Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2019 15:55 Jóhannes Stefánsson er staddur hér á landi um þessar mundir. Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár.Jóhannes er gestur í Kastljósi í kvöld og segist hafa fengið talsvert af aðvörunum eftir að hann hætti hjá Samherja. „Það hefur verið reynt að nálgast mig með slæmt í huga. Ég hef verið svo heppinn að vera með góða lífverði í kringum mig,“ segir Jóhannes. Hann hafi fyrst fengið sér lífvörð um þetta leyti. „Það var bara strax í lok júlí 2016. Þá var komið skrýtið fólk inn í líf mitt og farið að spyrjast út að fólk hefði áhuga á tölvunni minni og gögnunum.“ Hann hafi verið umkringdur góðu fólki sem hafi gripið inn í. „Það var byrjað að fá upplýsingar að það væri ekki allt með felldu. Svo fór maður að taka eftir ýmsu skrýtnu eins og það var farið að fylgjast með manni, skrýtnir vinir og mikill áhugi á tölvunni.“ Jóhannes telur að reynt hafi verið að eitra fyrir honum, ráða hann af dögum. „Það eru nokkur tilfelli sem lögreglan í Namibíu er að rannsaka því það er náttúrulega komin talsverð saga á bak við þetta og mikið af upplýsingum í kringum þetta. Lögreglan í Namibíu ætlar að rannsaka þessi tilfelli því henni finnst við vera með það mikið af upplýsingum, svo virðist vera, því ég var náttúrulega talsvert veikur og hef verið undir umsjá læknis síðan þá.“ Bæði hafi verið reynt að eitra fyrir honum með mat og drykk. „Við vitum nokkurn veginn hverjir og hvað og hverjir voru notaðir. Þetta voru fleiri en eitt skipti.“ Hann hafi þurft að hafa marga lífverði á tímabili. „Það var dálítið tæpt. Það voru sendir aðilar til að taka mig út. Það voru skipti sem ég hef þurft að hafa upp undir þrettán. Það eru reyndar tvö skipti sem það voru uppundir þrettán,“ segir Jóhannes í Kastljósi. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár.Jóhannes er gestur í Kastljósi í kvöld og segist hafa fengið talsvert af aðvörunum eftir að hann hætti hjá Samherja. „Það hefur verið reynt að nálgast mig með slæmt í huga. Ég hef verið svo heppinn að vera með góða lífverði í kringum mig,“ segir Jóhannes. Hann hafi fyrst fengið sér lífvörð um þetta leyti. „Það var bara strax í lok júlí 2016. Þá var komið skrýtið fólk inn í líf mitt og farið að spyrjast út að fólk hefði áhuga á tölvunni minni og gögnunum.“ Hann hafi verið umkringdur góðu fólki sem hafi gripið inn í. „Það var byrjað að fá upplýsingar að það væri ekki allt með felldu. Svo fór maður að taka eftir ýmsu skrýtnu eins og það var farið að fylgjast með manni, skrýtnir vinir og mikill áhugi á tölvunni.“ Jóhannes telur að reynt hafi verið að eitra fyrir honum, ráða hann af dögum. „Það eru nokkur tilfelli sem lögreglan í Namibíu er að rannsaka því það er náttúrulega komin talsverð saga á bak við þetta og mikið af upplýsingum í kringum þetta. Lögreglan í Namibíu ætlar að rannsaka þessi tilfelli því henni finnst við vera með það mikið af upplýsingum, svo virðist vera, því ég var náttúrulega talsvert veikur og hef verið undir umsjá læknis síðan þá.“ Bæði hafi verið reynt að eitra fyrir honum með mat og drykk. „Við vitum nokkurn veginn hverjir og hvað og hverjir voru notaðir. Þetta voru fleiri en eitt skipti.“ Hann hafi þurft að hafa marga lífverði á tímabili. „Það var dálítið tæpt. Það voru sendir aðilar til að taka mig út. Það voru skipti sem ég hef þurft að hafa upp undir þrettán. Það eru reyndar tvö skipti sem það voru uppundir þrettán,“ segir Jóhannes í Kastljósi.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira