Twitter breytti lífi hennar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. janúar 2019 08:00 Ekki veitir af að breyta heiminum til hins betra, en það gengur óneitanlega hægt. Ýmsu má þó koma til leiðar ef margir leggja saman. Þetta sýndi sig í máli hinnar átján ára sádi-arabísku Rahaf Mohammed al-Qunun sem lokaði sig inni á hótelherbergi í Bangkok eftir að hafa flúið fjölskyldu sína sem hún sagði vilja sig feiga vegna þess að hún hafnaði íslam. Rahaf hafðist við í herbergi sínu matarlaus en ekki alveg varnarlaus. Hún hafði verið svipt vegabréfi sínu en var með símann sinn sem hún nýtti sér til að komast í samband við umheiminn. Á sólarhring eignaðist hún 45.000 fylgjendur, þeim fór stöðugt fjölgandi og netið fylltist af hvatningarorðum og stuðningsyfirlýsingum til hennar. Oft og tíðum má ergja sig yfir ást nútímamannsins á snjalltækjunum sínum sem yfirleitt eru límd við hann, en svo koma stundir þegar þessi sömu tæki eru notuð á svo áhrifaríkan hátt að ekki er annað mögulegt en að margblessa tilveru þeirra. Upptaka er til af embættismanni í sendiráði Sádi-Arabíu í Bangkok þar sem hann segir: „Það hefði verið betra ef síminn hennar hefði verið gerður upptækur í staðinn fyrir vegabréfið hennar. Twitter breytti öllu.“ Það var samfélagsmiðillinn sem kom unglingsstúlkunni í heimsfréttirnar og nú er hún í skjóli Sameinuðu þjóðanna. Rahaf hefur vakið athygli á skelfilegu meini sem öllum er kunnugt um, sem er hlutskipti kvenna í Sádi-Arabíu sem hafa ekki sjálfstæðan tilverurétt. Litið er á þær sem eign karla og þeim ráðstafað eins og hverjum öðrum hlut. Það þarf ofurkjark til að rísa upp gegn slíkri kúgun enda getur slík uppreisn auðveldlega kostað konur lífið. Rahaf flúði fjölskyldu sína sem hafði að hennar sögn beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hún segist vilja mennta sig, vinna og vera frjáls, nokkuð sem allar manneskjur ættu að hafa tækifæri til. Fullyrt er að Rahaf hafi fengið morðhótanir og að karlmenn í Sádi-Arabíu vilji að hún verði tekin af lífi og telji að þannig sé um leið auðvelt að koma þeim skilaboðum til sádi-arabískra kvenna að slík verði einnig örlög þeirra ákveði þær að fylgja fordæmi hennar. Samfélag þar sem fyrirlitning og hatur á konum er ríkjandi getur ekki talist siðað. Samt er ríkjandi undirlægjuháttur meðal þjóða heims gagnvart Sádi-Arabíu, þar ráða viðskiptahagsmunir. Von um breytingar á hroðalegu hlutskipti kvenna þar í landi kann að felast í þrýstingi frá almenningi. Þar geta snjalltækin nýst á besta mögulega hátt. Twitter breytti til dæmis öllu í lífi Rahaf. Umheimurinn styður hana og einmitt það hlýtur að skapa ákveðið máttleysi meðal sádi-arabískra ráðamanna. Smám saman tekst vonandi að draga úr þeim vígtennurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ekki veitir af að breyta heiminum til hins betra, en það gengur óneitanlega hægt. Ýmsu má þó koma til leiðar ef margir leggja saman. Þetta sýndi sig í máli hinnar átján ára sádi-arabísku Rahaf Mohammed al-Qunun sem lokaði sig inni á hótelherbergi í Bangkok eftir að hafa flúið fjölskyldu sína sem hún sagði vilja sig feiga vegna þess að hún hafnaði íslam. Rahaf hafðist við í herbergi sínu matarlaus en ekki alveg varnarlaus. Hún hafði verið svipt vegabréfi sínu en var með símann sinn sem hún nýtti sér til að komast í samband við umheiminn. Á sólarhring eignaðist hún 45.000 fylgjendur, þeim fór stöðugt fjölgandi og netið fylltist af hvatningarorðum og stuðningsyfirlýsingum til hennar. Oft og tíðum má ergja sig yfir ást nútímamannsins á snjalltækjunum sínum sem yfirleitt eru límd við hann, en svo koma stundir þegar þessi sömu tæki eru notuð á svo áhrifaríkan hátt að ekki er annað mögulegt en að margblessa tilveru þeirra. Upptaka er til af embættismanni í sendiráði Sádi-Arabíu í Bangkok þar sem hann segir: „Það hefði verið betra ef síminn hennar hefði verið gerður upptækur í staðinn fyrir vegabréfið hennar. Twitter breytti öllu.“ Það var samfélagsmiðillinn sem kom unglingsstúlkunni í heimsfréttirnar og nú er hún í skjóli Sameinuðu þjóðanna. Rahaf hefur vakið athygli á skelfilegu meini sem öllum er kunnugt um, sem er hlutskipti kvenna í Sádi-Arabíu sem hafa ekki sjálfstæðan tilverurétt. Litið er á þær sem eign karla og þeim ráðstafað eins og hverjum öðrum hlut. Það þarf ofurkjark til að rísa upp gegn slíkri kúgun enda getur slík uppreisn auðveldlega kostað konur lífið. Rahaf flúði fjölskyldu sína sem hafði að hennar sögn beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hún segist vilja mennta sig, vinna og vera frjáls, nokkuð sem allar manneskjur ættu að hafa tækifæri til. Fullyrt er að Rahaf hafi fengið morðhótanir og að karlmenn í Sádi-Arabíu vilji að hún verði tekin af lífi og telji að þannig sé um leið auðvelt að koma þeim skilaboðum til sádi-arabískra kvenna að slík verði einnig örlög þeirra ákveði þær að fylgja fordæmi hennar. Samfélag þar sem fyrirlitning og hatur á konum er ríkjandi getur ekki talist siðað. Samt er ríkjandi undirlægjuháttur meðal þjóða heims gagnvart Sádi-Arabíu, þar ráða viðskiptahagsmunir. Von um breytingar á hroðalegu hlutskipti kvenna þar í landi kann að felast í þrýstingi frá almenningi. Þar geta snjalltækin nýst á besta mögulega hátt. Twitter breytti til dæmis öllu í lífi Rahaf. Umheimurinn styður hana og einmitt það hlýtur að skapa ákveðið máttleysi meðal sádi-arabískra ráðamanna. Smám saman tekst vonandi að draga úr þeim vígtennurnar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun