilviljun, viljað ná tali af henni og beðið hana um að aka inn á bílastæði bensínstöðvar. Eftir að hún hafi hins vegar ekið eftir Langholtsvegi, hafi hann ekið samsíða henni, séð að hún væri í símanum og við það farið aftur í vinnuna.Hann viðurkenndi að hafa verið sár og reiður vegna umgengistálmunar sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu barnsmóður hans. Lögregla hafði afskipti af manninum.Vísir/vilhelmSagði hann hafa verið hlæjandi Konan og systir hennar sögðu hins vegar aðra sögu af umræddu atviki. Sagðist konan hafa séð sambýlismann sinn fyrrverandi koma „á fleygiferð á bíl“. Hann hafi margreynt að „koma inn í hliðina“ á bílnum og sagði konan að maðurinn hefði verið „hlæjandi allan tímann“ er hann ók meðfram bíl hennar. Eftir að hún ók inn á bensínstöðina hafi hann komið á fullri ferð á móti henni þannig að hún hafi þurft að sveigja upp á gangstétt. „[V]ið ákveðum að halda áfram og förum upp Langholtsveginn og þar kemur hann aftur á fleygiferð fyrir aftan okkur og reynir aftur að reyna að koma okkur út af, kemur svo upp að bílnum við hliðina og dregur fingur um háls sér og brunar svo áfram á fleygiferð á Langholtsveginum,“ sagði konan fyrir dómi. Konurnar tilkynntu manninn til lögreglunnar sem brást skjótt við og fyrstur á vettvang var yfirlögregluþjónn sem lýsti því að konan og systir hennar hefðu verið mjög skelfdar. Í lögregluskýrslu kemur fram að eftirlitsmyndavélar bensínstöðvarinnar hafi verið skoðaðar. Þar megi sjá að maðurinn hafi ekið á eftir konunni og systur hans, en hins vegar sjáist ekkert saknæmt á upptökum öryggismyndavéla. Í dómi héraðsdóms segir að umrædd athugasemd í lögregluskýrslunni veki skynsamlegan vafa um þau brot sem manninum var gefið að sök að hafa framið á bílastæði bensínstöðvarinnar, þrátt fyrir að framburður kvennanna tveggja væri metinn trúanlegur. Ekki hafi verið færð lögfull sönnun fyrir því að hann hafi stofnað lífi og heilsu konunnar í hættu með akstrinum. Yfirlögregluþjónn á mótorhjóli var fyrstur á vettvang.Vísir/VilhelmSýknaður af hótunum og ærumeiðingum Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir að hafa reynt að þvinga þvær út af Langholtsvegi og þannig stefnt heilsu barnsmóður sinnar í hættu með ófyrirleitnum hætti. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa hótað konunni lífláti með því að draga fingur að hálsi sér á meðan hann horfði á hana, er þau óku samsíða eftir Langholtsvegi.Þótti framburður kvennanna tveggja, sem og framburður yfirlögregluþjónsins, renna verulegum stoðum undir það að maðurinn hafi gerst sekur um þau brot.Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa viðhaft hótanir og ærumeiðingar gegn konunni sem voru til þess fallin að hafa vakið ótta hjá henni um líf sitt og heilbrigði.Þá var hann einnig ákærður fyrir að hringja í konuna og senda henni skilaboð, þrátt fyrir að vera í nálgunarbanni sem meinaði honum að setja sig í samband við hana með nokkrum hætti, auk þess sem hann var ákærður fyrir að hafa ítrekað sagt við lögreglumenn er hann var handtekinn í ágúst 2017 að að hann ætlaði að „ganga frá fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóðir“ fengi hann ekki umgengnisrétt yfir barni þeirra.Ekki þótti sannað að maðurinn hefði viðhaft hótanirnar og ærumeiðingarnar en fyrir dómi viðurkenndi hann hins vegar að hafa hringt í hana þrisvar auk þess sem að hann rengdi það ekki að hafa sent konunni þau skilaboð sem greint var frá í ákærunni.Sagði málið snúast um tálmun Þá þótti framburður lögreglumanna um þau ummæli sem honum var gefið að sök að hafa viðhaft við handtökuna sanna að hann hafi látið slík ummæli falla. Var hann því sakfelldur fyrir þann ákærulið. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að maðurinn hafi ítrekað sagt að málið snerist fyrst og fremst um tálmun sem hann væri beittur. Þá segir einnig að ljóst hafi verið að miklar deilur hafi verið milli mannsins og barnsmóður hans og að ljóst væri að maðurinn væri undir miklu álagi vegna þeirra. Þá hafi hann glímt við heilsufarslega erfiðleika og leitað sér aðstoðar á geðdeild, þá eigi hann ekki sakaferil sem máli skiptir. Var maðurinn dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi sem fellur niður haldi hann skilorði í tvö ár. Þá þarf hann að greiða konunni 500 þúsund krónur í miskabætur, auk helmings málsvarnarþóknunar verjanda og réttargæslumanns konunnar, alls 1,7 milljónir til hvors, en ríkissjóður greiðir hinn helminginn.
Dómsmál Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira