Sáttamiðlun ekki til að framlengja hjúskap Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. nóvember 2019 08:00 Sigrún Júlíusdóttir, prófessor. Nýlega lögðu átta þingmenn fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða í þágu þolenda heimilisofbeldis. Í tillögunni er meðal annars lagt til að skylda til sáttaumleitana verði afnumin. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, telur að hugsa verði málið í víðara samhengi. Sáttamiðlun sé í eðli sínu ekki gerð til að halda fólki lengur í hjúskap, heldur til að bæta samskipti fólks í kringum og eftir hjúskaparslit. „Það er hægt að eiga góðan skilnað,“ segir hún. Þetta skipti höfuðmáli þegar börn eru í spilinu og flestir geti nýtt sér fræðslu og ráðgjöf. „Þingsályktunartillagan er gerð til að einfalda og hraða meðferð og í því getur falist mikil réttarbót fyrir þolendur ofbeldis eða ofríkis á heimili. En það er hins vegar mjög snúið að meta hver kúgar hvern í þessum samskiptum því þau geta verið flókin og lævís,“ segir Sigrún sem hefur starfað í málaflokknum í áratugi. „Þetta á alveg sérstaklega við þegar dómgreind foreldra skerðist sem er algengt í skilnaðardeilumálum.“ Bæði í rannsóknum og meðferðarvinnu kemur fram að hjá hluta fólks í skilnaði séu frásagnir á gráum svæðum og óljóst hvort farið hafi verið yfir mörk. „Þá er fólk allt í einu komið í þennan hóp, af því að það hefur ekki fengið viðeigandi þjónustu. Sérstaklega á þetta við um andlega ofbeldið, sem er nær ómögulegt að sanna og getur átt jafnt við um konur og karla,“ segir Sigrún. Sigrún segir að sumir grípi til þess að saka maka sinn um ofbeldi af einhverju tagi til þess að koma höggi á hann, en tekur fram að þetta sé ekki stór hópur. Tilgangurinn er af ýmsum toga, til dæmis að ná fram skilnaði fyrr en ella og í einstaka tilvikum að koma höggi á hitt foreldrið í því samhengi. Sigrún óttast að staða barnanna gæti orðið verri ef ekki er hugað vel að áhrifum þessa á börnin. „Fólk sér það oft ekki fyrir hvernig það hagar baráttu sinni. Ef reglurnar um skilnað verða rýmkaðar of mikið er hætt við að þá muni einhverjir velja þessa aðferð í staðinn fyrir hefðbundna skilnaðarráðgjöf, að fá fræðslu, ráðgjöf og stuðning, þá sérstaklega hvernig megi vernda börnin og undirbúa þau á góðan hátt,“ segir hún. Að sögn Sigrúnar er reynslan bæði af skilnaðarráðgjöf og sáttamiðlun almennt góð og á Norðurlöndunum sé hún víðast veitt og í boði fyrir alla foreldra sem skilja. „Tilgangurinn er ekki sá að fólk þrauki lengur í hjónabandinu, heldur til þess að það fari í gegnum skilnaðinn sem uppbyggilegt ferli. Að foreldrarnir hafi þroskast og lært um sjálfa sig sem einstaklinga og sitt skipsbrot og fengið fræðslu um hvernig eigi að haga fjölskyldusamskiptum eftir skilnað,“ segir hún. „Þetta á einnig við í þessum hörðustu málum. Það er ótrúlega margt fólk sem sér að sér og getur nýtt sér vel slíka þjónustu.“ Sigrún stýrði rannsókn á gagnsemi sáttamiðlunar hjá sýslumannsembættunum á Íslandi. Í málum þar sem staðið var frammi fyrir dómstólameðferð tókst að hjálpa fólki þannig að sátt náðist um samskiptin í um 60 prósentum tilvika. „Það er ekki lítið í ljósi þess að þetta eru hörðustu málin,“ segir hún. Þessi reynsla sjáist einnig annars staðar, til dæmis í Danmörku. Sigrún tekur undir það sem fram kemur í þingsályktunartillögunni um að fjárskortur og mannekla séu mikil í málaflokknum. „Eins og málum er háttað í okkar velferðarkerfi erum við ekki að setja samskipti fjölskyldna í forgang. Þrátt fyrir Barnasáttmálann og alla umræðuna um réttindi barna til að vera upplýst, fá stuðning og eiga rétt til beggja foreldra, erum við samt ekki komin lengra en þetta í skilnaðarmálunum. Það er þó á döfinni að félagsþjónusta sveitarfélaga feti í fótspor hinna Norðurlandanna með innleiðingu slíks forvarnarstarfs fyrir fjölskyldur í skilnaði.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Nýlega lögðu átta þingmenn fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða í þágu þolenda heimilisofbeldis. Í tillögunni er meðal annars lagt til að skylda til sáttaumleitana verði afnumin. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, telur að hugsa verði málið í víðara samhengi. Sáttamiðlun sé í eðli sínu ekki gerð til að halda fólki lengur í hjúskap, heldur til að bæta samskipti fólks í kringum og eftir hjúskaparslit. „Það er hægt að eiga góðan skilnað,“ segir hún. Þetta skipti höfuðmáli þegar börn eru í spilinu og flestir geti nýtt sér fræðslu og ráðgjöf. „Þingsályktunartillagan er gerð til að einfalda og hraða meðferð og í því getur falist mikil réttarbót fyrir þolendur ofbeldis eða ofríkis á heimili. En það er hins vegar mjög snúið að meta hver kúgar hvern í þessum samskiptum því þau geta verið flókin og lævís,“ segir Sigrún sem hefur starfað í málaflokknum í áratugi. „Þetta á alveg sérstaklega við þegar dómgreind foreldra skerðist sem er algengt í skilnaðardeilumálum.“ Bæði í rannsóknum og meðferðarvinnu kemur fram að hjá hluta fólks í skilnaði séu frásagnir á gráum svæðum og óljóst hvort farið hafi verið yfir mörk. „Þá er fólk allt í einu komið í þennan hóp, af því að það hefur ekki fengið viðeigandi þjónustu. Sérstaklega á þetta við um andlega ofbeldið, sem er nær ómögulegt að sanna og getur átt jafnt við um konur og karla,“ segir Sigrún. Sigrún segir að sumir grípi til þess að saka maka sinn um ofbeldi af einhverju tagi til þess að koma höggi á hann, en tekur fram að þetta sé ekki stór hópur. Tilgangurinn er af ýmsum toga, til dæmis að ná fram skilnaði fyrr en ella og í einstaka tilvikum að koma höggi á hitt foreldrið í því samhengi. Sigrún óttast að staða barnanna gæti orðið verri ef ekki er hugað vel að áhrifum þessa á börnin. „Fólk sér það oft ekki fyrir hvernig það hagar baráttu sinni. Ef reglurnar um skilnað verða rýmkaðar of mikið er hætt við að þá muni einhverjir velja þessa aðferð í staðinn fyrir hefðbundna skilnaðarráðgjöf, að fá fræðslu, ráðgjöf og stuðning, þá sérstaklega hvernig megi vernda börnin og undirbúa þau á góðan hátt,“ segir hún. Að sögn Sigrúnar er reynslan bæði af skilnaðarráðgjöf og sáttamiðlun almennt góð og á Norðurlöndunum sé hún víðast veitt og í boði fyrir alla foreldra sem skilja. „Tilgangurinn er ekki sá að fólk þrauki lengur í hjónabandinu, heldur til þess að það fari í gegnum skilnaðinn sem uppbyggilegt ferli. Að foreldrarnir hafi þroskast og lært um sjálfa sig sem einstaklinga og sitt skipsbrot og fengið fræðslu um hvernig eigi að haga fjölskyldusamskiptum eftir skilnað,“ segir hún. „Þetta á einnig við í þessum hörðustu málum. Það er ótrúlega margt fólk sem sér að sér og getur nýtt sér vel slíka þjónustu.“ Sigrún stýrði rannsókn á gagnsemi sáttamiðlunar hjá sýslumannsembættunum á Íslandi. Í málum þar sem staðið var frammi fyrir dómstólameðferð tókst að hjálpa fólki þannig að sátt náðist um samskiptin í um 60 prósentum tilvika. „Það er ekki lítið í ljósi þess að þetta eru hörðustu málin,“ segir hún. Þessi reynsla sjáist einnig annars staðar, til dæmis í Danmörku. Sigrún tekur undir það sem fram kemur í þingsályktunartillögunni um að fjárskortur og mannekla séu mikil í málaflokknum. „Eins og málum er háttað í okkar velferðarkerfi erum við ekki að setja samskipti fjölskyldna í forgang. Þrátt fyrir Barnasáttmálann og alla umræðuna um réttindi barna til að vera upplýst, fá stuðning og eiga rétt til beggja foreldra, erum við samt ekki komin lengra en þetta í skilnaðarmálunum. Það er þó á döfinni að félagsþjónusta sveitarfélaga feti í fótspor hinna Norðurlandanna með innleiðingu slíks forvarnarstarfs fyrir fjölskyldur í skilnaði.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira