Íslenski boltinn

Leikmaður Víkings varð bikarmeistari í hástökki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Örvar vippar sér yfir rána.
Örvar vippar sér yfir rána. mynd/frí
Örvari Eggertssyni, leikmanni Víkings R. í Pepsi Max-deild karla, er fleira til lista lagt en að spila fótbolta.

Örvar gerði sér lítið fyrir og vann sigur í hástökki í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands utanhúss í Kaplakrika í gær. Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings, benti á þessa skemmtilegu staðreynd á Twitter.



Örvar, sem keppti fyrir FH, hafði betur í baráttu við ÍR-inginn Benjamín Jóhann Johnsen. Þeir stukku báðir yfir 2,01 metra. Benjamín felldi hins vegar 1,95 metra einu sinni og því var sigurinn Örvars.

Örvar stökk í fyrsta sinn yfir tvo metra í gær.mynd/frí
Hann stórbætti sinn besta árangur í hástökki. Gamla metið hans var 1,83 metrar sem hann náði fyrir þremur árum.

Örvar á ekki langt að sækja frjálsíþróttahæfileikana en foreldrar hans, Eggert Bogason og Ragnheiður Ólafsdóttir, voru bæði afreksfólk í frjálsum.

Auk þess að vinna hástökkið fagnaði Örvar bikarmeistaratitli með félögum sínum í FH. Fimleikafélagið fékk 135 stig en ÍR 118 stig.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Örvari því annað kvöld mæta hann og félagar hans í Víkingi Breiðabliki í 14. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Örvar, sem er tvítugur, hefur leikið átta leiki í deild og bikar með Víkingum í sumar.

Örvar í leik með Víkingi R. gegn Víkingi Ó. síðasta sumar.vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×