Erlent

Nýr forseti Túnis heitir því að berjast gegn spillingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Kais Saied, nýr forseti Túnis.
Kais Saied, nýr forseti Túnis. AP/Hassene Dridi
Kais Saied sór embættiseið í Túnis í morgun og er því orðinn forseti landsins eftir að hann bar yfirburðasigur úr bítum í seinni hluta forsetakosninga sem fóru fram fyrr í mánuðinum. Hann hlaut 77 prósent atkvæða í kosningunum en hann er lagaprófessor sem sestur var í helgan stein og hefur litla sem enga reynslu af stjórnmálum.

Yfirvöld Túnis hafa verið sökuð um mikla spillingu og kennt um slæmt efnahagsástand landsins eftir að íbúar Túnis komu sér undan margra árá einræðisstjórn árið 2011. Atvinnuleysi í Túnis er gífurlega hátt

Í ræðu sinni við athöfnina í dag sagðist Saied hét forsetinn því að verja frelsi íbúa, berjast fyrir auknum réttindum kvenna og sagðist hann ætla að draga úr spillingu, samkvæmt frétt Reuters.



Saied mun stýra landinu ásamt forsætisráðherra sem valinn verður af þinginu. Tæknilega séð hefur forsetinn minni völd en forsætisráðherrann og mun sá síðarnefndi stjórna innanríkismálum Túnis. Forsetinn stjórnar utanríkis- og varnarmálum.



Þing Túnis er mjög skipt og er stærsti flokkurinn þar með einungis 52 sæti af 219.

Saied sagði einnig að nauðsynlegt væri að byggja traust á milli þeirra sem stjórna og íbúa, sem hafi lengi þurft að sætta sig við óréttlæti og ójöfnuð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×