Dætur Hjördísar Svan segja tálmun jafngilda vernd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2019 12:17 Hjördís ásamt dætrum sínum þegar barátta hennar fyrir forræði stóð sem hæst árið 2013. Þrjár dætur Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að nema dæturnar á brott frá Danmörku árið 2013, hafa skilað umsögn við frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem gera á refsivert að tálma umgengni við börn. Dæturnar þrjár eru 12, 13 og 15 ára. Skrifstofa Alþingis leitaði staðfestingar á því að stúlkurnar hefðu sjálfar skrifað bréfið að því er Stundin hefur fengið staðfest. Var bréfið í framhaldinu birt ásamt öðrum umsögnum um frumvarpið. Mál Hjördísar Svan var mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum og vakti mikla athygli. Hún á dætur sínar með dönskum manni sem stefndi í að yrði dæmt forræði yfir stúlkunum þrátt fyrir fullyrðingar Hjördísar um heimilisofbeldi. Fór svo að Hjördís flúði með dætur sínar, fór huldu höfði í Skandinavíu í nokkrar vikur þar til hún hafði safnað nægum fjármunum til að fljúga með þær til Íslands. Maðurinn kærði brottnámið og sótti um að stúlkurnar yrðu fluttar til Danmerkur í beinni aðfarargerð. Héraðsdómur dæmdi honum í vil en Hæstiréttur sneri dómnum við. Börnin urðu áfram á Íslandi en Hjördís hafði þá þegar verið handtekin og afplánaði átján mánaða dóm. Dæturnar bjuggu hjá ömmu sinni og systkinum Hjördísar á Íslandi.Hjördís var um tíma í gæsluvarðhaldi í Danmörku.Nordicphotos/AFPSkiptu fimm mínútum á milli sín „Við höfum upplifað það að mamma okkar var tekin í burtu frá okkur og send í fangelsi í Danmörku. Það sem við upplifðum á ekkert barn að þurfa að upplifa. Mamma okkar gerði allt til þess að forða okkur frá ofbeldi. Hún kom með okkur til Íslands eftir að ein af okkur var lögð inn á spítala með áverka eftir ofbeldi. Það endaði þannig að íslenska lögreglan tók okkur og kom okkur upp í flugvél til Danmerkur. Við sáum mömmu aftur nokkrum mánuðum seinna, þar sem henni var haldið frá okkur. Okkur leið ekki vel og við gætum þulið upp hvað gerðist fyrir okkur á þessum tíma en gerum það ekki hér,“ segja systurnar í bréfi sínu. Þar leggja þær áherslu á að þær mótmæli frumvarpinu sem geri tálmun refsiverða.Mamma fer aftur með okkur heim til Íslands og þá vorum við öll saman mamma og við systkinin. Það leið ekki á löngu þangað til að mamma var send til Danmerkur. Einn dag fengum við öll símtal frá mömmu þar sem hún sagði okkur að ekki hafa áhyggjur af henni en hún gæti ekki verið í miklu sambandi við okkur í einhvern tíma. Þetta var dagurinn sem mamma var handtekin. Þær hafi síðar getað talað við mömmu sína í fimm mínútur í senn, tvisvar í viku. „Sem var ekki langur tími þar sem við þurftum fjögur að skipta á milli okkar 5 mínótum en það var klukka í fangelsinu sem taldi mínóturnar niður, þegar þær voru liðnar þá var skellt á. Þarna var mamma í 6 mánuði.“ Þær segja skrýtið að lesa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hangi víða uppi, t.d. í skólum. „Þar kemur fram að öll börn eigi rétt á vernd og að það eigi að hlusta á börn. Það var ekki hlustað á okkur og aftur og aftur brást fólk sem átti að hjálpa. Afhverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi? Við ætlumst til þess að þið hugsið um velferð og öryggi barna, þetta frumvarp bitnar verst á börnum. Í umræðum um mömmu á netinu er hún kölluð tálmunarmóðir, það ætti að fara skoða merkinguna á því orði vegna þess að í okkar huga er tálmun = vernd.“Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra sem leggur fram frumvarpið.Vísir/VilhelmVarði fimm ára fangelsi Sem fyrr segir eru það þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem leggja frumvarpið fram. Í frumvarpinu vilja þingmennirnir að tálmun geti varðað sektum eða allt að fimm ára fangelsi. Slík mál séu þó ekki rannsökuð hjá lögreglu nema að undangenginni kæru frá barnavernd. Þingmennirnir vitna líkt og dæturnar í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað er um rétt barna til að þekkja og umgangast báða foreldra sína. „Í 46. gr. barnalaga er sérstaklega tekið fram að barn eigi rétt á að umgangast með reglubundnum hætti það foreldra sinna sem það býr ekki hjá og þegar foreldrar búa ekki saman hvílir sú skylda á báðum að grípa til þeirra ráðstafana sem við verði komið til að tryggja að þessi réttur sé virtur. Jafnframt er tekið fram að foreldri sem barn býr ekki hjá á í senn rétt og ber skylda til að rækja umgengni við barn sitt. Enn fremur kemur fram að foreldri sem barn býr hjá sé skylt að stuðla að því að barn njóti umgengni við hitt foreldrið nema hún sé andstæð hag og þörfum barnsins að mati dómara eða lögmælts stjórnvalds. Með umgengni er átt við samveru og önnur samskipti,“ segir í greinargerð þingmannanna með frumvarpinu. Frumvarpið er mjög umdeilt og liggja fyrir fimmtán umsagnir um málið á vef Alþingis. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Barnaverndarstofa leggjast öll gegn frumvarpinu í óbreyttri mynd. Mannréttindaskrifstofa Íslands segir umgengni oft tálmað vegna áhyggja foreldis af ofbeldi, vímuefnaneyslu eða andlegum veikindum hins foreldrisins. Það orki tvímælis að refsa foreldri sem telji sig vera að uppfylla skyldur gagnvart börnum sínum.Fullt forræði í fyrraFram kom í viðtali við Hjördísi Svan í Mannlífi síðastliðið haust að hún væri komin með fullt forræði yfir dætrunum eftir átta ára baráttu. Þær hafi búið á Íslandi utan kerfis og án vegabréfa sem hafi meðal annars komið í veg fyrir ferðalög einnar dótturinnar með íþróttafélagi sínu til útlanda. Í ársbyrjun 2018 sagðist Hjördís hafa farið í sáttameðferð hjá Sýslumanni með það fyrir augum að sækja um forræði. „Maðurinn mætti ekki og sýslumannsembættið gaf þá út sáttavottorð sem gefur mér leyfi til að leita til dómstóla. Lögmaður minn útbjó stefnu þar sem ég sóttist eftir forræðinu og ég þurfti að láta þýða stefnuna yfir á dönsku. Taka átti málið fyrir í byrjun maí en maðurinn svaraði stefnunni með samningi þess efnis að ég fengi forræðið og búseturéttinn og að ég gæti aldrei krafist peninga af hans hálfu ef dæturnar vanhagaði um eitthvað.“ Hún hafi samþykkt samninginn. „Þetta var auðvitað mjög stór stund í lífi okkar, eitthvað sem við höfðum beðið lengi eftir en á sama tíma voru þetta ljúfsár tíðindi þar sem sömu mistökin eru gerð trekk í trekk og af sama fólki. Það hefur ekkert breyst í barnaverndarmálum, börn eru neydd í umgengni við ofbeldisfulla feður.“ Börn og uppeldi Fjölskyldumál Hjördís Svan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segja frumvarp Brynjars enn eitt vopnið fyrir ofbeldismenn Á annað hundrað konur gera í yfirlýsingu þá kröfu til alþingismanna að þeir taki skýra afstöðu á móti ofbeldi gegn konum og börnum eða geri skýra grein fyrir afstöðu sinni. 8. október 2018 12:41 Leggja til að tálmun verði refsiverð Sex þingmenn þriggja flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp um breytingu á barnaverndarlögum sem kveður á um að tálmun eða takmörkun á umgengni verði refsiverð. 31. mars 2017 23:08 Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00 Tillaga Brynjars betri en núverandi verklag Forstjóri Barnaverndarstofu segir skárra að fangelsa foreldri vegna tálmunar en að taka barn af heimilinu. Nýtt frumvarp um aðgerðir vegna tálmunar séu því til bóta. Sýslumaður þurfi að geta afgreitt tálmunarmál með hraði. 30. maí 2017 07:00 Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Þrjár dætur Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að nema dæturnar á brott frá Danmörku árið 2013, hafa skilað umsögn við frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem gera á refsivert að tálma umgengni við börn. Dæturnar þrjár eru 12, 13 og 15 ára. Skrifstofa Alþingis leitaði staðfestingar á því að stúlkurnar hefðu sjálfar skrifað bréfið að því er Stundin hefur fengið staðfest. Var bréfið í framhaldinu birt ásamt öðrum umsögnum um frumvarpið. Mál Hjördísar Svan var mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum og vakti mikla athygli. Hún á dætur sínar með dönskum manni sem stefndi í að yrði dæmt forræði yfir stúlkunum þrátt fyrir fullyrðingar Hjördísar um heimilisofbeldi. Fór svo að Hjördís flúði með dætur sínar, fór huldu höfði í Skandinavíu í nokkrar vikur þar til hún hafði safnað nægum fjármunum til að fljúga með þær til Íslands. Maðurinn kærði brottnámið og sótti um að stúlkurnar yrðu fluttar til Danmerkur í beinni aðfarargerð. Héraðsdómur dæmdi honum í vil en Hæstiréttur sneri dómnum við. Börnin urðu áfram á Íslandi en Hjördís hafði þá þegar verið handtekin og afplánaði átján mánaða dóm. Dæturnar bjuggu hjá ömmu sinni og systkinum Hjördísar á Íslandi.Hjördís var um tíma í gæsluvarðhaldi í Danmörku.Nordicphotos/AFPSkiptu fimm mínútum á milli sín „Við höfum upplifað það að mamma okkar var tekin í burtu frá okkur og send í fangelsi í Danmörku. Það sem við upplifðum á ekkert barn að þurfa að upplifa. Mamma okkar gerði allt til þess að forða okkur frá ofbeldi. Hún kom með okkur til Íslands eftir að ein af okkur var lögð inn á spítala með áverka eftir ofbeldi. Það endaði þannig að íslenska lögreglan tók okkur og kom okkur upp í flugvél til Danmerkur. Við sáum mömmu aftur nokkrum mánuðum seinna, þar sem henni var haldið frá okkur. Okkur leið ekki vel og við gætum þulið upp hvað gerðist fyrir okkur á þessum tíma en gerum það ekki hér,“ segja systurnar í bréfi sínu. Þar leggja þær áherslu á að þær mótmæli frumvarpinu sem geri tálmun refsiverða.Mamma fer aftur með okkur heim til Íslands og þá vorum við öll saman mamma og við systkinin. Það leið ekki á löngu þangað til að mamma var send til Danmerkur. Einn dag fengum við öll símtal frá mömmu þar sem hún sagði okkur að ekki hafa áhyggjur af henni en hún gæti ekki verið í miklu sambandi við okkur í einhvern tíma. Þetta var dagurinn sem mamma var handtekin. Þær hafi síðar getað talað við mömmu sína í fimm mínútur í senn, tvisvar í viku. „Sem var ekki langur tími þar sem við þurftum fjögur að skipta á milli okkar 5 mínótum en það var klukka í fangelsinu sem taldi mínóturnar niður, þegar þær voru liðnar þá var skellt á. Þarna var mamma í 6 mánuði.“ Þær segja skrýtið að lesa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hangi víða uppi, t.d. í skólum. „Þar kemur fram að öll börn eigi rétt á vernd og að það eigi að hlusta á börn. Það var ekki hlustað á okkur og aftur og aftur brást fólk sem átti að hjálpa. Afhverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi? Við ætlumst til þess að þið hugsið um velferð og öryggi barna, þetta frumvarp bitnar verst á börnum. Í umræðum um mömmu á netinu er hún kölluð tálmunarmóðir, það ætti að fara skoða merkinguna á því orði vegna þess að í okkar huga er tálmun = vernd.“Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra sem leggur fram frumvarpið.Vísir/VilhelmVarði fimm ára fangelsi Sem fyrr segir eru það þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem leggja frumvarpið fram. Í frumvarpinu vilja þingmennirnir að tálmun geti varðað sektum eða allt að fimm ára fangelsi. Slík mál séu þó ekki rannsökuð hjá lögreglu nema að undangenginni kæru frá barnavernd. Þingmennirnir vitna líkt og dæturnar í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað er um rétt barna til að þekkja og umgangast báða foreldra sína. „Í 46. gr. barnalaga er sérstaklega tekið fram að barn eigi rétt á að umgangast með reglubundnum hætti það foreldra sinna sem það býr ekki hjá og þegar foreldrar búa ekki saman hvílir sú skylda á báðum að grípa til þeirra ráðstafana sem við verði komið til að tryggja að þessi réttur sé virtur. Jafnframt er tekið fram að foreldri sem barn býr ekki hjá á í senn rétt og ber skylda til að rækja umgengni við barn sitt. Enn fremur kemur fram að foreldri sem barn býr hjá sé skylt að stuðla að því að barn njóti umgengni við hitt foreldrið nema hún sé andstæð hag og þörfum barnsins að mati dómara eða lögmælts stjórnvalds. Með umgengni er átt við samveru og önnur samskipti,“ segir í greinargerð þingmannanna með frumvarpinu. Frumvarpið er mjög umdeilt og liggja fyrir fimmtán umsagnir um málið á vef Alþingis. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Barnaverndarstofa leggjast öll gegn frumvarpinu í óbreyttri mynd. Mannréttindaskrifstofa Íslands segir umgengni oft tálmað vegna áhyggja foreldis af ofbeldi, vímuefnaneyslu eða andlegum veikindum hins foreldrisins. Það orki tvímælis að refsa foreldri sem telji sig vera að uppfylla skyldur gagnvart börnum sínum.Fullt forræði í fyrraFram kom í viðtali við Hjördísi Svan í Mannlífi síðastliðið haust að hún væri komin með fullt forræði yfir dætrunum eftir átta ára baráttu. Þær hafi búið á Íslandi utan kerfis og án vegabréfa sem hafi meðal annars komið í veg fyrir ferðalög einnar dótturinnar með íþróttafélagi sínu til útlanda. Í ársbyrjun 2018 sagðist Hjördís hafa farið í sáttameðferð hjá Sýslumanni með það fyrir augum að sækja um forræði. „Maðurinn mætti ekki og sýslumannsembættið gaf þá út sáttavottorð sem gefur mér leyfi til að leita til dómstóla. Lögmaður minn útbjó stefnu þar sem ég sóttist eftir forræðinu og ég þurfti að láta þýða stefnuna yfir á dönsku. Taka átti málið fyrir í byrjun maí en maðurinn svaraði stefnunni með samningi þess efnis að ég fengi forræðið og búseturéttinn og að ég gæti aldrei krafist peninga af hans hálfu ef dæturnar vanhagaði um eitthvað.“ Hún hafi samþykkt samninginn. „Þetta var auðvitað mjög stór stund í lífi okkar, eitthvað sem við höfðum beðið lengi eftir en á sama tíma voru þetta ljúfsár tíðindi þar sem sömu mistökin eru gerð trekk í trekk og af sama fólki. Það hefur ekkert breyst í barnaverndarmálum, börn eru neydd í umgengni við ofbeldisfulla feður.“
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Hjördís Svan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segja frumvarp Brynjars enn eitt vopnið fyrir ofbeldismenn Á annað hundrað konur gera í yfirlýsingu þá kröfu til alþingismanna að þeir taki skýra afstöðu á móti ofbeldi gegn konum og börnum eða geri skýra grein fyrir afstöðu sinni. 8. október 2018 12:41 Leggja til að tálmun verði refsiverð Sex þingmenn þriggja flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp um breytingu á barnaverndarlögum sem kveður á um að tálmun eða takmörkun á umgengni verði refsiverð. 31. mars 2017 23:08 Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00 Tillaga Brynjars betri en núverandi verklag Forstjóri Barnaverndarstofu segir skárra að fangelsa foreldri vegna tálmunar en að taka barn af heimilinu. Nýtt frumvarp um aðgerðir vegna tálmunar séu því til bóta. Sýslumaður þurfi að geta afgreitt tálmunarmál með hraði. 30. maí 2017 07:00 Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Segja frumvarp Brynjars enn eitt vopnið fyrir ofbeldismenn Á annað hundrað konur gera í yfirlýsingu þá kröfu til alþingismanna að þeir taki skýra afstöðu á móti ofbeldi gegn konum og börnum eða geri skýra grein fyrir afstöðu sinni. 8. október 2018 12:41
Leggja til að tálmun verði refsiverð Sex þingmenn þriggja flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp um breytingu á barnaverndarlögum sem kveður á um að tálmun eða takmörkun á umgengni verði refsiverð. 31. mars 2017 23:08
Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00
Tillaga Brynjars betri en núverandi verklag Forstjóri Barnaverndarstofu segir skárra að fangelsa foreldri vegna tálmunar en að taka barn af heimilinu. Nýtt frumvarp um aðgerðir vegna tálmunar séu því til bóta. Sýslumaður þurfi að geta afgreitt tálmunarmál með hraði. 30. maí 2017 07:00