Fjórir fyrir rétt vegna ráns á 100 kílóa gullmynt í Berlín Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2019 23:05 Myntin var til sýnis á Bodesafninu í Berlín í mars 2017. Konan á myndinni er ekki grunuð um verknaðinn. EPA Réttarhöld hófust í máli fjögurra manna á þrítugsaldri í Berlín í morgun, en þeir eru ákærðir um að hafa stolið um 100 kílóa gullmynt frá safni í þýsku höfuðborginni á vormánuðum 2017. Ekkert er vitað hvað varð um myntina og leikur grunur á að það hafi verið brætt og selt.Málið hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi og spyrja menn sig hvernig í ósköpunum ránið hafi getað átt sér stað. SVT segir frá því að eftir að starfsmenn Bode-safnsins á Safnaeyjunni í miðborg Berlínar uppgötvuðu að myntin væri horfin hafi fundist reipi og stigi utandyra sem náði upp að glugga. Járnbrautarteina er að finna fyrir neðan safnið. Ákærðu eru grunaðir um að hafa látið myntina síga niður um gluggann þar sem henni var svo komið fyrir á kerru hjá lestarteinunum. Myntinni svo var komið áfram og upp í bíl skammt frá. Einn hinna ákærðu í dómssal í dag.EPAÞýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að þjófavarnakerfið í umræddum glugga hafði verið óvirkt frá árinu 2013.Starfaði sem öryggisvörður Einn hinna ákærður starfaði sem öryggisvörður á safninu en hinir þrír eru bræður og meðlimir alræmdrar fjölskyldu í höfuðborginni. Fjöldi fjölskyldumeðlima hafa ýmist hlotið dóm eða eru grunaður um morð, bankarán og fíkniefnaviðskipti. Lögregla fann mikið magn reiðufjár, glæsivagna og leifar af gulli við húsleit í sumar, en gengið er grunað um að hafa stundað peningaþvætti með fasteignaviðskiptum sínum.53 sentimetra þvermál Verðmæti gullmyntarinnar kanadíska, Big Maple Leaf, er áætlað um 400 milljónir króna. Myntin er þrír sentimetrar að þykkt og þvermálið 53 sentimetrar. Var það í einkaeigu og hafði eigandinn lánað safninu myntina. Alls þurfti fjóra starfsmenn til að lyfta myntinni á sýningarstaðinn þegar henni var komið þar fyrir árið 2010. Myntin var í hópi sex slíkra sem framleidd höfðu verið af Konungslegu myntsláttunni í Kanada. Kanada Þýskaland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Réttarhöld hófust í máli fjögurra manna á þrítugsaldri í Berlín í morgun, en þeir eru ákærðir um að hafa stolið um 100 kílóa gullmynt frá safni í þýsku höfuðborginni á vormánuðum 2017. Ekkert er vitað hvað varð um myntina og leikur grunur á að það hafi verið brætt og selt.Málið hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi og spyrja menn sig hvernig í ósköpunum ránið hafi getað átt sér stað. SVT segir frá því að eftir að starfsmenn Bode-safnsins á Safnaeyjunni í miðborg Berlínar uppgötvuðu að myntin væri horfin hafi fundist reipi og stigi utandyra sem náði upp að glugga. Járnbrautarteina er að finna fyrir neðan safnið. Ákærðu eru grunaðir um að hafa látið myntina síga niður um gluggann þar sem henni var svo komið fyrir á kerru hjá lestarteinunum. Myntinni svo var komið áfram og upp í bíl skammt frá. Einn hinna ákærðu í dómssal í dag.EPAÞýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að þjófavarnakerfið í umræddum glugga hafði verið óvirkt frá árinu 2013.Starfaði sem öryggisvörður Einn hinna ákærður starfaði sem öryggisvörður á safninu en hinir þrír eru bræður og meðlimir alræmdrar fjölskyldu í höfuðborginni. Fjöldi fjölskyldumeðlima hafa ýmist hlotið dóm eða eru grunaður um morð, bankarán og fíkniefnaviðskipti. Lögregla fann mikið magn reiðufjár, glæsivagna og leifar af gulli við húsleit í sumar, en gengið er grunað um að hafa stundað peningaþvætti með fasteignaviðskiptum sínum.53 sentimetra þvermál Verðmæti gullmyntarinnar kanadíska, Big Maple Leaf, er áætlað um 400 milljónir króna. Myntin er þrír sentimetrar að þykkt og þvermálið 53 sentimetrar. Var það í einkaeigu og hafði eigandinn lánað safninu myntina. Alls þurfti fjóra starfsmenn til að lyfta myntinni á sýningarstaðinn þegar henni var komið þar fyrir árið 2010. Myntin var í hópi sex slíkra sem framleidd höfðu verið af Konungslegu myntsláttunni í Kanada.
Kanada Þýskaland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira