Andinn og vandinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 18. júní 2019 07:00 Spánn er merkilegt land sem markað er af andans mönnum og konum frá örófi alda. Hér var Averoes að gera því skóna í ræðu og riti á 12. öld að siðfræði heimspekinnar væri æðri siðfræði trúarinnar meðan annars staðar var bannað að draga trúna í efa. Í Toledo voru menn að þýða gríska heimspeki meðan norðar í álfunni töldu menn að Aristóteles væri hundategund. Hér var fyrsta skáldsagan rituð snemma á 17. öld sem enn í dag er eitt af betri skáldverkum heims. Í dag er hér líka einn af betri stjórnmálamönnum samtímans, Manuela Carmena, sem kom að hryllilegu spillingarbæli þegar hún tók við sem borgarstjóri í Madrid fyrir fjórum árum. Fyrirrennarar hennar, Lýðflokksmenn, höfðu ekki aðeins rænt í áraraðir og komið borginni í ótæpilega skuldasúpu heldur einnig selt hrægammasjóðum fjöldann allan af félagsíbúðum. Hún hefur upprætt spillingarkerfið og skilað hagnaði sem er nýtt þar í borg enda spillingin dýr. Samt missti hún meirihlutann í síðustu kosningum meðan þjóðrembur og gamli spillingarflokkurinn fengu ágæta kosningu. Hvernig stendur á því? Jú, Spánn glímir við þann erfðaeiginleika, þrátt fyrir allt andans fólkið, að frá örófi alda hafa ávallt verið til menn og konur sem hafa viljað koma umburðarlyndi og víðsýni fyrir kattarnef. Þjóðin stundar því vegasalt milli þessara tveggja afla og mætti segja að þegar mest liggi við fari hlunkarnir þeim megin sem hrokinn ræður. Spænsk saga en nefnilega vörðuð Trumpum sem ætluðu að gera landið einsleitt og glæst. Í raun eigast þessi öfl einnig við á Íslandi. Hvorum megin hlammar þú þínum rasskinnum þá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Spánn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Spánn er merkilegt land sem markað er af andans mönnum og konum frá örófi alda. Hér var Averoes að gera því skóna í ræðu og riti á 12. öld að siðfræði heimspekinnar væri æðri siðfræði trúarinnar meðan annars staðar var bannað að draga trúna í efa. Í Toledo voru menn að þýða gríska heimspeki meðan norðar í álfunni töldu menn að Aristóteles væri hundategund. Hér var fyrsta skáldsagan rituð snemma á 17. öld sem enn í dag er eitt af betri skáldverkum heims. Í dag er hér líka einn af betri stjórnmálamönnum samtímans, Manuela Carmena, sem kom að hryllilegu spillingarbæli þegar hún tók við sem borgarstjóri í Madrid fyrir fjórum árum. Fyrirrennarar hennar, Lýðflokksmenn, höfðu ekki aðeins rænt í áraraðir og komið borginni í ótæpilega skuldasúpu heldur einnig selt hrægammasjóðum fjöldann allan af félagsíbúðum. Hún hefur upprætt spillingarkerfið og skilað hagnaði sem er nýtt þar í borg enda spillingin dýr. Samt missti hún meirihlutann í síðustu kosningum meðan þjóðrembur og gamli spillingarflokkurinn fengu ágæta kosningu. Hvernig stendur á því? Jú, Spánn glímir við þann erfðaeiginleika, þrátt fyrir allt andans fólkið, að frá örófi alda hafa ávallt verið til menn og konur sem hafa viljað koma umburðarlyndi og víðsýni fyrir kattarnef. Þjóðin stundar því vegasalt milli þessara tveggja afla og mætti segja að þegar mest liggi við fari hlunkarnir þeim megin sem hrokinn ræður. Spænsk saga en nefnilega vörðuð Trumpum sem ætluðu að gera landið einsleitt og glæst. Í raun eigast þessi öfl einnig við á Íslandi. Hvorum megin hlammar þú þínum rasskinnum þá?
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar