Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍBV 3-0 │Vandræði Eyjamanna halda áfram en Fylkir í fimmta sætið Guðlaugur Valgeirsson skrifar 21. júlí 2019 18:45 Fylkismenn fagna í dag. vísir/daníel Það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda í dag þegar Fylkir tók á móti ÍBV á Würth-vellinum. Heimamenn komust snemma yfir og unnu að lokum verðskuldaðan 3-0 sigur. Fylkisliðið byrjaði leikinn af krafti en gestirnir mættu varla til leiks. Þeir áttu fyrsta færið í leiknum og á 6.mínútu björguðu gestirnir á marklínu þegar Geoffrey Castillion átti lúmskt skot sem var á leiðinni í markið en Felix Örn Friðriksson bjargaði fyrir gestina. Það leið þó ekki langur tími þar til fyrsta markið leit dagsins ljós en það kom á 12.mínútu. Þá átti Ragnar Bragi Sveinsson sendingu út á Kolbein Birgi Finnsson. Hann fékk nægan tíma og pláss til að athafna sig rétt fyrir utan teig og lét vaða og boltinn endaði í vinklinum! Algjörlega óverjandi fyrir Rafael Veloso í markinu! Eftir þetta héldu Fylkismenn áfram að sækja en þeir voru ekki nógu beittir upp við markið og náðu ekki að bæta við marki. Þeir gerðu það hinsvegar í uppbótartíma fyrri hálfleiks en þar var að verki varnarmaðurinn Ásgeir Eyþórsson! Kolbeinn átti þá góða hornspyrnu sem rataði á Ásgeir og eftir mikinn hamagang í teignum náði hann góði skoti sem Veloso réð ekki við í markinu! 2-0 fyrir heimamenn og Guðmundur Ársæll Guðmundsson dómari leiksins flautaði til hálfleiks stuttu seinna. Gestirnir komu grimmari til leiks í síðari hálfleiks og gerðu sig líklega í að minnka muninn en Stefán Logi Magnússon var öruggur í marki Fylkismanna og þeir náðu ekki að koma boltanum í netið. Síðasta mark leiksins kom síðan á 84.mínútu þegar Fylkismenn spiluðu boltann frábærlega á milli sín hægra megin á vellinum sem endaði á því að Valdimar Þór Ingimundarson var einn á móti Veloso en hann renndi boltanum óeigingjarnt til hliðar á Castillion sem átti ekki í neinum vandræðum með að koma boltanum í netið! 3-0 og leik lokið. Fullkomlega sanngjarn sigur sem hefði getað orðið stærri. ÍBV í miklum vandræðum í neðsta sæti deildarinnar á meðan Fylkismenn eru komnir í mikla evrópusætisbaráttu. Af hverju vann Fylkir? Einfaldlega miklu betra liðið í dag. Þeir voru grimmir frá byrjun og uppskáru mark snemma. Þeir héldu pressunni áfram og voru allan tímann með öll völd á vellinum. Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum var Kolbeinn Birgir bestur! Hann skoraði fyrsta mark leiksins með frábæru skoti og átti síðan þátt í öðru markinu. Ari Leifsson var öflugur í vörninni og Stefán Logi var öruggur í markinu. Hjá gestunum var fyrirliðinn Sindri Snær Magnússon líklega skástur. Veloso í markinu átti einnig nokkrar fínar vörslur. Hvað gekk illa? ÍBV mætti ekki til leiks fyrr en eftir um það bil hálftíma sem er alls ekki boðlegt fyrir lið sem er í svona stöðu. Í síðari hálfleik áttu þeir nokkur færi en þá gekk ekkert upp fyrir framan markið. Gary Martin átti í basli í dag og sömuleiðis átti bakvörðurinn Diogo Coelho slakan dag. Hvað gerist næst? Eyjamenn fara til Grindavíkur og verða hreinlega að ná í sigur þar annars má nánast fara bóka þá niður. Fylkismenn taka á móti KR í hörkuleik en báðir leikir fara fram næstkomandi sunnudag. Castillion skorar í dag.vísir/daníelAndri Ólafs: Mætum ekki til leiks Andri Ólafsson aðstoðarþjálfari eyjamanna var ekki sáttur með sína menn eftir tap þeirra gegn Fylki í dag, 3-0. Hann sagði liðið einfaldlega ekki hafa mætt til leiks. „Við bara hreinlega mætum ekki nógu grimmir til leiks. Við töluðum um það fyrir leik að mæta grimmir inn í leikinn sérstaklega þar sem við vissum að þeir myndu taka svolítið hart á okkur.” „Við bara gerum það klárlega ekki og erum bara heppnir að vera bara 2-0 undir í hálfleik.” Andri hafði í fljótu bragði enga útskýringu á því af hverju liðið var svona slakt í byrjun leiks. „Ekki í fljótu bragði nei. En grunnurinn í fótbolta og þá sérstaklega í hvernig við í Vestmannaeyjum viljum hafa er að leggja sig fram og berjast og koma okkur í stöður og vera með þennan grunn í lagi en það var engan veginn til staðar í dag og það er erfitt að byggja ofan á það ef grunninn vantar.” Hann var sammála því að það er ekki gott þegar lið í fallbaráttu eins og ÍBV hefur ekki baráttu til að vinna leiki. „Það er það klárlega og það er rosa erfitt þegar öll skilaboð og hvatning þarf að koma frá bekknum. Að menn geti ekki stigið meira upp og tekið meiri ábyrgð á því sem er að gerast. Við erum komnir í ansi djúpa holu og við fáum ekki mörg fleiri tækifæri til að koma okkur upp úr henni.” Andri talaði um að leikmannahópurinn væri fullmótaður og þeir væru ekki að fara taka fleiri leikmenn inn í glugganum sem er opinn þessa stundina. Hann sagði að lokum að ef liðið ætlaði að fara sækja stig þá þurfa þeir að fara leggja sig fram. „Við þurfum í fyrsta lagi að fara leggja okkur fram. Það er í rauninni númer 1, 2 og 3 hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var frekar dapur hjá okkur en sá seinni var fínn. Við fáum færi en náum engan veginn að gera réttu hlutina upp við markið,” sagði Andri Ólafsson að lokum. Helgi Sigurðsson fagnar ásamt aðstoðarmönnum sínum.vísir/daníelHelgi Sig: Get ekki kvartað Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis var ánægður með bæði sigurinn og frammistöðu sinna manna eftir 3-0 sigur liðsins gegn ÍBV í dag. „Frábær frammistaða og menn gerðu þetta vel frá A til Ö og við hefðum með ekki smá heppni heldur klókindum skorað fleiri mörk og ég er líka ánægður að halda hreinu, það er mikilvægt.” Þrátt fyrir stöðu ÍBV í deildinni þá segir Helgi að allir leikir í deildinni séu erfiðir og það sé ekki hægt að mæta af hálfum hug í neinn leik. „Í þessari deild er enginn leikur léttur og við þurfum að vera 100% á tánum ef við ætlum að fá eitthvað út úr leikjunum. Menn voru það svo sannarlega í dag frá fyrstu mínútu.” „Fengum gott mark frá Kolla en svo fannst mér við detta í smá kæruleysi á síðasta þriðjungi en við skorum gott mark á góðum tímapunkti undir lok fyrri hálfleiks og fara inn með þægilega stöðu í hálfleikinn. Má líka ekki gleyma því að Stefán Logi hélt okkur í 2-0 stöðu í síðari hálfleik sem skipti miklu fyrir okkur.” Hann var sammála því að annað markið í dag hafi skipt sköpum en það kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins. „Það er alltaf gott að fá mark alveg eins og það er slæmt að fá á sig mark á síðustu mínútu fyrri hálfleiksins. Það var gott upp á framhaldið en mér fannst við samt ekki koma alveg nógu vel út í síðari hálfleikinn en við unnum okkur vel inn í leikinn eftir því sem á leið.” „Hefðum getað haldið boltanum betur í síðari hálfleik en ég get svo sem ekki kvartað. Við unnum 3-0 og ég hefði tekið það fyrir leik.” Helgi sagði að lokum hann væri sáttur með hópinn eins og hann er og þeir myndu ekki sækja sér neinn liðsstyrk. Hann vonar að Kolbeinn geti spilað með þeim lengur en það sé enn óvíst. Pepsi Max-deild karla
Það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda í dag þegar Fylkir tók á móti ÍBV á Würth-vellinum. Heimamenn komust snemma yfir og unnu að lokum verðskuldaðan 3-0 sigur. Fylkisliðið byrjaði leikinn af krafti en gestirnir mættu varla til leiks. Þeir áttu fyrsta færið í leiknum og á 6.mínútu björguðu gestirnir á marklínu þegar Geoffrey Castillion átti lúmskt skot sem var á leiðinni í markið en Felix Örn Friðriksson bjargaði fyrir gestina. Það leið þó ekki langur tími þar til fyrsta markið leit dagsins ljós en það kom á 12.mínútu. Þá átti Ragnar Bragi Sveinsson sendingu út á Kolbein Birgi Finnsson. Hann fékk nægan tíma og pláss til að athafna sig rétt fyrir utan teig og lét vaða og boltinn endaði í vinklinum! Algjörlega óverjandi fyrir Rafael Veloso í markinu! Eftir þetta héldu Fylkismenn áfram að sækja en þeir voru ekki nógu beittir upp við markið og náðu ekki að bæta við marki. Þeir gerðu það hinsvegar í uppbótartíma fyrri hálfleiks en þar var að verki varnarmaðurinn Ásgeir Eyþórsson! Kolbeinn átti þá góða hornspyrnu sem rataði á Ásgeir og eftir mikinn hamagang í teignum náði hann góði skoti sem Veloso réð ekki við í markinu! 2-0 fyrir heimamenn og Guðmundur Ársæll Guðmundsson dómari leiksins flautaði til hálfleiks stuttu seinna. Gestirnir komu grimmari til leiks í síðari hálfleiks og gerðu sig líklega í að minnka muninn en Stefán Logi Magnússon var öruggur í marki Fylkismanna og þeir náðu ekki að koma boltanum í netið. Síðasta mark leiksins kom síðan á 84.mínútu þegar Fylkismenn spiluðu boltann frábærlega á milli sín hægra megin á vellinum sem endaði á því að Valdimar Þór Ingimundarson var einn á móti Veloso en hann renndi boltanum óeigingjarnt til hliðar á Castillion sem átti ekki í neinum vandræðum með að koma boltanum í netið! 3-0 og leik lokið. Fullkomlega sanngjarn sigur sem hefði getað orðið stærri. ÍBV í miklum vandræðum í neðsta sæti deildarinnar á meðan Fylkismenn eru komnir í mikla evrópusætisbaráttu. Af hverju vann Fylkir? Einfaldlega miklu betra liðið í dag. Þeir voru grimmir frá byrjun og uppskáru mark snemma. Þeir héldu pressunni áfram og voru allan tímann með öll völd á vellinum. Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum var Kolbeinn Birgir bestur! Hann skoraði fyrsta mark leiksins með frábæru skoti og átti síðan þátt í öðru markinu. Ari Leifsson var öflugur í vörninni og Stefán Logi var öruggur í markinu. Hjá gestunum var fyrirliðinn Sindri Snær Magnússon líklega skástur. Veloso í markinu átti einnig nokkrar fínar vörslur. Hvað gekk illa? ÍBV mætti ekki til leiks fyrr en eftir um það bil hálftíma sem er alls ekki boðlegt fyrir lið sem er í svona stöðu. Í síðari hálfleik áttu þeir nokkur færi en þá gekk ekkert upp fyrir framan markið. Gary Martin átti í basli í dag og sömuleiðis átti bakvörðurinn Diogo Coelho slakan dag. Hvað gerist næst? Eyjamenn fara til Grindavíkur og verða hreinlega að ná í sigur þar annars má nánast fara bóka þá niður. Fylkismenn taka á móti KR í hörkuleik en báðir leikir fara fram næstkomandi sunnudag. Castillion skorar í dag.vísir/daníelAndri Ólafs: Mætum ekki til leiks Andri Ólafsson aðstoðarþjálfari eyjamanna var ekki sáttur með sína menn eftir tap þeirra gegn Fylki í dag, 3-0. Hann sagði liðið einfaldlega ekki hafa mætt til leiks. „Við bara hreinlega mætum ekki nógu grimmir til leiks. Við töluðum um það fyrir leik að mæta grimmir inn í leikinn sérstaklega þar sem við vissum að þeir myndu taka svolítið hart á okkur.” „Við bara gerum það klárlega ekki og erum bara heppnir að vera bara 2-0 undir í hálfleik.” Andri hafði í fljótu bragði enga útskýringu á því af hverju liðið var svona slakt í byrjun leiks. „Ekki í fljótu bragði nei. En grunnurinn í fótbolta og þá sérstaklega í hvernig við í Vestmannaeyjum viljum hafa er að leggja sig fram og berjast og koma okkur í stöður og vera með þennan grunn í lagi en það var engan veginn til staðar í dag og það er erfitt að byggja ofan á það ef grunninn vantar.” Hann var sammála því að það er ekki gott þegar lið í fallbaráttu eins og ÍBV hefur ekki baráttu til að vinna leiki. „Það er það klárlega og það er rosa erfitt þegar öll skilaboð og hvatning þarf að koma frá bekknum. Að menn geti ekki stigið meira upp og tekið meiri ábyrgð á því sem er að gerast. Við erum komnir í ansi djúpa holu og við fáum ekki mörg fleiri tækifæri til að koma okkur upp úr henni.” Andri talaði um að leikmannahópurinn væri fullmótaður og þeir væru ekki að fara taka fleiri leikmenn inn í glugganum sem er opinn þessa stundina. Hann sagði að lokum að ef liðið ætlaði að fara sækja stig þá þurfa þeir að fara leggja sig fram. „Við þurfum í fyrsta lagi að fara leggja okkur fram. Það er í rauninni númer 1, 2 og 3 hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var frekar dapur hjá okkur en sá seinni var fínn. Við fáum færi en náum engan veginn að gera réttu hlutina upp við markið,” sagði Andri Ólafsson að lokum. Helgi Sigurðsson fagnar ásamt aðstoðarmönnum sínum.vísir/daníelHelgi Sig: Get ekki kvartað Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis var ánægður með bæði sigurinn og frammistöðu sinna manna eftir 3-0 sigur liðsins gegn ÍBV í dag. „Frábær frammistaða og menn gerðu þetta vel frá A til Ö og við hefðum með ekki smá heppni heldur klókindum skorað fleiri mörk og ég er líka ánægður að halda hreinu, það er mikilvægt.” Þrátt fyrir stöðu ÍBV í deildinni þá segir Helgi að allir leikir í deildinni séu erfiðir og það sé ekki hægt að mæta af hálfum hug í neinn leik. „Í þessari deild er enginn leikur léttur og við þurfum að vera 100% á tánum ef við ætlum að fá eitthvað út úr leikjunum. Menn voru það svo sannarlega í dag frá fyrstu mínútu.” „Fengum gott mark frá Kolla en svo fannst mér við detta í smá kæruleysi á síðasta þriðjungi en við skorum gott mark á góðum tímapunkti undir lok fyrri hálfleiks og fara inn með þægilega stöðu í hálfleikinn. Má líka ekki gleyma því að Stefán Logi hélt okkur í 2-0 stöðu í síðari hálfleik sem skipti miklu fyrir okkur.” Hann var sammála því að annað markið í dag hafi skipt sköpum en það kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins. „Það er alltaf gott að fá mark alveg eins og það er slæmt að fá á sig mark á síðustu mínútu fyrri hálfleiksins. Það var gott upp á framhaldið en mér fannst við samt ekki koma alveg nógu vel út í síðari hálfleikinn en við unnum okkur vel inn í leikinn eftir því sem á leið.” „Hefðum getað haldið boltanum betur í síðari hálfleik en ég get svo sem ekki kvartað. Við unnum 3-0 og ég hefði tekið það fyrir leik.” Helgi sagði að lokum hann væri sáttur með hópinn eins og hann er og þeir myndu ekki sækja sér neinn liðsstyrk. Hann vonar að Kolbeinn geti spilað með þeim lengur en það sé enn óvíst.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti