Barn síns tíma Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. október 2019 07:00 Þak á aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja er barn síns tíma og er til þess fallið að draga úr slagkrafti lítillar fiskveiðiþjóðar. Það er æskilegt að afnema það. Takist ekki að ná sátt um það er mikilvægt að hækka þakið. Vafalaust var þakið mikilvægur þáttur í að ná sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið sem gerbreytti lífsgæðum á Íslandi. Útgerðir voru minni og því batt löggjafinn ekki hendur þeirra í reynd á þeim tíma. Þakið, sem miðast við tólf prósent af aflahlutdeild allra tegunda, kom því ekki að sök fyrst um sinn. Nú er svo komið að Brim er komið yfir þakið eftir kaup á tveimur útgerðum. Við það tilefni eiga stjórnmálamenn að sýna þor og sníða vankanta af kerfinu. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru fremur lítil á alþjóðlegan mælikvarða. Jafnvel Brim, sem hefur lengi verið við leyfilegt hámark, væri ekki á meðal stærstu útgerða í Noregi. Sjávarútvegur er eina atvinnugrein landsins sem skarar fram úr á heimsvísu. Engu að síður hafa stjórnmálamenn ekki leitað leiða til að lyfta henni upp í von um æ betri árangur heldur þess í stað lagt stein í götu hennar með hærri sköttum en þekkist annars staðar og hneppt hana í þá fjötra að fyrirtækin mega ekki verða tiltölulega stór. Um 98 prósent af sölu sjávarútvegsfyrirtækja er erlendis. Þau eiga því nær eingöngu í alþjóðlegri samkeppni. Við þær aðstæður geta stjórnmálamenn ekki leyft sér að haga sér með þessum hætti. Skattheimtan og kvótaþakið er í raun uppskrift að hnignun atvinnuvegarins. Það er ekki sjálfgefið að íslenskur sjávarútvegur verði í fremstu röð þegar fram í sækir. En velgengni hans er mikilvæg fyrir þjóðarbúið. Það er mikilvægt að fagna aukinni hagkvæmni en ekki að lifa í sífelldum ótta við samþjöppun. Hagkvæmur og verðmætur útflutningur er lykillinn að góðum lífsgæðum. Útgerðir verða að fá að bregðast við breyttum aðstæðum. Það þarf ekki að vera landi og þjóð fyrir bestu að kvótaeign sé of dreifð. Það kann að draga úr getu fyrirtækjanna til að keppa á heimssviðinu. Fari svo myndi það leiða til þess að útgerðir geti ekki greitt jafn há laun, fjárfesti í minni mæli í tækni sem bitna mun á þekkingarsamfélaginu hér á landi, hagnaður mun dragast saman og skattgreiðslur minnka. Hnignun fyrirtækja og jafnvel atvinnuvega er oft nær en mann grunar. Það er ekkert sjálfgefið í viðskiptum. Þess vegna verður ríkisvaldið að huga betur að fjöregginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Sjávarútvegur Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þak á aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja er barn síns tíma og er til þess fallið að draga úr slagkrafti lítillar fiskveiðiþjóðar. Það er æskilegt að afnema það. Takist ekki að ná sátt um það er mikilvægt að hækka þakið. Vafalaust var þakið mikilvægur þáttur í að ná sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið sem gerbreytti lífsgæðum á Íslandi. Útgerðir voru minni og því batt löggjafinn ekki hendur þeirra í reynd á þeim tíma. Þakið, sem miðast við tólf prósent af aflahlutdeild allra tegunda, kom því ekki að sök fyrst um sinn. Nú er svo komið að Brim er komið yfir þakið eftir kaup á tveimur útgerðum. Við það tilefni eiga stjórnmálamenn að sýna þor og sníða vankanta af kerfinu. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru fremur lítil á alþjóðlegan mælikvarða. Jafnvel Brim, sem hefur lengi verið við leyfilegt hámark, væri ekki á meðal stærstu útgerða í Noregi. Sjávarútvegur er eina atvinnugrein landsins sem skarar fram úr á heimsvísu. Engu að síður hafa stjórnmálamenn ekki leitað leiða til að lyfta henni upp í von um æ betri árangur heldur þess í stað lagt stein í götu hennar með hærri sköttum en þekkist annars staðar og hneppt hana í þá fjötra að fyrirtækin mega ekki verða tiltölulega stór. Um 98 prósent af sölu sjávarútvegsfyrirtækja er erlendis. Þau eiga því nær eingöngu í alþjóðlegri samkeppni. Við þær aðstæður geta stjórnmálamenn ekki leyft sér að haga sér með þessum hætti. Skattheimtan og kvótaþakið er í raun uppskrift að hnignun atvinnuvegarins. Það er ekki sjálfgefið að íslenskur sjávarútvegur verði í fremstu röð þegar fram í sækir. En velgengni hans er mikilvæg fyrir þjóðarbúið. Það er mikilvægt að fagna aukinni hagkvæmni en ekki að lifa í sífelldum ótta við samþjöppun. Hagkvæmur og verðmætur útflutningur er lykillinn að góðum lífsgæðum. Útgerðir verða að fá að bregðast við breyttum aðstæðum. Það þarf ekki að vera landi og þjóð fyrir bestu að kvótaeign sé of dreifð. Það kann að draga úr getu fyrirtækjanna til að keppa á heimssviðinu. Fari svo myndi það leiða til þess að útgerðir geti ekki greitt jafn há laun, fjárfesti í minni mæli í tækni sem bitna mun á þekkingarsamfélaginu hér á landi, hagnaður mun dragast saman og skattgreiðslur minnka. Hnignun fyrirtækja og jafnvel atvinnuvega er oft nær en mann grunar. Það er ekkert sjálfgefið í viðskiptum. Þess vegna verður ríkisvaldið að huga betur að fjöregginu.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar