Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2019 10:41 Trump sakaði Cummings einnig um að níðast á sér. Vísir/AP Trump fór ófögrum orðum um umdæmi þingmannsins Elijah Cummings á Twitter í gær þar sem Trump sagði umdæmi hans í Marylandríki vera „ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum.“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. Eftirlitsnefnd þingsins hefur undir formennsku Cummings staðið fyrir ýmsum rannsóknum á Trump og fjölskyldu hans, Bandaríkjaforseta til mikillar gremju. Trump sagði jafnframt að aðstæður á syðri landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó væru mun betri en í umdæmi þingmannsins. Hann lagði til að Cummings myndi einbeita sér frekar að eigin umdæmi og „hjálpa til við að hreinsa þennan afar hættulega og skítuga stað.“ Meirihluti íbúa í umdæmi Cummings eru dökkir á hörund og hafa árásir Trump í gær verið tengdar við litarhaft þingmannsins og samsetningu umdæmis hans. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, sagði á Twitter í gær að flokkurinn „hafni rasískum árásum“ á Cummings og sýni þingmanninum stuðning. Árásir Trump í gær koma einungis nokkrum vikum eftir að hann var gagnrýndur fyrir að segja fjórum þingkonum Demókrata að fara aftur til síns heima.....As proven last week during a Congressional tour, the Border is clean, efficient & well run, just very crowded. Cumming District is a disgusting, rat and rodent infested mess. If he spent more time in Baltimore, maybe he could help clean up this very dangerous & filthy place— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2019 .@RepCummings is a champion in the Congress and the country for civil rights and economic justice, a beloved leader in Baltimore, and deeply valued colleague. We all reject racist attacks against him and support his steadfast leadership. #ElijahCummingsIsAPatriot https://t.co/2LG8AuQrHh— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) July 27, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump segir að það séu þingkonurnar sem eigi að biðjast afsökunar á ummælum sínum Trump vakti mikla reiði fyrir viku síðan þegar hann tísti um að fjórar þingkonur Demókrataflokksins ættu að "fara aftur þangað sem þær komu frá upprunalega“ þrátt fyrir að þær séu allar bandarískir ríkisborgarar og þrjár þeirra séu fæddar í Bandaríkjunum. 21. júlí 2019 23:37 Mest lesið Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent Fangaverðir uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu Innlent Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Átján létust í troðningi Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Fleiri fréttir Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Sjá meira
Trump fór ófögrum orðum um umdæmi þingmannsins Elijah Cummings á Twitter í gær þar sem Trump sagði umdæmi hans í Marylandríki vera „ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum.“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. Eftirlitsnefnd þingsins hefur undir formennsku Cummings staðið fyrir ýmsum rannsóknum á Trump og fjölskyldu hans, Bandaríkjaforseta til mikillar gremju. Trump sagði jafnframt að aðstæður á syðri landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó væru mun betri en í umdæmi þingmannsins. Hann lagði til að Cummings myndi einbeita sér frekar að eigin umdæmi og „hjálpa til við að hreinsa þennan afar hættulega og skítuga stað.“ Meirihluti íbúa í umdæmi Cummings eru dökkir á hörund og hafa árásir Trump í gær verið tengdar við litarhaft þingmannsins og samsetningu umdæmis hans. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, sagði á Twitter í gær að flokkurinn „hafni rasískum árásum“ á Cummings og sýni þingmanninum stuðning. Árásir Trump í gær koma einungis nokkrum vikum eftir að hann var gagnrýndur fyrir að segja fjórum þingkonum Demókrata að fara aftur til síns heima.....As proven last week during a Congressional tour, the Border is clean, efficient & well run, just very crowded. Cumming District is a disgusting, rat and rodent infested mess. If he spent more time in Baltimore, maybe he could help clean up this very dangerous & filthy place— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2019 .@RepCummings is a champion in the Congress and the country for civil rights and economic justice, a beloved leader in Baltimore, and deeply valued colleague. We all reject racist attacks against him and support his steadfast leadership. #ElijahCummingsIsAPatriot https://t.co/2LG8AuQrHh— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) July 27, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump segir að það séu þingkonurnar sem eigi að biðjast afsökunar á ummælum sínum Trump vakti mikla reiði fyrir viku síðan þegar hann tísti um að fjórar þingkonur Demókrataflokksins ættu að "fara aftur þangað sem þær komu frá upprunalega“ þrátt fyrir að þær séu allar bandarískir ríkisborgarar og þrjár þeirra séu fæddar í Bandaríkjunum. 21. júlí 2019 23:37 Mest lesið Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent Fangaverðir uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu Innlent Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Átján létust í troðningi Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Fleiri fréttir Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Sjá meira
Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32
Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41
Trump segir að það séu þingkonurnar sem eigi að biðjast afsökunar á ummælum sínum Trump vakti mikla reiði fyrir viku síðan þegar hann tísti um að fjórar þingkonur Demókrataflokksins ættu að "fara aftur þangað sem þær komu frá upprunalega“ þrátt fyrir að þær séu allar bandarískir ríkisborgarar og þrjár þeirra séu fæddar í Bandaríkjunum. 21. júlí 2019 23:37