Hægðist á vitlausu veðri um miðnætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2019 07:01 Um tuttugu verkefni komu á borð lögreglu á Akureyri vegna veðurs í gærkvöldi. Fréttablaðið/GVA Ágætlega gekk að sinna útköllum vegna óveðursins á Norðurlandi í gær, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Veðurofsann lægði um miðnætti en veður hafði verið afar slæmt frá því um klukkan 21 í gærkvöldi. „Það gekk ágætlega, það komu einhver tuttugu verkefni inn á okkar borð fyrir miðnætti en það hægðist um miðnætti og hefur verið rólegt síðan,“ segir Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir lögregla hafa unnið verkefnin í samvinnu við björgunarsveitir á Akureyri. Aðspurður segir Hermann að tjón hafi verið minniháttar en útköllin sneru flest að foki á þakplötum og lausamunum auk þess sem greinar brotnuðu á trjám og lögðust á bíla. „Ég held það sé nánast lítið sem ekkert tjón í þessu, þetta voru aðallega hlutir sem fuku til en minniháttar skemmdir ef einhverjar.“50 m/s og tæp 19 stig Veðurstofa Íslands gaf út fyrstu appelsínugulu viðvörun ársins á Norðurlandi eystra í gær en eins og áður segir tók að lægja upp úr miðnætti. Mesti vindur í gær mældist 50 m/s á Gagnheiði skömmu fyrir miðnætti, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Klukkan sex í morgun mældist vindur víða 13 til 18 m/s norðan- og austantil á landinu en um 25 m/s á annesjum nyrst. Þá mældist hæsti hiti í gær tæp 19 stig á Daltanga en hiti er núna um 10 stig á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir að lægi og kólni með deginum og þegar hefur fryst á Vestfjörðum. Frostlaust verður sunnanlands í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á föstudag:Suðaustan 8-15 m/s, en heldur hægari norðan- og austanlands. Rigning með köflum, en dálítil snjókoma um norðanvertlandið. Hiti 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig norðaustantil. Á laugardag:Norðaustan 10-15 og él um landið norðvestanvert, en vestan 5-10 og dálítil rigning sunnanlands. Hægari vindur og lengst af þurrt austantil. Frost víða 0 til 5 stig, en að 5 stiga hita við Suðurströndina. Á sunnudag:Norðlæg átt 8-15 m/s og víða él, en þurrt suðvestanlands. Lægir um kvöldið, og frost 2 til 9 stig. Á mánudag:Gengur í hvassa suðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu með suðurströndinni. Heldur hægari, og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hlýnandi veður. Á þriðjudag:Austlæg átt og snjókoma með köflum, en dálítil rigning syðst. Hiti kringum frostmark en vægt frost norðanlands. Á miðvikudag:Hæg norðlæg átt og bjart með köflum, en norðan strekkingur og él um norðaustanvert landið. Kalt í veðri. Veður Tengdar fréttir Björgunarsveit kölluð út vegna foktjóns á Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var nýverið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka af húsi í byggðarlaginu. 9. janúar 2019 20:36 Snarvitlaust veður á Akureyri Gámar og þakplötur fjúka. 9. janúar 2019 21:43 Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra, en búist sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum. 9. janúar 2019 19:27 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ágætlega gekk að sinna útköllum vegna óveðursins á Norðurlandi í gær, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Veðurofsann lægði um miðnætti en veður hafði verið afar slæmt frá því um klukkan 21 í gærkvöldi. „Það gekk ágætlega, það komu einhver tuttugu verkefni inn á okkar borð fyrir miðnætti en það hægðist um miðnætti og hefur verið rólegt síðan,“ segir Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir lögregla hafa unnið verkefnin í samvinnu við björgunarsveitir á Akureyri. Aðspurður segir Hermann að tjón hafi verið minniháttar en útköllin sneru flest að foki á þakplötum og lausamunum auk þess sem greinar brotnuðu á trjám og lögðust á bíla. „Ég held það sé nánast lítið sem ekkert tjón í þessu, þetta voru aðallega hlutir sem fuku til en minniháttar skemmdir ef einhverjar.“50 m/s og tæp 19 stig Veðurstofa Íslands gaf út fyrstu appelsínugulu viðvörun ársins á Norðurlandi eystra í gær en eins og áður segir tók að lægja upp úr miðnætti. Mesti vindur í gær mældist 50 m/s á Gagnheiði skömmu fyrir miðnætti, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Klukkan sex í morgun mældist vindur víða 13 til 18 m/s norðan- og austantil á landinu en um 25 m/s á annesjum nyrst. Þá mældist hæsti hiti í gær tæp 19 stig á Daltanga en hiti er núna um 10 stig á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir að lægi og kólni með deginum og þegar hefur fryst á Vestfjörðum. Frostlaust verður sunnanlands í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á föstudag:Suðaustan 8-15 m/s, en heldur hægari norðan- og austanlands. Rigning með köflum, en dálítil snjókoma um norðanvertlandið. Hiti 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig norðaustantil. Á laugardag:Norðaustan 10-15 og él um landið norðvestanvert, en vestan 5-10 og dálítil rigning sunnanlands. Hægari vindur og lengst af þurrt austantil. Frost víða 0 til 5 stig, en að 5 stiga hita við Suðurströndina. Á sunnudag:Norðlæg átt 8-15 m/s og víða él, en þurrt suðvestanlands. Lægir um kvöldið, og frost 2 til 9 stig. Á mánudag:Gengur í hvassa suðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu með suðurströndinni. Heldur hægari, og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hlýnandi veður. Á þriðjudag:Austlæg átt og snjókoma með köflum, en dálítil rigning syðst. Hiti kringum frostmark en vægt frost norðanlands. Á miðvikudag:Hæg norðlæg átt og bjart með köflum, en norðan strekkingur og él um norðaustanvert landið. Kalt í veðri.
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveit kölluð út vegna foktjóns á Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var nýverið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka af húsi í byggðarlaginu. 9. janúar 2019 20:36 Snarvitlaust veður á Akureyri Gámar og þakplötur fjúka. 9. janúar 2019 21:43 Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra, en búist sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum. 9. janúar 2019 19:27 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Björgunarsveit kölluð út vegna foktjóns á Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var nýverið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka af húsi í byggðarlaginu. 9. janúar 2019 20:36
Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra, en búist sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum. 9. janúar 2019 19:27