Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 10:24 Felix Tshisekedi. AP/Ben Curtis Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. Bráðabirgðatölur benda til þessa en tveir aðrir voru í framboði, annar úr stjórnarandstöðunni og síðan frambjóðandi ráðandi afla í landinu, Emmanuel Shadary. Yfirmaður kjörstjórnarinnar segir Tshisekedi hafa fengið 38,5 prósent atkvæða í kosningunum. Ef Tshisekedi verður lýstur sigurvegari verður það í fyrsta sinn sem einhverjum úr stjórnarandstöðunni tekst að bera sigur úr býtum í kosningum frá því landið öðlaðist sjálfstæði. Núverandi forseti, Joseph Kabila, mun nú láta af völdum, eftir átján ár á forsetastóli. Verði niðurstaðan staðfest verður þetta í fyrsta sinn sem stjórnarandstaða Kongó ber sigur úr bítum í kosningum frá því ríkið fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Óttast er að tilkynningin muni leiða til ofbeldis í Kongó en slíkt hefur ávallt gerst í kjölfar kosninga þar í landi. Kosningunum hafði verið frestað í tvö ár vegna ýmissa vandræða við framkvæmd þeirra.Sjá einnig: Sögulegar en umdeildar kosningar í KongóFayulu, sem var í öðru sæti, hefur ekki tekið yfirlýsingu kjörstjórnar vel og sakar Tshisekedi um valdarán. Þá hefur fylking Shadary og Kabila ekki mótmælt niðurstöðunum sem hefur leitt til þess að margir hafa sakað Tshisekedi um að starfa með ríkisstjórninni. Hann sé í raun handbendi Kabila. Yfirvöld Frakklands segja niðurstöður kjörstjórnarinnar ekki í samræmi við þau gögn sem eftirlitsaðilar kaþólsku kirkjunnar söfnuðu. Kirkjan var með eftirlitsaðila um landið allt þegar kosningarnar fóru fram.Kjörsókn er sögð hafa verið 48 prósent og fékk Tshisekedi sjö milljónir atkvæða. Fayulu fékk 6,4 milljónir og Shadary fékk 4,4 milljónir atkvæða. Afríka Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira
Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. Bráðabirgðatölur benda til þessa en tveir aðrir voru í framboði, annar úr stjórnarandstöðunni og síðan frambjóðandi ráðandi afla í landinu, Emmanuel Shadary. Yfirmaður kjörstjórnarinnar segir Tshisekedi hafa fengið 38,5 prósent atkvæða í kosningunum. Ef Tshisekedi verður lýstur sigurvegari verður það í fyrsta sinn sem einhverjum úr stjórnarandstöðunni tekst að bera sigur úr býtum í kosningum frá því landið öðlaðist sjálfstæði. Núverandi forseti, Joseph Kabila, mun nú láta af völdum, eftir átján ár á forsetastóli. Verði niðurstaðan staðfest verður þetta í fyrsta sinn sem stjórnarandstaða Kongó ber sigur úr bítum í kosningum frá því ríkið fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Óttast er að tilkynningin muni leiða til ofbeldis í Kongó en slíkt hefur ávallt gerst í kjölfar kosninga þar í landi. Kosningunum hafði verið frestað í tvö ár vegna ýmissa vandræða við framkvæmd þeirra.Sjá einnig: Sögulegar en umdeildar kosningar í KongóFayulu, sem var í öðru sæti, hefur ekki tekið yfirlýsingu kjörstjórnar vel og sakar Tshisekedi um valdarán. Þá hefur fylking Shadary og Kabila ekki mótmælt niðurstöðunum sem hefur leitt til þess að margir hafa sakað Tshisekedi um að starfa með ríkisstjórninni. Hann sé í raun handbendi Kabila. Yfirvöld Frakklands segja niðurstöður kjörstjórnarinnar ekki í samræmi við þau gögn sem eftirlitsaðilar kaþólsku kirkjunnar söfnuðu. Kirkjan var með eftirlitsaðila um landið allt þegar kosningarnar fóru fram.Kjörsókn er sögð hafa verið 48 prósent og fékk Tshisekedi sjö milljónir atkvæða. Fayulu fékk 6,4 milljónir og Shadary fékk 4,4 milljónir atkvæða.
Afríka Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira