Stafrænt framhaldslíf íslenskunnar Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2019 08:00 Tölvutækni hefur nú þegar mikil áhrif á daglegt líf okkar og mun sú þróun verða hraðari og áhrifin meiri í fyrirsjáanlegri framtíð. Það að eiga í samskiptum við fólk og fyrirtæki í gegnum tölvur og snjalltæki ýmiss konar er samofið daglegu lífi, og fjöldi þeirra tækja sem við getum gefið raddskipanir og stýrt þannig eykst stöðugt, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Undanfarin ár hafa framfarir í gervigreind og auknir möguleikar í notkun stórra gagnasafna síðan aukið möguleika fólks til að nýta talað mál í samskiptum við tölvur og tæki gríðarlega, svo mikið að lyklaborð, mýs og snertiskjáir gætu fljótlega orðið algerlega óþörf í samskiptum við og í gegnum tölvur, snjalltæki og síma. Máltækni felur í sér alla þá tækni sem gerir hugbúnaði kleift að fást við tungumál. Innan máltækninnar eru ólík sérsvið sem krefjast fjölbreyttrar sérþekkingar en meðal þeirra fræðigreina sem nýtast innan máltækni eru tölvunarfræði, málvísindi, verkfræði, stærðfræði, heimspeki og tölfræði. Hefðbundin máltæknimenntun felur þó fyrst og fremst í sér að þar er tvinnað saman málvísindum og tölvunarfræði.Mun helmingur tungumála verða útdauður 2100? Hraði framfaranna er svo mikill að erfitt er að spá fyrir um hvert þessi þróun leiðir okkur og hvernig sú vegferð verður. Þó er öruggt að framtíð tölvunotkunar er samofin máltækni. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir kjarnast hins vegar í þeirri staðreynd að tölvur og snjalltæki skilja ekki öll heimsins tungumál og hafa Íslendingar því þurft að nota ensku að mestu í þessum samskiptum. Íslenskunni stafar hætta af þessari þróun og verði ekkert að gert mun tungumálið okkar deyja stafrænum dauða. Í dag eru 6.800 tungumál töluð í heiminum, og því er jafnframt spáð að helmingur þeirra verði útdauður um næstu aldamót. Það sem ekki er notað glatast. Almannarómur – Miðstöð um máltækni, ber ábyrgð á því að tryggja að íslenskan verði gjaldgeng í samskiptum sem byggja á tölvu- og fjarskiptatækni. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er megináhersla lögð á þróun opinna innviða sem skiptast í nokkur kjarnaverkefni. Fjögur þeirra hafa það markmið að þróa málföng (e. language resources, hvers kyns auðlindir í máltækni og málvinnslu, svo sem gögn, gagnasöfn og hugbúnað) og aðra innviði fyrir talgreiningu, talgervil, vélrænar þýðingar og ritvilluleiðréttingar eða málrýni. Í fimmta forgangsverkefninu er unnið að þróun almennra málheilda, orðfræðigögn búin til og nauðsynleg stoðtól þróuð. Við munum jafnframt leggja mikla áherslu á nýsköpun í máltækni og hvatningu til nýsköpunarfyrirtækja að láta sig málið varða. Í þriðja lagi leggjum við áherslu á að byggja upp samband við þau tæknifyrirtæki sem nú þegar þróa og smíða tækin og hugbúnaðinn sem við getum talað við, enda þurfum við að tryggja að allar þær góðu lausnir sem verða smíðaðar fyrir íslenskt mál verði nothæfar og þar af leiðandi notaðar í tækjunum sem fólk er líklegast til að kaupa. Íslenskan er flókið tungumál, en tækniumhverfið er sterkt og rannsóknarsamfélagið er öflugt. Þær lausnir sem íslensk hugvitsfyrirtæki í máltækni munu þróa geta því haft mun stærri skírskotun, í önnur og stærri málsvæði, og því ekki aðeins tryggt stafrænt framhaldslíf íslenskunnar, heldur einnig tryggt varðveislu þess menningarlega og samfélagslega auðs sem felst í öllum 6.800 tungumálum heimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Tölvutækni hefur nú þegar mikil áhrif á daglegt líf okkar og mun sú þróun verða hraðari og áhrifin meiri í fyrirsjáanlegri framtíð. Það að eiga í samskiptum við fólk og fyrirtæki í gegnum tölvur og snjalltæki ýmiss konar er samofið daglegu lífi, og fjöldi þeirra tækja sem við getum gefið raddskipanir og stýrt þannig eykst stöðugt, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Undanfarin ár hafa framfarir í gervigreind og auknir möguleikar í notkun stórra gagnasafna síðan aukið möguleika fólks til að nýta talað mál í samskiptum við tölvur og tæki gríðarlega, svo mikið að lyklaborð, mýs og snertiskjáir gætu fljótlega orðið algerlega óþörf í samskiptum við og í gegnum tölvur, snjalltæki og síma. Máltækni felur í sér alla þá tækni sem gerir hugbúnaði kleift að fást við tungumál. Innan máltækninnar eru ólík sérsvið sem krefjast fjölbreyttrar sérþekkingar en meðal þeirra fræðigreina sem nýtast innan máltækni eru tölvunarfræði, málvísindi, verkfræði, stærðfræði, heimspeki og tölfræði. Hefðbundin máltæknimenntun felur þó fyrst og fremst í sér að þar er tvinnað saman málvísindum og tölvunarfræði.Mun helmingur tungumála verða útdauður 2100? Hraði framfaranna er svo mikill að erfitt er að spá fyrir um hvert þessi þróun leiðir okkur og hvernig sú vegferð verður. Þó er öruggt að framtíð tölvunotkunar er samofin máltækni. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir kjarnast hins vegar í þeirri staðreynd að tölvur og snjalltæki skilja ekki öll heimsins tungumál og hafa Íslendingar því þurft að nota ensku að mestu í þessum samskiptum. Íslenskunni stafar hætta af þessari þróun og verði ekkert að gert mun tungumálið okkar deyja stafrænum dauða. Í dag eru 6.800 tungumál töluð í heiminum, og því er jafnframt spáð að helmingur þeirra verði útdauður um næstu aldamót. Það sem ekki er notað glatast. Almannarómur – Miðstöð um máltækni, ber ábyrgð á því að tryggja að íslenskan verði gjaldgeng í samskiptum sem byggja á tölvu- og fjarskiptatækni. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er megináhersla lögð á þróun opinna innviða sem skiptast í nokkur kjarnaverkefni. Fjögur þeirra hafa það markmið að þróa málföng (e. language resources, hvers kyns auðlindir í máltækni og málvinnslu, svo sem gögn, gagnasöfn og hugbúnað) og aðra innviði fyrir talgreiningu, talgervil, vélrænar þýðingar og ritvilluleiðréttingar eða málrýni. Í fimmta forgangsverkefninu er unnið að þróun almennra málheilda, orðfræðigögn búin til og nauðsynleg stoðtól þróuð. Við munum jafnframt leggja mikla áherslu á nýsköpun í máltækni og hvatningu til nýsköpunarfyrirtækja að láta sig málið varða. Í þriðja lagi leggjum við áherslu á að byggja upp samband við þau tæknifyrirtæki sem nú þegar þróa og smíða tækin og hugbúnaðinn sem við getum talað við, enda þurfum við að tryggja að allar þær góðu lausnir sem verða smíðaðar fyrir íslenskt mál verði nothæfar og þar af leiðandi notaðar í tækjunum sem fólk er líklegast til að kaupa. Íslenskan er flókið tungumál, en tækniumhverfið er sterkt og rannsóknarsamfélagið er öflugt. Þær lausnir sem íslensk hugvitsfyrirtæki í máltækni munu þróa geta því haft mun stærri skírskotun, í önnur og stærri málsvæði, og því ekki aðeins tryggt stafrænt framhaldslíf íslenskunnar, heldur einnig tryggt varðveislu þess menningarlega og samfélagslega auðs sem felst í öllum 6.800 tungumálum heimsins.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun