Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr langþráðum sigrum KA og Grindavíkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hallgrímur Mar tryggði KA sigur á FH.
Hallgrímur Mar tryggði KA sigur á FH. vísir/bára
Tveimur leikjum er lokið í Pepsi Max-deild karla í dag. KA og Grindavík unnu langþráða sigra.

Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði eina mark leiksins þegar KA vann FH, 1-0, á Akureyri.

Þetta var fyrsti sigur KA síðan 15. júní. Með honum komst liðið upp úr fallsæti. FH er hins vegar búið að tapa tveimur leikjum í röð.

Í Grindavík unnu heimamenn 2-1 sigur á botnliði ÍBV.

Eyjamenn komust yfir með marki Garys Martin á 26. mínútu. Oscar Manuel Conde Cruz jafnaði á 54. mínútu og þegar 13 mínútur voru til leiksloka skoraði Josip Zeba sigurmark Grindvíkinga. Þetta var fyrsti deildarsigur þeirra síðan 20. maí.

Mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir neðan.

KA 1-0 FH
 

Grindavík 2-1 ÍBV
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×