Breska ríkisútvarpið hefur fengið að skoða réttargögn í málinu sem þá 29 ára gömul kona hefur höfðað gegn Oscar De La Hoya.
Þar er De La Hoya ásakaður um nauðgun, líkamsárás, kynjamisrétti, vanrækslu og að hafa valdið konunni miklum tilfinningalegum skaða.
Kynferðisbrotið á að hafa átt sér stað á heimili Oscar De La Hoya árið 2007.
Former six-weight world champion Oscar De La Hoya has been accused of sexually assaulting a woman at his home in 2017.
More here https://t.co/R3w1q6TIOwpic.twitter.com/eacJZU3JgQ
— BBC Sport (@BBCSport) October 23, 2019
Oscar De La Hoya er 46 ára gamall en konan er fimmtán árum yngri en hann. Þau áttu í kynferðislegu sambandi á þessum tíma.
Talsmaður Oscar De La Hoya segir að ekkert sé til í þessum ásökunum og að skjólstæðingur sinn sé alsaklaus í þessu mál.
Konan sækir málið fyrir borgardómi og vill fá peningabætur frá De La Hoya.
Í yfirlýsingu frá fyrirtæki De La Hoya, Golden Boy Promotions, segir meðal annars að hann sem farsæll viðskiptamaður sé kjörið skotmark.
„Við neitum þessum ásökunum algjörlega og okkur hlakkar til að verja nafn og orðspor Oscars,“ segir í yfirlýsingunni.